Gosið stöðvaði rúturnar, óvissa um næsta sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 22. september 2014 21:15 Rútufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum í Öskju hefur orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna eldgossins. Þá ríkir algjör óvissa um hvort hægt verði að skipuleggja ferðir þangað næsta sumar. Fyrirtækið Mývatn Tours er í Mývatnssveit og rútur þess eru sérstaklega gerðar til þess að komast í Öskju; háar og með drifi á öllum hjólum. Fyrirtæki var stofnað árið 1980 og á sumrin snýst öll starfsemin um Öskjuferðirnar, að því er fram kom í viðtali við Gísla Rafn Jónsson framkvæmdastjóra í fréttum Stöðvar 2.Gísli Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Mývatn Tours.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Reksturinn stöðvaðist þann 19. ágúst, daginn sem Öskjuleið var lokað að skipan almannavarna. Gísli segir að fyrirtækið hafi þurft að aflýsa sextán ferðum á svæðið. Um 30 manns séu að jafnaði í hverri ferð og því sé þetta stór biti. Hann tekur fram að hann er sammála því að loka svæðinu en veltir því upp hvort fyrirtæki hans eigi eitt að bera tjónið. Í ljósi þess að þetta sé almannavarnalokun spyr hann hvort það sé ósanngjarnt að fá aðstoð við svona kringumstæður: „Þegar maður kemst ekki í vinnuna sína en þarf að borga öðrum laun.”Leiðin í Öskju og Herðubreiðarlindir hefur verið lokuð frá 19. ágúst. Hvenær verður opnað á ný?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En Gísli og samstarfsmenn standa einnig frammi fyrir annarri spurningu; hvernig eigi að skipuleggja næsta sumar. „Við vitum bara ekkert hvernig þetta fer. Hvort við getum bara yfirhöfuð farið þarna uppeftir eða eða ekki. Þannig að það er bara mjög óráðið allt saman og erfitt við þetta að eiga.” Fjallað verður um þessa og fleiri hliðar á eldgosinu í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld. Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Rútufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum í Öskju hefur orðið fyrir verulegu fjárhagstjóni vegna eldgossins. Þá ríkir algjör óvissa um hvort hægt verði að skipuleggja ferðir þangað næsta sumar. Fyrirtækið Mývatn Tours er í Mývatnssveit og rútur þess eru sérstaklega gerðar til þess að komast í Öskju; háar og með drifi á öllum hjólum. Fyrirtæki var stofnað árið 1980 og á sumrin snýst öll starfsemin um Öskjuferðirnar, að því er fram kom í viðtali við Gísla Rafn Jónsson framkvæmdastjóra í fréttum Stöðvar 2.Gísli Rafn Jónsson, framkvæmdastjóri Mývatn Tours.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Reksturinn stöðvaðist þann 19. ágúst, daginn sem Öskjuleið var lokað að skipan almannavarna. Gísli segir að fyrirtækið hafi þurft að aflýsa sextán ferðum á svæðið. Um 30 manns séu að jafnaði í hverri ferð og því sé þetta stór biti. Hann tekur fram að hann er sammála því að loka svæðinu en veltir því upp hvort fyrirtæki hans eigi eitt að bera tjónið. Í ljósi þess að þetta sé almannavarnalokun spyr hann hvort það sé ósanngjarnt að fá aðstoð við svona kringumstæður: „Þegar maður kemst ekki í vinnuna sína en þarf að borga öðrum laun.”Leiðin í Öskju og Herðubreiðarlindir hefur verið lokuð frá 19. ágúst. Hvenær verður opnað á ný?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En Gísli og samstarfsmenn standa einnig frammi fyrir annarri spurningu; hvernig eigi að skipuleggja næsta sumar. „Við vitum bara ekkert hvernig þetta fer. Hvort við getum bara yfirhöfuð farið þarna uppeftir eða eða ekki. Þannig að það er bara mjög óráðið allt saman og erfitt við þetta að eiga.” Fjallað verður um þessa og fleiri hliðar á eldgosinu í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, annaðkvöld, þriðjudagskvöld.
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Um land allt Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira