Lífið

Nauðgunarbrandari á Fox vekur athygli

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Fox
Fjölmiðlafyrirtækið Fox hefur ekki svarað gagnrýni á teiknimyndaþátt fyrirtækisins, þar sem Simpson og Griffin fjölskyldurnargóðkunnu munu leiða saman hesta sína. Samtök foreldra sem berjast gegn ofbeldi, kynlífi og blótsyrðum í sjónvarpi (PTC) hafa farið fram á að setningin: „Það er verið að nauðga systur þinni,“ verði klippt úr þættinum.

Þátturinn verður sýndur ytra á sunnudaginn en kröfu PTC má sjá hér.

Setningin kom fyrst fram í stiklu fyrir þáttinn, en þar er Bart Simpson að kenna Stewie Griffin að gera símaat. Hann hringir í kráareigandann Moe og spyr hvort að Lee Keybum sé á kránni. Stewie fær að prófa og þegar Moe svarar er það eina sem hann segir að verið sé að nauðga systur hans og skellir á.

Sjá má atriðið og stikluna hér að neðan.

„Nauðgun er aldrei aðhlátursefni. Aldrei. Með sérstöku tilliti til aukinna áhyggja þjóðarinnar vegna heimilisofbeldis og á tímum þegar nauðganir á heimavistum háskóla virðast færast í vöxt, er óverjandi að sjónvarpsfyrirtæki segi óviðeigandi og innantóma brandara um nauðgun,“ segir í tilkynningu frá samtökunum.

Fox hefur neitað að tjá sig um málið.

Katherine Hull Fiflet, talskona fyrir samtök þolenda nauðganna (RAIN), segir AP fréttaveitunni að hún telji setninguna ekki vera móðgandi.

„Með hvernig brandarinn er uppsettur finnst mér þeir vera að segja að nauðgun sé ekki fyndin. Ég vonast til þess að áhorfendur taki því einnig þannig,“ segir Katherine.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×