Fótbolti

Eiður Smári sagður á leið til Indlands

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Indverska knattspyrnuliðið FC Pune City er sagt ætla næla í Eið Smára Guðjohnsen og Brasilíumanninn Anderson sem er á mála hjá Manchester United.

Frá þessu greinir knattspyrnuvefurinn Goal.com, en með Pune City leikur franski framherjinn David Trezeguet sem lengi var á mála hjá Juventus á Ítalíu.

Indverska liðið fær Anderson líklega bara á láni fram í janúar þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur, en úrvalsdeildin í Indlandi hefst 12. október.

Fram kemur á Goal.com að gangi Eiður Smári í raðir Pune verður það eit af sterkustu liðunum í deildinni því auk Trezeguet er rúmenski framherjinn AdrianMutu einnig að ganga í raðir þess.

Sagt er að liðið Mumbai City FC hafi verið nálægt því að fá Eið Smára í sínar raðir, en samningar hafi ekki gengið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×