Enski boltinn

Rodgers ver Gerrard: Höfum engar áhyggjur af fyrirliðanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, segist fullviss um að StevenGerrard, fyrirliði liðsins, geti áfram skilað góðu starfi fyrir Liverpool.

Liverpool er búið að tapa þremur af fyrstu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni, en það barðist um Englandsmeistaratitilinn í vor fram í síðustu umferð við manchester City.

Margir skella stórum hluta sakarinnar á fyrirliðann Steven Gerrard og spyrja sig hvort fyrirliðinn geti haldið uppi sömu gæðum nú þegar hann er orðinn 34 ára gamall.

Rodgers er ekki í nokkrum vafa: „Ég hef engar áhyggjur af honum, nei. Hann er frábær leikmaður fyrir okkur - virkilega hæfileikaríkur. Frammistaða liðsins gegn West Ham var einfaldlega ekki nógu góð,“ segir knattspyrnustjórinn.

„Mér finnst við hafa gert vel í að halda honum ferskum síðustu tvö tímabil. Þrátt fyrir að hafa verið að spila með landsliðinu líka undanfarin ár má sjá á tölfræði hans yfir spilaða leiki og mínútur að hann hefur sjaldan verið jafngóður.“

„Hann er samt vissulega á þeim aldri þar sem maður fylgist sérstaklega með honum. Við viljum að Gerrard spili í stóru leikjunum vegna reynslu hans og hæfileika,“ segir Brendan Rodgers.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×