Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2014 23:35 Emma Watson ásamt ónefndum túlki á ráðstefnunni um liðna helgi. visir/skjáskot „Konur eiga ekki að þurfa að heyja þessa baráttu einar. Það er lykilatriði fyrir samfélagið að karlar og konur taki á þessu mikilvæga málefni saman,“ sagði leikkonan Emma Watson í ræðu á ráðstefnu UN Women í New York á laugardag. Ræðan hefur vakið gríðarlega athygli og mestmegnis jákvæð viðbrögð en því miður hefur leikkonunni einnig verið hótað. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar víðsvegar um heiminn fjallað um nektarmyndir sem birtust á netinu af frægu fólki, þeirra á meðal bandarísku leikkonunni Jennifer Lawrence. Nú hafa stofnendur síðunnar 4Chan, sem birtu meðal annars nektarmyndirnar af Lawrence, gefið það út að Watson sé næst. Eigendur síðunnar hafa sett á laggirnar sérstaka vefsíðu sem ber nafnið „Emma you are next“ og er fyrirhugað að birta nektarmyndir af henni á síðunni eftir fjóra sólahringa. Talið er að 20 milljón manns skoði síðu 4Chan mánaðarlega. Ekkert sem birtist á síðunni er ritskoðað. Notendur hafa birt sprengjuhótanir á síðunni og skipst á barnaklámi. Heilbrigðisyfirvöld vestanhafs telja vefsíðuna geta verið skaðlega unglingum. Watson hélt ræðuna í tilefni stofnunar samtakanna HeForShe en tilgangur þeirra er að virkja karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í jafnréttisbaráttu kynjanna. Sjálf segist Emma hafa upplifað kynjamisrétti frá því hún var átta ára en hún fékk að heyra að hún væri stjórnsöm þegar hún sýndi áhuga á því að leikstýra skólaleikriti. Hér að neðan má sjá ræðuna í heild sinni. Tengdar fréttir „Jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna“ HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem taka þátt í jafnréttisbaráttunni. 22. september 2014 15:25 Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
„Konur eiga ekki að þurfa að heyja þessa baráttu einar. Það er lykilatriði fyrir samfélagið að karlar og konur taki á þessu mikilvæga málefni saman,“ sagði leikkonan Emma Watson í ræðu á ráðstefnu UN Women í New York á laugardag. Ræðan hefur vakið gríðarlega athygli og mestmegnis jákvæð viðbrögð en því miður hefur leikkonunni einnig verið hótað. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar víðsvegar um heiminn fjallað um nektarmyndir sem birtust á netinu af frægu fólki, þeirra á meðal bandarísku leikkonunni Jennifer Lawrence. Nú hafa stofnendur síðunnar 4Chan, sem birtu meðal annars nektarmyndirnar af Lawrence, gefið það út að Watson sé næst. Eigendur síðunnar hafa sett á laggirnar sérstaka vefsíðu sem ber nafnið „Emma you are next“ og er fyrirhugað að birta nektarmyndir af henni á síðunni eftir fjóra sólahringa. Talið er að 20 milljón manns skoði síðu 4Chan mánaðarlega. Ekkert sem birtist á síðunni er ritskoðað. Notendur hafa birt sprengjuhótanir á síðunni og skipst á barnaklámi. Heilbrigðisyfirvöld vestanhafs telja vefsíðuna geta verið skaðlega unglingum. Watson hélt ræðuna í tilefni stofnunar samtakanna HeForShe en tilgangur þeirra er að virkja karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í jafnréttisbaráttu kynjanna. Sjálf segist Emma hafa upplifað kynjamisrétti frá því hún var átta ára en hún fékk að heyra að hún væri stjórnsöm þegar hún sýndi áhuga á því að leikstýra skólaleikriti. Hér að neðan má sjá ræðuna í heild sinni.
Tengdar fréttir „Jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna“ HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem taka þátt í jafnréttisbaráttunni. 22. september 2014 15:25 Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Sjá meira
„Jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna“ HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem taka þátt í jafnréttisbaráttunni. 22. september 2014 15:25
Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00