Framsóknarkonur gerðu grín að Moskumálinu: „Þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2014 19:14 „Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmið fór fram á Hverfisgötu 33 en skrifstofur Framsóknarflokksins eru í sama húsi. Guðfinna var í fylgd með flokkssystrum Vigdísi Hauksdóttur, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, og Grétu Björgu Egilsdóttur og Jónu Björg Sætran. Voru þær í öðru samkvæmi í húsnæðinu og litu við hjá háskólanemunum. Guðfinna sagði einnig: „Þetta er allavega konan sem er á móti moskum í Reykjavík, sjáið hana. Engir múslimar, þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum. Þetta er vonda konan, ég er góð,“ segir Guðfinna sem var greinilega meðvituð um að verið væri að taka mál hennar á myndband. „Af hverju ert þú að taka upp það sem ég er að segja,“ heyrðist til að mynda í Guðfinnu sem segir einnig í myndbandinu; „Ég settist í borgarstjórn í vor en ég hef engan áhuga á pólitík“.Fengu „selfie“ með Vigdísi Hauks Sveinbjörg og Guðfinna eru borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í borgarstjórn en mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vildi að Reykvíkingar fengju að kjósa um málið. „Þetta var þannig að nemendafélögin höfðu tekið salinn til leigu þetta umrædda kvöld,“ segir nemi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Fengu nemendur meðal annars að taka mynd af sér með Vigdísi Hauksdóttur. „Við höfum oft verið í þessum sal áður en í þetta skiptið tókum við eftir því að Framsóknarflokkurinn sjálfur var á neðri hæðinni með samkvæmi sem við létum alveg í friði.“ „Klukkan hálf níu kemur Vigdís Hauksdóttir fyrst upp og blandar geði við liðið. Nokkuð margar selfies voru teknar með Vigdísi og hún endaði á því að flytja þessa ræðu. Hún virtist vera frekar ölvuð og það furðuðu sig allir á þessar framkomu og hlógu.“ „Síðan eru borgarfulltrúarnir báðir komnir upp og voru nú ekkert í mikið betra ástandi en Vigdís. Þegar þær höfðu gert sig að fífli var ákveðið að segja þetta gott enda voru þær allar boðflennur eins og kemur fram á upptökunni.“ Tengdar fréttir „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Við erum algjörar boðflennur og það var enginn að bjóða okkur, við vorum bara í húsinu,“ sagði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, framsóknarkona, í samkvæmi stjórnmála- og hagfræðinema við Háskóla Íslands síðastliðið föstudagskvöld. Samkvæmið fór fram á Hverfisgötu 33 en skrifstofur Framsóknarflokksins eru í sama húsi. Guðfinna var í fylgd með flokkssystrum Vigdísi Hauksdóttur, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, og Grétu Björgu Egilsdóttur og Jónu Björg Sætran. Voru þær í öðru samkvæmi í húsnæðinu og litu við hjá háskólanemunum. Guðfinna sagði einnig: „Þetta er allavega konan sem er á móti moskum í Reykjavík, sjáið hana. Engir múslimar, þið getið séð hana í búrku á Laugaveginum. Þetta er vonda konan, ég er góð,“ segir Guðfinna sem var greinilega meðvituð um að verið væri að taka mál hennar á myndband. „Af hverju ert þú að taka upp það sem ég er að segja,“ heyrðist til að mynda í Guðfinnu sem segir einnig í myndbandinu; „Ég settist í borgarstjórn í vor en ég hef engan áhuga á pólitík“.Fengu „selfie“ með Vigdísi Hauks Sveinbjörg og Guðfinna eru borgarfulltrúar Framsóknar og flugvallavina í borgarstjórn en mikla athygli vakti þegar Sveinbjörg lýsti því yfir í samtali við Vísi að hún vildi afturkalla lóð til múslima, þar sem fyrirhugað er að byggja mosku. Sveinbjörg vildi að Reykvíkingar fengju að kjósa um málið. „Þetta var þannig að nemendafélögin höfðu tekið salinn til leigu þetta umrædda kvöld,“ segir nemi við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í samtali við Vísi. Fengu nemendur meðal annars að taka mynd af sér með Vigdísi Hauksdóttur. „Við höfum oft verið í þessum sal áður en í þetta skiptið tókum við eftir því að Framsóknarflokkurinn sjálfur var á neðri hæðinni með samkvæmi sem við létum alveg í friði.“ „Klukkan hálf níu kemur Vigdís Hauksdóttir fyrst upp og blandar geði við liðið. Nokkuð margar selfies voru teknar með Vigdísi og hún endaði á því að flytja þessa ræðu. Hún virtist vera frekar ölvuð og það furðuðu sig allir á þessar framkomu og hlógu.“ „Síðan eru borgarfulltrúarnir báðir komnir upp og voru nú ekkert í mikið betra ástandi en Vigdís. Þegar þær höfðu gert sig að fífli var ákveðið að segja þetta gott enda voru þær allar boðflennur eins og kemur fram á upptökunni.“
Tengdar fréttir „Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Ég var nú ekkert sérstaklega drukkin“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallarvina, neitar því að hún hafi verið mjög drukkin sl. föstudagskvöld. 23. september 2014 09:38