Fasteignasali gefur iPhone og sallar inn vinum á síðu sína Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2014 14:37 Hannes segir að það eigi eftir að koma í ljós hvort þetta uppátæki á eftir að gagnast honum við fasteignasöluna. Fasteignasalinn Hannes Steindórsson sendi gaf út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni 19. september, svohljóðandi: „Langar þig að eignast iPhone 6? Ég ætla að gefa einum heppnum vini síðunnar iPhone 6 laugardaginn 27.september.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hátt í þúsund manns hafa deilt tilkynningunni, rúm fjögur þúsund hafa „lækað“ og vel á 2400 manns lýstu því yfir í athugasemdakerfinu að þeir vildu gjarnan eignast símann. Hannes hefur reyndar verið duglegur við það í gegnum tíðina að vekja á sér athygli. „Mér áskotnaðist 64 gígabæta iphone sex. Þessir símar eru ekki til á landinu. Þetta er ekki komið í formlega sölu. Mér fannst þetta bara skemmtileg hugmynd að geta boðið uppá þetta og ákvað að slá til,“ segir Hannes sem ætlar að draga út vinningshafa á laugardaginn komandi. Hannes er ekki að gera þetta af góðmennskunni einskærri, hann er að feta nýjar slóðir í auglýsingamennsku, sem hann segir að sé stöðugt að færast meira og meira yfir á netið. Og „vinirnir“ á Facebook hrúgast inn og voru að detta í fimm þúsund meðan fréttastofa Vísis ræddi við Hannes. En, þetta má heita ný nálgun í auglýsingamennsku? „Já, ég var með með fermingarauglýsinguna um daginn sem vakti athygli, ekki það að ég ætli að vera með fíflaskap í hverri viku en mér finnst allt í lagi að reyna að vera skemmtilegur.“ Já, en hjálpar þetta þér við að selja fasteignir? „Það á eftir að koma í ljós. Ég hérna, ég sel ekki minna, ég get lofað þér því. Í þessum bransa er þetta ekki þannig að maður birtir eina auglýsingu og það verður brjálað að gera. Þetta virkar ekki þannig heldur er orðsporið málið.“ Hannes segist ekki hafa fundið fyrir neinum neikvæðum viðbrögðum, að hann þyki of brattur eða ósmekklegur í auglýsingamennsku sinni. „Nei, alls ekki. Bara góð viðbrögð. Ég veit ekki af hverju mönnum ætti að finnast þetta ósmekklegt? En, þegar maður fer aðrar leiðir þá er eðlilegt að einhverjum finnist maður skrýtinn. Þá er bara að vera maður í að taka því.“ Hannes veit hvað hann er að tala um í þessu samhengi, en hann var í auglýsingabransanum í sjö ár, áður en hann fór yfir í fasteignageirann. Var auglýsingastjóri á Skjá einum 1999 til 2004 og var svo í eitt ár á 365 áður en hann gerðist fasteignasali. Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Fasteignasalinn Hannes Steindórsson sendi gaf út yfirlýsingu á Facebooksíðu sinni 19. september, svohljóðandi: „Langar þig að eignast iPhone 6? Ég ætla að gefa einum heppnum vini síðunnar iPhone 6 laugardaginn 27.september.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Hátt í þúsund manns hafa deilt tilkynningunni, rúm fjögur þúsund hafa „lækað“ og vel á 2400 manns lýstu því yfir í athugasemdakerfinu að þeir vildu gjarnan eignast símann. Hannes hefur reyndar verið duglegur við það í gegnum tíðina að vekja á sér athygli. „Mér áskotnaðist 64 gígabæta iphone sex. Þessir símar eru ekki til á landinu. Þetta er ekki komið í formlega sölu. Mér fannst þetta bara skemmtileg hugmynd að geta boðið uppá þetta og ákvað að slá til,“ segir Hannes sem ætlar að draga út vinningshafa á laugardaginn komandi. Hannes er ekki að gera þetta af góðmennskunni einskærri, hann er að feta nýjar slóðir í auglýsingamennsku, sem hann segir að sé stöðugt að færast meira og meira yfir á netið. Og „vinirnir“ á Facebook hrúgast inn og voru að detta í fimm þúsund meðan fréttastofa Vísis ræddi við Hannes. En, þetta má heita ný nálgun í auglýsingamennsku? „Já, ég var með með fermingarauglýsinguna um daginn sem vakti athygli, ekki það að ég ætli að vera með fíflaskap í hverri viku en mér finnst allt í lagi að reyna að vera skemmtilegur.“ Já, en hjálpar þetta þér við að selja fasteignir? „Það á eftir að koma í ljós. Ég hérna, ég sel ekki minna, ég get lofað þér því. Í þessum bransa er þetta ekki þannig að maður birtir eina auglýsingu og það verður brjálað að gera. Þetta virkar ekki þannig heldur er orðsporið málið.“ Hannes segist ekki hafa fundið fyrir neinum neikvæðum viðbrögðum, að hann þyki of brattur eða ósmekklegur í auglýsingamennsku sinni. „Nei, alls ekki. Bara góð viðbrögð. Ég veit ekki af hverju mönnum ætti að finnast þetta ósmekklegt? En, þegar maður fer aðrar leiðir þá er eðlilegt að einhverjum finnist maður skrýtinn. Þá er bara að vera maður í að taka því.“ Hannes veit hvað hann er að tala um í þessu samhengi, en hann var í auglýsingabransanum í sjö ár, áður en hann fór yfir í fasteignageirann. Var auglýsingastjóri á Skjá einum 1999 til 2004 og var svo í eitt ár á 365 áður en hann gerðist fasteignasali.
Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira