Paul McGinley íhugar að stía Mcilroy og McDowell i sundur 24. september 2014 06:30 McIlroy og McDowell á Medinah vellinum fyrir tveimur árum. Vísir/Getty Paul McGinley, Ryder-fyrirliði Evrópuliðsins, íhugar að para ekki Rory McIlroy og Graeme McDowell saman í Ryder-bikarnum sem hefst á föstudaginn en þeir hafa verið nánast óaðskiljanlegir í síðustu tveimur Ryderum. Þrátt fyrir að hafa spilað sex leiki saman hafa þeir aðeins unnið tvö og hálft stig, sem er tölfræði sem McGinley er ekki sáttur með. Norður-Írarnir eru einnig ekki taldir vera jafn miklir félagar þessa dagana og þeir voru fyrir tveimur árum en ástæðan gæti verið lögsókn McIlroy á hendur umboðsskrifstofunni Horizon Sports, þar sem nafn McDowell kemur oft fyrir. „Ég hafði alltaf hugsað mér að para þá tvo saman en ég hef verið að pæla meira og meira í því að undanförnu að þeir gætu blómstrað með einhverjum öðrum líka, “ sagði Paul McGinley við fréttamenn í gær þegar hann var spurður út í McIlroy og McDowell. „Ég held að sambandið á milli þeirra sé í góðu lagi en það kemur í ljós hvernig þeim verður stillt upp þegar að mótið hefst. Eitt er víst að ég er feginn að hafa þá báða í liðinu þótt að tölfræði þeirra saman sé kannski ekki sú besta.“ Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Paul McGinley, Ryder-fyrirliði Evrópuliðsins, íhugar að para ekki Rory McIlroy og Graeme McDowell saman í Ryder-bikarnum sem hefst á föstudaginn en þeir hafa verið nánast óaðskiljanlegir í síðustu tveimur Ryderum. Þrátt fyrir að hafa spilað sex leiki saman hafa þeir aðeins unnið tvö og hálft stig, sem er tölfræði sem McGinley er ekki sáttur með. Norður-Írarnir eru einnig ekki taldir vera jafn miklir félagar þessa dagana og þeir voru fyrir tveimur árum en ástæðan gæti verið lögsókn McIlroy á hendur umboðsskrifstofunni Horizon Sports, þar sem nafn McDowell kemur oft fyrir. „Ég hafði alltaf hugsað mér að para þá tvo saman en ég hef verið að pæla meira og meira í því að undanförnu að þeir gætu blómstrað með einhverjum öðrum líka, “ sagði Paul McGinley við fréttamenn í gær þegar hann var spurður út í McIlroy og McDowell. „Ég held að sambandið á milli þeirra sé í góðu lagi en það kemur í ljós hvernig þeim verður stillt upp þegar að mótið hefst. Eitt er víst að ég er feginn að hafa þá báða í liðinu þótt að tölfræði þeirra saman sé kannski ekki sú besta.“
Golf Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira