Hóta að birta nektarmyndir af Watson í kjölfar ræðunnar Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2014 23:35 Emma Watson ásamt ónefndum túlki á ráðstefnunni um liðna helgi. visir/skjáskot „Konur eiga ekki að þurfa að heyja þessa baráttu einar. Það er lykilatriði fyrir samfélagið að karlar og konur taki á þessu mikilvæga málefni saman,“ sagði leikkonan Emma Watson í ræðu á ráðstefnu UN Women í New York á laugardag. Ræðan hefur vakið gríðarlega athygli og mestmegnis jákvæð viðbrögð en því miður hefur leikkonunni einnig verið hótað. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar víðsvegar um heiminn fjallað um nektarmyndir sem birtust á netinu af frægu fólki, þeirra á meðal bandarísku leikkonunni Jennifer Lawrence. Nú hafa stofnendur síðunnar 4Chan, sem birtu meðal annars nektarmyndirnar af Lawrence, gefið það út að Watson sé næst. Eigendur síðunnar hafa sett á laggirnar sérstaka vefsíðu sem ber nafnið „Emma you are next“ og er fyrirhugað að birta nektarmyndir af henni á síðunni eftir fjóra sólahringa. Talið er að 20 milljón manns skoði síðu 4Chan mánaðarlega. Ekkert sem birtist á síðunni er ritskoðað. Notendur hafa birt sprengjuhótanir á síðunni og skipst á barnaklámi. Heilbrigðisyfirvöld vestanhafs telja vefsíðuna geta verið skaðlega unglingum. Watson hélt ræðuna í tilefni stofnunar samtakanna HeForShe en tilgangur þeirra er að virkja karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í jafnréttisbaráttu kynjanna. Sjálf segist Emma hafa upplifað kynjamisrétti frá því hún var átta ára en hún fékk að heyra að hún væri stjórnsöm þegar hún sýndi áhuga á því að leikstýra skólaleikriti. Hér að neðan má sjá ræðuna í heild sinni. Tengdar fréttir „Jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna“ HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem taka þátt í jafnréttisbaráttunni. 22. september 2014 15:25 Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
„Konur eiga ekki að þurfa að heyja þessa baráttu einar. Það er lykilatriði fyrir samfélagið að karlar og konur taki á þessu mikilvæga málefni saman,“ sagði leikkonan Emma Watson í ræðu á ráðstefnu UN Women í New York á laugardag. Ræðan hefur vakið gríðarlega athygli og mestmegnis jákvæð viðbrögð en því miður hefur leikkonunni einnig verið hótað. Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar víðsvegar um heiminn fjallað um nektarmyndir sem birtust á netinu af frægu fólki, þeirra á meðal bandarísku leikkonunni Jennifer Lawrence. Nú hafa stofnendur síðunnar 4Chan, sem birtu meðal annars nektarmyndirnar af Lawrence, gefið það út að Watson sé næst. Eigendur síðunnar hafa sett á laggirnar sérstaka vefsíðu sem ber nafnið „Emma you are next“ og er fyrirhugað að birta nektarmyndir af henni á síðunni eftir fjóra sólahringa. Talið er að 20 milljón manns skoði síðu 4Chan mánaðarlega. Ekkert sem birtist á síðunni er ritskoðað. Notendur hafa birt sprengjuhótanir á síðunni og skipst á barnaklámi. Heilbrigðisyfirvöld vestanhafs telja vefsíðuna geta verið skaðlega unglingum. Watson hélt ræðuna í tilefni stofnunar samtakanna HeForShe en tilgangur þeirra er að virkja karlmenn um allan heim til þess að taka þátt í jafnréttisbaráttu kynjanna. Sjálf segist Emma hafa upplifað kynjamisrétti frá því hún var átta ára en hún fékk að heyra að hún væri stjórnsöm þegar hún sýndi áhuga á því að leikstýra skólaleikriti. Hér að neðan má sjá ræðuna í heild sinni.
Tengdar fréttir „Jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna“ HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem taka þátt í jafnréttisbaráttunni. 22. september 2014 15:25 Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
„Jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna“ HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem taka þátt í jafnréttisbaráttunni. 22. september 2014 15:25
Feminismi snýst ekki um að hata karlmenn Emma Watson flutti tímamótaræðu um helgina 22. september 2014 18:00