Polarsyssel í stað Týs við Svalbarða Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2014 11:45 Polarsyssel, blámálaður, og Týr, rauðmálaður, við Longyearbyen á Svalbarða. Mynd/Havyard. Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. Týr er væntanlegur til Akureyrar í dag, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, eftir fjögurra mánaða störf við heimskautaeyjarnar á vegum sýslumannsins á Svalbarða.Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, afhendir sýslumanninum á Svalbarða, Odd Olsen Ingerø, lyklana að Polarsyssel.Mynd/Havyard.Fáfnir Offshore fékk Tý að leigu frá Landhelgisgæslunni snemma í vor meðan verið var að ljúka smíði Polarsyssel hjá Havyard-skipasmíðastöðinni í Noregi en skrokkurinn hafði áður verið sjósettur í Tyrklandi. Polarsyssel er dýrasta skip sem Íslendingar hafa látið smíða, en það kostaði á sjöunda milljarð króna.Polarsyssel, dýrasta skip Íslendinga, á siglingu á Isfjorden á Svalbarða.Mynd/Havyard.Fáfnir Offshore hefur gert þjónustusamning við sýslumanninn á Svalbarða um að skipið sinni gæslustörfum sex mánuði í senn næstu tíu árin. Samningurinn gefur Fáfni sex milljarða króna í aðra hönd og greiðir þannig að mestu upp andvirði skipsins. Norðmenn greiða auk þess olíukostnað skipsins.Inger Årvåg Stokke, starfsmaður heimskautastofnunar dómsmálaráðuneytis Noregs, og fyrrverandi starfsmaður sýslumannsins á Svalbarða, gaf skipinu nafn.Mynd/Havyard.Móttökuathöfn var í Longyearbyen fyrr í mánuðinum, að viðstöddum dómsmálaráðherra Noregs, og var Polarsyssel þar formlega gefið nafn. Við það tækifæri afhenti Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis, sýslumanninum á Svalbarða lyklavöldin að skipinu. Tengdar fréttir Skrá ekki skipin á Íslandi Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú möguleikann á því að gera Ísland samkeppnishæft á alþjóðavettvangi í skipaskráningu. 21. ágúst 2014 13:00 Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. 15. apríl 2014 21:59 Tækifæri Norðurslóða sigla framhjá Íslandi Dýrasta skip Íslendinga, sem verið er að smíða til að þjóna Norðurslóðum, mun að óbreyttu ekki fá heimahöfn á Íslandi. 21. janúar 2014 18:45 Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Týr málaður rauður Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málað rautt vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí næstkomandi. 5. mars 2014 11:23 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Skip Fáfnis Offshore, Polarsyssel, hefur nú leyst af varðskipið Tý í eftirlits- og björgunarstörfum við Svalbarða. Týr er væntanlegur til Akureyrar í dag, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar, eftir fjögurra mánaða störf við heimskautaeyjarnar á vegum sýslumannsins á Svalbarða.Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis Offshore, afhendir sýslumanninum á Svalbarða, Odd Olsen Ingerø, lyklana að Polarsyssel.Mynd/Havyard.Fáfnir Offshore fékk Tý að leigu frá Landhelgisgæslunni snemma í vor meðan verið var að ljúka smíði Polarsyssel hjá Havyard-skipasmíðastöðinni í Noregi en skrokkurinn hafði áður verið sjósettur í Tyrklandi. Polarsyssel er dýrasta skip sem Íslendingar hafa látið smíða, en það kostaði á sjöunda milljarð króna.Polarsyssel, dýrasta skip Íslendinga, á siglingu á Isfjorden á Svalbarða.Mynd/Havyard.Fáfnir Offshore hefur gert þjónustusamning við sýslumanninn á Svalbarða um að skipið sinni gæslustörfum sex mánuði í senn næstu tíu árin. Samningurinn gefur Fáfni sex milljarða króna í aðra hönd og greiðir þannig að mestu upp andvirði skipsins. Norðmenn greiða auk þess olíukostnað skipsins.Inger Årvåg Stokke, starfsmaður heimskautastofnunar dómsmálaráðuneytis Noregs, og fyrrverandi starfsmaður sýslumannsins á Svalbarða, gaf skipinu nafn.Mynd/Havyard.Móttökuathöfn var í Longyearbyen fyrr í mánuðinum, að viðstöddum dómsmálaráðherra Noregs, og var Polarsyssel þar formlega gefið nafn. Við það tækifæri afhenti Steingrímur Erlingsson, framkvæmdastjóri Fáfnis, sýslumanninum á Svalbarða lyklavöldin að skipinu.
Tengdar fréttir Skrá ekki skipin á Íslandi Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú möguleikann á því að gera Ísland samkeppnishæft á alþjóðavettvangi í skipaskráningu. 21. ágúst 2014 13:00 Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. 15. apríl 2014 21:59 Tækifæri Norðurslóða sigla framhjá Íslandi Dýrasta skip Íslendinga, sem verið er að smíða til að þjóna Norðurslóðum, mun að óbreyttu ekki fá heimahöfn á Íslandi. 21. janúar 2014 18:45 Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51 Týr málaður rauður Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málað rautt vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí næstkomandi. 5. mars 2014 11:23 Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33 Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Skrá ekki skipin á Íslandi Starfshópur á vegum fjármálaráðuneytisins kannar nú möguleikann á því að gera Ísland samkeppnishæft á alþjóðavettvangi í skipaskráningu. 21. ágúst 2014 13:00
Nýtt skip Fáfnis Offshore kostar á sjöunda milljarð Skipið verður tæpir 90 metrar á lengd, 19,6 metrar á breidd og getur náð 15 hnúta hraða. 15. apríl 2014 21:59
Tækifæri Norðurslóða sigla framhjá Íslandi Dýrasta skip Íslendinga, sem verið er að smíða til að þjóna Norðurslóðum, mun að óbreyttu ekki fá heimahöfn á Íslandi. 21. janúar 2014 18:45
Dýrasta skip Íslandssögunnar sjósett í gær Skipið er sérútbúið til að þjónusta olíuiðnaðinn í norðurhöfum, ekki síst til birgðaflutninga til og frá olíuborpöllum, er með þyrlupall og 850 fermetra þilfar. 2. mars 2014 15:51
Týr málaður rauður Varðskipið Týr er nú í slipp á Akureyri og hefur verið málað rautt vegna leiguverkefnis sem mun hefjast frá byrjun maí næstkomandi. 5. mars 2014 11:23
Kaupir stórskip knúið rafhlöðum Fáfnir Offshore hefur undirritað smíðasamning um smíði þjónustuskips fyrir olíuiðnaðinn, en skipið er annað í röð skipa félagsins. Fjárfestingin er þegar 14 milljarðar en viljayfirlýsing er um smíði þriðja skipsins. Skipin eru tækniundur og knúin til jafns af olíu og rafmagni. 23. apríl 2014 14:33
Fáfnir með sex milljarða samning á Svalbarða Varðskipið Týr er komið til Svalbarða til eftirlits- og björgunarstarfa við eyjarnar. Tíu ára þjónustusamningur Fáfnis Offshore við sýslumann Svalbarða skilar sex milljarða króna gjaldeyristekjum í þjóðarbúið. 19. maí 2014 19:15