Enski boltinn

Meulensteen: Kaupin á Rojo slæm fyrir Shaw

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Shaw hefur ekki hlotið náð fyrir augum Louis van Gaal það sem af er tímabils.
Shaw hefur ekki hlotið náð fyrir augum Louis van Gaal það sem af er tímabils. Vísir/Getty
Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw á enn eftir að leika sinn fyrsta keppnisleik fyrir Manchester United eftir vistaskiptin frá Southampton í sumar.

Rene Meulensteen, fyrrverandi aðalliðsþjálfari Manchester United, segir að Louis van Gaal, nýr knattspyrnustjóri United, hafi ekki mikið álit á þessum 19 ára bakverði.

„Það kemur mér mjög á óvart,“ sagði Meulensteen í samtali við talkSport.

„Hann hlýtur að hafa vitað að félagið ætlaði að leggja fram kauptilboð í Shaw því hann er ungur og efnilegur leikmaður. Hann er með góðan vinstri fót og býr yfir miklum hraða.

„Hann á samt margt eftir ólært áður en hann verður í United-klassa,“ sagði Meulensteen ennfremur. Hann telur að kaupin á Marcos Rojo hafi verið slæm fyrir Shaw, en argentínski landsliðsmaðurinn getur bæði leikið sem miðvörður og vinstri bakvörður. Rojo hefur byrjað tvo síðustu deildarleiki United í stöðu vinstri bakvarðar.

Á undirbúningstímabilinu gagnrýndi van Gaal Shaw, sem var í enska landsliðshópnum á HM, fyrir að vera ekki í nógu góðu formi og lét hann æfa einan með þrekþjálfara liðsins.

Manchester United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni, en liðið tapaði 5-3 fyrir Leicester City í gær.


Tengdar fréttir

Rojo fékk loks atvinnuleyfi

Argentínski varnarmaðurinn má spila með Manchester United á móti QPR um aðra helgi.

Shaw frá í mánuð

Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United meiddist á æfingu liðsins á dögunum og verður ekki með liðinu næsta mánuðinn samkvæmt heimildum SkySports.

Hodgson hefur áhyggjur af líkamsástandi Shaw

Líkt og Louis Van Gaal hefur Roy Hodgson áhyggjur af því í hversu lélegu formi Luke Shaw er í. Hann er hinsvegar viss um að það muni lagast með aldrinum.

Gamalt sakamál tefur fyrir frumraun Rojo

Þrátt fyrir að hafa samið við Manchester United fyrir tveimur vikum síðan hefur Argentínumaðurinn Marcos Rojo ekki enn spilað leik fyrir nýja félagið.

Southampton búið að finna arftaka Shaw

Southampton gekk frá lánssamningi við Ryan Bertrand í kvöld en honum er ætlað að fylla skarð Luke Shaw sem gekk til liðs við Manchester United á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×