Joost Luiten lék best allra í Wales 22. september 2014 19:41 Joost Luiten var sigursæll um helgina. AP/Getty Hollendingurinn Joost Luiten sigraði á Opna velska meistaramótinu sem fram fór á hinum glæsilega Celtic Manor velli og kláraðist um helgina. Luiten lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari en sigurinn var þó langt í frá öruggur þar sem nokkrir kylfingar gerðu harða baráttu að honum á lokahringnum. Luiten hafði þó sigur með einu höggi en Shane Lowry frá Írlandi og Englendingurinn Tommy Fleetwood deildu öðru sætinu, einu höggi á eftir, á 13 höggum undir pari. Luiten var ekki langt frá því að spila sig inn í Ryder-lið Evrópu á dögunum en hann hlaut ekki náð fyrir augum fyrirliða liðsins, Paul McGinley, í fyrirliðavalinu. Hann getur þó huggað sig við ávísun upp á 375 þúsund evrur eða rúmlega 56 milljónir króna sem hann fékk fyrir sigurinn um helgina. Þrír kylfingar úr Ryder-liði Evrópu tóku þátt í mótinu í Wales um síðustu helgi en heimamaðurinn Jamie Donaldson lék best þeirra og endaði að lokum jafn í fjórða sæti á 12 undir pari. Lee Westwood og Thomas Björn sigldu hins vegar lygnan sjó neðar á skortöflunni og enduðu mótið í kring um parið. Þá er gaman að geta þess að lengsta upphafshögg í sögu Evrópumótaraðarinnar var mælt í mótinu um helgina en þar var að verki Belginn högglangi Nicolas Colsaerts. Upphafshögg hans á 18. holu fór alls 409 metra en Colsaerts þurfti aðeins fleygjárn í annað högg á þessari par 5 holu. Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Hollendingurinn Joost Luiten sigraði á Opna velska meistaramótinu sem fram fór á hinum glæsilega Celtic Manor velli og kláraðist um helgina. Luiten lék hringina fjóra á alls 14 höggum undir pari en sigurinn var þó langt í frá öruggur þar sem nokkrir kylfingar gerðu harða baráttu að honum á lokahringnum. Luiten hafði þó sigur með einu höggi en Shane Lowry frá Írlandi og Englendingurinn Tommy Fleetwood deildu öðru sætinu, einu höggi á eftir, á 13 höggum undir pari. Luiten var ekki langt frá því að spila sig inn í Ryder-lið Evrópu á dögunum en hann hlaut ekki náð fyrir augum fyrirliða liðsins, Paul McGinley, í fyrirliðavalinu. Hann getur þó huggað sig við ávísun upp á 375 þúsund evrur eða rúmlega 56 milljónir króna sem hann fékk fyrir sigurinn um helgina. Þrír kylfingar úr Ryder-liði Evrópu tóku þátt í mótinu í Wales um síðustu helgi en heimamaðurinn Jamie Donaldson lék best þeirra og endaði að lokum jafn í fjórða sæti á 12 undir pari. Lee Westwood og Thomas Björn sigldu hins vegar lygnan sjó neðar á skortöflunni og enduðu mótið í kring um parið. Þá er gaman að geta þess að lengsta upphafshögg í sögu Evrópumótaraðarinnar var mælt í mótinu um helgina en þar var að verki Belginn högglangi Nicolas Colsaerts. Upphafshögg hans á 18. holu fór alls 409 metra en Colsaerts þurfti aðeins fleygjárn í annað högg á þessari par 5 holu.
Golf Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira