Eitursveppir ógna ungmennum Jakob Bjarnar skrifar 22. september 2014 11:49 Þá sem sækja í vímusveppina má nú sjá víða á túnum við umferðaræðar. Ullblekill er hins vegar ekki sveppurinn sem þeir eru á höttunum eftir. visir/vilhelm-egill Þeir sem eru fíknir í ofskynjunarsveppi eru komnir á stjá og þeir sem eiga leið um borgarlandið sjá slíka víða bograndi á umferðareyjum við að lesa sveppi; nú er sá tími ársins að vímusveppir skjóta upp kollinum.Bjarni segir mjög auðvelt að ruglast á vímusveppum og öðrum sem eru baneitraðir.Útúr heiminum vegna sveppaneyslu Sveppirnir innihalda psilocybin eða psilocin, ólögleg ofskynjunarefni, sem hafa sams konar áhrif og LSD og segir Þórarinn Tyrfingsson læknir á Vogi að dæmi séu um að þau þar hafi fengið til sín fólk sem er algjörlega sturlað eftir svona sveppaát og áttar sig hvorki á stað né stund. En, ekki bara eru þessir vímusveppirnir stórhættulegir sem slíkir heldur er auðvelt að ruglast á þeim og öðrum smásveppum sem eru baneitraðir. Dæmi eru um dauðsföll þegar fólk sem sækir í sveppavímuna hefur étið baneitraða sveppi. Þetta segir Bjarni D. Sigurðsson brautarstjóri skógfræðibrautar Landbúnaðarháskóla Íslands, í samtali við Vísi; ekki verði varað nógsamlega við hættunni sem þessu er samfara.Vonandi er að þessi taki ekki feil á vímusveppum og öðrum sem eru enn eitraðari.Ekki þarf næturfrost til að virkja eitrið Nokkrar tegundir smásveppa eru baneitraðar. Um 2000 sveppategundir vaxa á Íslandi, en einkum hafa ætisveppir verið rannsakaðir. Minna er vitað um smásveppina. Og þannig er það með vímusveppina. Þeir hafa mismikla virkni innan tegundarinnar og hefur engum tekist að skýra hvernig á því stendur. Þá gætir misskilnings sem er sá að vímuefnin verði ekki virk fyrr en eftir næturfrost, svo er ekki. Þessi hugmynd hafi líkast til komist á flug vegna þess að sveppirnir láta á sér kræla þegar næturfrost er á næsta leyti. „Tegundin sem ber vímuna kemur ekki fyrr en seint, eða í lok sumars og um þetta leyti, þegar fyrstu næturfrost byrja. Fólk er þá að týna eitthvað annað og jafnvel eitrað.“ Önnur flökkusaga sem ekki fær staðist er sú að víman sem sveppirnir gefa sé vegna umferðarmengunar sem sveppurinn gleypir í sig. Það er líka bull að sögn Bjarna.Sveppir á gráu svæðiMargir telja það sérkennilegt að menn teljist brotlegir við lög fyrir það eitt að tína sveppi þar sem þeir vaxa. Steindór Erlingsson hjá fíkniefnadeild lögreglunnar segir það alveg rétt, þetta sé lögfræðilega að einhverju leyti á gráu svæði. „Mörkin í þessu eru ekki einföld lögfræðilega. En ef við horfum á þetta ískalt með augum laganna eru í þessum sveppum efni sem er skráð sem ólöglegt ávana og fíkniefni. Þá segja lögin einfaldlega að varsla á þessu efni er bönnuð. Svo þekkjum við lögfræðina, ef á að kæra fólk fyrir þetta þarf að sýna fram á ásetninginn, reyndar gerir fíkniefnalöggjöfin ráð fyrir því að hægt sé að kæra fyrir gáleysi en, þetta er ekkert einfalt mál. Mig grunar að stundum verði þetta flókið í meðförum ákærusviðs. En, menn hafa verið dæmdir ef þykir ljóst að viðkomandi er með sveppi til neyslu. Þá er þetta meðhöndlað sem hver önnur varsla á fíkniefnum.“ Reglulega eru sveppir gerðir upptækir og lögreglan reynir eftir föngum að stöðva fólk við tínslu þeirra. Stefán segir að sú deild sem hann starfar fyrir fáist einkum við að rannsaka skipulagða starfsemi og sveppirnir eru ekki mikið uppi á borðum hjá honum, og hans mönnum. Það sé frekar að mál sem þessi komi til kasta hverfisstöðvanna. Þá man Stefán ekki eftir dæmum á Íslandi þar sem fólk hafi beinlínis látið lífið af sveppaáti.Ullblekill er ágætur matsveppur, en fólk ætti að forðast í lengstu lög að leggja hann sér til munns þegar hann hefur náð tilteknu þroskastigi.visir/egillAntabus-sveppurÞegar Vísir náði tali af Bjarna var hann úti í skógi að sinna rannsóknarstörfum. Bjarni er sérfróður um sveppi og hann fann fyrir nokkru fágætan svepp sem heitir Slöttblekill, ágætur matsveppur þegar hann er ungur, en hann hefur þann galla að það má alls ekki fá sér pilsner eða neitt áfengt nokkrum dögum eftir að hans er neytt. Því sveppurinn virkar eins og antabus; áhrifin eru til þess fallin að lækna vínhneigða af brennivínsþorstanum því þeir geta upplifa mikla vanlíðan, með ofsaskelfingu, jafnvel ofsjónum, og miklum iðraverkjum. Slöttblekill á svo frænda, sveppi sem hafa sett mikinn svip á Reykjavík undanfarna daga. Nefnilega Ullblekil sem er algengastur bleksveppa hérlendis er ullblekill, ágætur matsveppur þegar hann er ungur og hefur engar slíkar aukaverkanir.Ullblekill setur svip á borginaUllblekill er alhvítur, getur orðið hár og vex í þéttum hópum, ekki síst í vegköntum og umferðareyjum. Ullblekill er þeirrar náttúru að þegar hann þroskast þá rennur hann í sandinn, breytist í blek, þess vegna nafnið, og er bara ætur þegar hann er skjannahvítur. „Ekki hægt að geyma hann nema setja þá beint í frysti. Annars er hann bara borðaður þegar hann er lítill og hvítur í gegn. Það kemur af honum mikið óbragð um leið og hann þroskast upp fyrir það að teljast ætur,“ segir Bjarni. Spurður hvort Ullblekillinn geti ekki reynst varasamur vilji menn leggja sér hann til munns, þá vegna þess að hann gleypi í sig mengun, þá segir Bjarni svo ekki vera, þó hann mæli ekki með því að fólk tíni sveppi þar sem mengun er. „Sveppir gera mismikið af því að soga í sig mengunarefni sem losna og þessi tegund gerir það ekki mikið. Aðrar tegundir sem þarf að varast í því samhengi, sem vaxa nálægt umferð. Það eru nokkrar tegundir af kempum, flúðasveppir – ræktað afbrigði af tegund sem líka vex villt á Íslandi.“ Tengdar fréttir Hver sveppur hefur sinn keim Listakokkurinn Gísli Matthías Auðunsson á Slippnum í Vestmannaeyjum lýsir fyrir lesendum hvernig best er að matreiða hverja sveppategund fyrir sig. 12. ágúst 2014 09:30 Óvenjumikið af sveppum "Venjulega eru sveppirnir mest áberandi í ágúst og oft eitthvað fram í september en það er óvenjumikið af þeim núna.“ 8. september 2014 09:48 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Þeir sem eru fíknir í ofskynjunarsveppi eru komnir á stjá og þeir sem eiga leið um borgarlandið sjá slíka víða bograndi á umferðareyjum við að lesa sveppi; nú er sá tími ársins að vímusveppir skjóta upp kollinum.Bjarni segir mjög auðvelt að ruglast á vímusveppum og öðrum sem eru baneitraðir.Útúr heiminum vegna sveppaneyslu Sveppirnir innihalda psilocybin eða psilocin, ólögleg ofskynjunarefni, sem hafa sams konar áhrif og LSD og segir Þórarinn Tyrfingsson læknir á Vogi að dæmi séu um að þau þar hafi fengið til sín fólk sem er algjörlega sturlað eftir svona sveppaát og áttar sig hvorki á stað né stund. En, ekki bara eru þessir vímusveppirnir stórhættulegir sem slíkir heldur er auðvelt að ruglast á þeim og öðrum smásveppum sem eru baneitraðir. Dæmi eru um dauðsföll þegar fólk sem sækir í sveppavímuna hefur étið baneitraða sveppi. Þetta segir Bjarni D. Sigurðsson brautarstjóri skógfræðibrautar Landbúnaðarháskóla Íslands, í samtali við Vísi; ekki verði varað nógsamlega við hættunni sem þessu er samfara.Vonandi er að þessi taki ekki feil á vímusveppum og öðrum sem eru enn eitraðari.Ekki þarf næturfrost til að virkja eitrið Nokkrar tegundir smásveppa eru baneitraðar. Um 2000 sveppategundir vaxa á Íslandi, en einkum hafa ætisveppir verið rannsakaðir. Minna er vitað um smásveppina. Og þannig er það með vímusveppina. Þeir hafa mismikla virkni innan tegundarinnar og hefur engum tekist að skýra hvernig á því stendur. Þá gætir misskilnings sem er sá að vímuefnin verði ekki virk fyrr en eftir næturfrost, svo er ekki. Þessi hugmynd hafi líkast til komist á flug vegna þess að sveppirnir láta á sér kræla þegar næturfrost er á næsta leyti. „Tegundin sem ber vímuna kemur ekki fyrr en seint, eða í lok sumars og um þetta leyti, þegar fyrstu næturfrost byrja. Fólk er þá að týna eitthvað annað og jafnvel eitrað.“ Önnur flökkusaga sem ekki fær staðist er sú að víman sem sveppirnir gefa sé vegna umferðarmengunar sem sveppurinn gleypir í sig. Það er líka bull að sögn Bjarna.Sveppir á gráu svæðiMargir telja það sérkennilegt að menn teljist brotlegir við lög fyrir það eitt að tína sveppi þar sem þeir vaxa. Steindór Erlingsson hjá fíkniefnadeild lögreglunnar segir það alveg rétt, þetta sé lögfræðilega að einhverju leyti á gráu svæði. „Mörkin í þessu eru ekki einföld lögfræðilega. En ef við horfum á þetta ískalt með augum laganna eru í þessum sveppum efni sem er skráð sem ólöglegt ávana og fíkniefni. Þá segja lögin einfaldlega að varsla á þessu efni er bönnuð. Svo þekkjum við lögfræðina, ef á að kæra fólk fyrir þetta þarf að sýna fram á ásetninginn, reyndar gerir fíkniefnalöggjöfin ráð fyrir því að hægt sé að kæra fyrir gáleysi en, þetta er ekkert einfalt mál. Mig grunar að stundum verði þetta flókið í meðförum ákærusviðs. En, menn hafa verið dæmdir ef þykir ljóst að viðkomandi er með sveppi til neyslu. Þá er þetta meðhöndlað sem hver önnur varsla á fíkniefnum.“ Reglulega eru sveppir gerðir upptækir og lögreglan reynir eftir föngum að stöðva fólk við tínslu þeirra. Stefán segir að sú deild sem hann starfar fyrir fáist einkum við að rannsaka skipulagða starfsemi og sveppirnir eru ekki mikið uppi á borðum hjá honum, og hans mönnum. Það sé frekar að mál sem þessi komi til kasta hverfisstöðvanna. Þá man Stefán ekki eftir dæmum á Íslandi þar sem fólk hafi beinlínis látið lífið af sveppaáti.Ullblekill er ágætur matsveppur, en fólk ætti að forðast í lengstu lög að leggja hann sér til munns þegar hann hefur náð tilteknu þroskastigi.visir/egillAntabus-sveppurÞegar Vísir náði tali af Bjarna var hann úti í skógi að sinna rannsóknarstörfum. Bjarni er sérfróður um sveppi og hann fann fyrir nokkru fágætan svepp sem heitir Slöttblekill, ágætur matsveppur þegar hann er ungur, en hann hefur þann galla að það má alls ekki fá sér pilsner eða neitt áfengt nokkrum dögum eftir að hans er neytt. Því sveppurinn virkar eins og antabus; áhrifin eru til þess fallin að lækna vínhneigða af brennivínsþorstanum því þeir geta upplifa mikla vanlíðan, með ofsaskelfingu, jafnvel ofsjónum, og miklum iðraverkjum. Slöttblekill á svo frænda, sveppi sem hafa sett mikinn svip á Reykjavík undanfarna daga. Nefnilega Ullblekil sem er algengastur bleksveppa hérlendis er ullblekill, ágætur matsveppur þegar hann er ungur og hefur engar slíkar aukaverkanir.Ullblekill setur svip á borginaUllblekill er alhvítur, getur orðið hár og vex í þéttum hópum, ekki síst í vegköntum og umferðareyjum. Ullblekill er þeirrar náttúru að þegar hann þroskast þá rennur hann í sandinn, breytist í blek, þess vegna nafnið, og er bara ætur þegar hann er skjannahvítur. „Ekki hægt að geyma hann nema setja þá beint í frysti. Annars er hann bara borðaður þegar hann er lítill og hvítur í gegn. Það kemur af honum mikið óbragð um leið og hann þroskast upp fyrir það að teljast ætur,“ segir Bjarni. Spurður hvort Ullblekillinn geti ekki reynst varasamur vilji menn leggja sér hann til munns, þá vegna þess að hann gleypi í sig mengun, þá segir Bjarni svo ekki vera, þó hann mæli ekki með því að fólk tíni sveppi þar sem mengun er. „Sveppir gera mismikið af því að soga í sig mengunarefni sem losna og þessi tegund gerir það ekki mikið. Aðrar tegundir sem þarf að varast í því samhengi, sem vaxa nálægt umferð. Það eru nokkrar tegundir af kempum, flúðasveppir – ræktað afbrigði af tegund sem líka vex villt á Íslandi.“
Tengdar fréttir Hver sveppur hefur sinn keim Listakokkurinn Gísli Matthías Auðunsson á Slippnum í Vestmannaeyjum lýsir fyrir lesendum hvernig best er að matreiða hverja sveppategund fyrir sig. 12. ágúst 2014 09:30 Óvenjumikið af sveppum "Venjulega eru sveppirnir mest áberandi í ágúst og oft eitthvað fram í september en það er óvenjumikið af þeim núna.“ 8. september 2014 09:48 Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Fleiri fréttir Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu „Fólk er að deyja út af þessu“ Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Sjá meira
Hver sveppur hefur sinn keim Listakokkurinn Gísli Matthías Auðunsson á Slippnum í Vestmannaeyjum lýsir fyrir lesendum hvernig best er að matreiða hverja sveppategund fyrir sig. 12. ágúst 2014 09:30
Óvenjumikið af sveppum "Venjulega eru sveppirnir mest áberandi í ágúst og oft eitthvað fram í september en það er óvenjumikið af þeim núna.“ 8. september 2014 09:48