Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Ríkissaksóknari fær frest til 1. október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2014 14:24 Ragnar Aðalsteinsson segist ekki vita á hvaða forsendum ríkissaksóknari fær frest til að skila áliti sínu varðandi endurupptöku. Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökunefnd hefur ríkissaksóknara verið veittur frestur til 1. október til að taka afstöðu til þess hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verði tekið upp aftur. Sérfræðingahópur sem fór yfir gögn í málinu skilaði skýrslu í mars í fyrra til þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar. Hópurinn komst að því að veigamikil rök væru fyrir því að taka málið upp aftur og fóru tveir af sakborningunum, þau Guðjón Skarphéðinsson og Erla Bolladóttir, formlega fram á endurupptöku í sumar. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns og Erlu, segist ekki vita á hvaða forsendum endurupptökunefnd veitti ríkissaksóknara frest. Aðspurður telur hann líklegast að ríkissaksóknari mæli með því að málið verði tekið upp aftur og endurupptökunefnd tekur svo afstöðu til hvort að það verði gert. „Ef að ríkissaksóknari mælir með því að málið verði tekið upp aftur er afar ólíklegt að endurupptökunefnd leggist gegn því,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ef að málið verður tekið upp aftur fer það beint til Hæstaréttar á grundvelli þeirrar ákæru sem gefin var út í upphafi, en með öllum þeim nýju gögnum sem komið hafa fram í áranna rás. Á meðal nýrra gagna er álit Gísla H. Guðjónssonar, prófessors í réttarsálfræði en hann er af mörgum talinn einn fremsti fræðimaður á sínu sviði í heiminum. Hann hefur sérhæft sig í greiningu á áreiðanleika vitna og er það meðal annars álit hans að hin mikla einangrunarvist sem sakborningar málsins þurftu að sæta höfðu óneitanlega áhrif á geðheilsu þeirra – og þar með vitnisburð. Tengdar fréttir Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Ríkissaksóknari spyr þá sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um afstöðu þeirra til endurupptöku málsins. Bara einn hefur svarað en ekki afdráttarlaust. "Breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera,“ segir Ríkissaksóknari. 30. júlí 2013 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá endurupptökunefnd hefur ríkissaksóknara verið veittur frestur til 1. október til að taka afstöðu til þess hvort Guðmundar-og Geirfinnsmálið verði tekið upp aftur. Sérfræðingahópur sem fór yfir gögn í málinu skilaði skýrslu í mars í fyrra til þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar. Hópurinn komst að því að veigamikil rök væru fyrir því að taka málið upp aftur og fóru tveir af sakborningunum, þau Guðjón Skarphéðinsson og Erla Bolladóttir, formlega fram á endurupptöku í sumar. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns og Erlu, segist ekki vita á hvaða forsendum endurupptökunefnd veitti ríkissaksóknara frest. Aðspurður telur hann líklegast að ríkissaksóknari mæli með því að málið verði tekið upp aftur og endurupptökunefnd tekur svo afstöðu til hvort að það verði gert. „Ef að ríkissaksóknari mælir með því að málið verði tekið upp aftur er afar ólíklegt að endurupptökunefnd leggist gegn því,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ef að málið verður tekið upp aftur fer það beint til Hæstaréttar á grundvelli þeirrar ákæru sem gefin var út í upphafi, en með öllum þeim nýju gögnum sem komið hafa fram í áranna rás. Á meðal nýrra gagna er álit Gísla H. Guðjónssonar, prófessors í réttarsálfræði en hann er af mörgum talinn einn fremsti fræðimaður á sínu sviði í heiminum. Hann hefur sérhæft sig í greiningu á áreiðanleika vitna og er það meðal annars álit hans að hin mikla einangrunarvist sem sakborningar málsins þurftu að sæta höfðu óneitanlega áhrif á geðheilsu þeirra – og þar með vitnisburð.
Tengdar fréttir Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00 Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30 Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Ríkissaksóknari spyr þá sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um afstöðu þeirra til endurupptöku málsins. Bara einn hefur svarað en ekki afdráttarlaust. "Breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera,“ segir Ríkissaksóknari. 30. júlí 2013 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Vill að afkomendur hennar viti að hún er saklaus Sækja á um endurupptöku á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Erla Bolladóttir segir endurupptöku vera henni afar mikilvæga. 20. júní 2014 07:00
Erla Bolladóttir fer formlega fram á endurupptöku Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir að ekkert mál af þessari stærðargráðu hafi borist endurupptökunefnd til þessa. 19. júní 2014 15:30
Kannar hug hinna dæmdu til endurupptöku Ríkissaksóknari spyr þá sem hlutu dóm í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu um afstöðu þeirra til endurupptöku málsins. Bara einn hefur svarað en ekki afdráttarlaust. "Breytir svo sem engu um það hvað ég mundi gera,“ segir Ríkissaksóknari. 30. júlí 2013 07:00