Tína ofskynjunarsveppi með hulin andlit á almannafæri 3. október 2009 06:30 Þessi maður hafði safnað dágóðu magni af sveppum í poka þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið hjá í vikunni.Fréttablaðið/vilhelm Mikið hefur verið um tínslu ofskynjunarsveppa í höfuðborginni upp á síðkastið. Sveppirnir innihalda ofskynjunarefni sem er á bannlista, og því er í raun bannað með lögum að tína þá, eiga og neyta – hvað þá selja. Fréttablaðinu hafa borist ábendingar um að mjög mikið sé um það þessa dagana að svartklæddir menn með hulin andlit sitji löngum stundum á hækjum sér á umferðareyjum og í vegköntum og tíni sveppi í hundraðavís í poka. Þetta stundi fólk jafnvel um hábjartan dag. Neysla ofskynjunarsveppa sem spretta á haustin innan borgarmarkanna hefur þekkst á Íslandi árum saman, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Þetta sé árlegur viðburður og sérstaklega sé algengt að kannabisneytendur sæki í skynáhrifin sem sveppirnir veita. Sveppirnir innihalda psilocybin eða psilocin, ólögleg ofskynjunarefni, sem hafa sams konar áhrif og LSD. „Við höfum fengið til okkar fólk sem er algjörlega sturlað eftir svona sveppaát og áttar sig hvorki á stað né stund,“ segir Þórarinn. Sveppirnir valdi ekki fíkn en þó sé algengt að ungt fólk sem kemur inn á Vog hafi prófað þá. Þórarinn segir ýmsar hættur geta fylgt neyslu þeirra. „Í fyrsta lagi eru til eitraðir sveppir sem geta valdið skemmdum á líffærum og það getur verið erfitt að greina þá frá öðrum,“ segir hann. Alltaf deyi þónokkuð margir í Evrópu vegna sveppaeitrunar á ári hverju, þótt ekki séu dæmi þess hér á landi. Þá sé hægt að slasast undir áhrifum eða gera eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Þriðja hættan sé sú að víman ýti undir undirliggjandi geðsjúkdóma. Sögusagnir hafa lengið verið uppi um að sveppir sem hafi dregið í sig mikla umferðarmengun veiti sterkari vímuáhrif en aðrir. Þetta segir Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, þó tæpast geta staðist. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að mál tengd sveppum hafi lítið sem ekkert komið inn á borð deildarinnar, enda ekkert sem bendi til þess að um skipulögð eða stórfelld viðskipti með þá sé að ræða. „Þetta hefur ekki verið framarlega í forgangsröðinni hjá okkur,“ segir hann. Vel geti þó verið að skoða þurfi þennan kima fíkniefnaheimsins betur. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir þó að sveppir séu reglulega gerðir upptækir og lögreglan reyni eftir föngum að stöðva fólk við tínslu þeirra. stigur@frettabladid.is Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Mikið hefur verið um tínslu ofskynjunarsveppa í höfuðborginni upp á síðkastið. Sveppirnir innihalda ofskynjunarefni sem er á bannlista, og því er í raun bannað með lögum að tína þá, eiga og neyta – hvað þá selja. Fréttablaðinu hafa borist ábendingar um að mjög mikið sé um það þessa dagana að svartklæddir menn með hulin andlit sitji löngum stundum á hækjum sér á umferðareyjum og í vegköntum og tíni sveppi í hundraðavís í poka. Þetta stundi fólk jafnvel um hábjartan dag. Neysla ofskynjunarsveppa sem spretta á haustin innan borgarmarkanna hefur þekkst á Íslandi árum saman, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Þetta sé árlegur viðburður og sérstaklega sé algengt að kannabisneytendur sæki í skynáhrifin sem sveppirnir veita. Sveppirnir innihalda psilocybin eða psilocin, ólögleg ofskynjunarefni, sem hafa sams konar áhrif og LSD. „Við höfum fengið til okkar fólk sem er algjörlega sturlað eftir svona sveppaát og áttar sig hvorki á stað né stund,“ segir Þórarinn. Sveppirnir valdi ekki fíkn en þó sé algengt að ungt fólk sem kemur inn á Vog hafi prófað þá. Þórarinn segir ýmsar hættur geta fylgt neyslu þeirra. „Í fyrsta lagi eru til eitraðir sveppir sem geta valdið skemmdum á líffærum og það getur verið erfitt að greina þá frá öðrum,“ segir hann. Alltaf deyi þónokkuð margir í Evrópu vegna sveppaeitrunar á ári hverju, þótt ekki séu dæmi þess hér á landi. Þá sé hægt að slasast undir áhrifum eða gera eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Þriðja hættan sé sú að víman ýti undir undirliggjandi geðsjúkdóma. Sögusagnir hafa lengið verið uppi um að sveppir sem hafi dregið í sig mikla umferðarmengun veiti sterkari vímuáhrif en aðrir. Þetta segir Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, þó tæpast geta staðist. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að mál tengd sveppum hafi lítið sem ekkert komið inn á borð deildarinnar, enda ekkert sem bendi til þess að um skipulögð eða stórfelld viðskipti með þá sé að ræða. „Þetta hefur ekki verið framarlega í forgangsröðinni hjá okkur,“ segir hann. Vel geti þó verið að skoða þurfi þennan kima fíkniefnaheimsins betur. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir þó að sveppir séu reglulega gerðir upptækir og lögreglan reyni eftir föngum að stöðva fólk við tínslu þeirra. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira