Innlent

Leit að hefjast á ný að þýska ferðamanninum

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Látrabjargi
Frá Látrabjargi Vísir/Anton Brink
Leit hefst aftur í birtingu  að þrítugum þýskum ferðamanni á Látrabjargi á Vestfjörðum og þar í kring, en síðast sást til hans á fimmtudag, þegar hann fór frá Hótelinu í  Breiðuvík.

Hann er einn á ferð og var á bílaleigubíl sem fannst mannlaus við Látrabjarg í gær. Björgunarsveitarmenn hófu þá leit og tók þyrla frá Landhelgisgæslunni þátt í henni, en án árangurs. Nú á að stækka leitarsvæðið og munu björgunarsveitarmenn úr öðrum landshlutum  koma heimamönnum til liðsauka í dag.

Lögreglu hafa ekki borist neinar vísbendingar um afdrif mannsins, sem heitir Christian Mathias Markus. Lögregla telur ekki að hvarf hans hafi borið að með saknæmum hætti. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×