Tína ofskynjunarsveppi með hulin andlit á almannafæri 3. október 2009 06:30 Þessi maður hafði safnað dágóðu magni af sveppum í poka þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið hjá í vikunni.Fréttablaðið/vilhelm Mikið hefur verið um tínslu ofskynjunarsveppa í höfuðborginni upp á síðkastið. Sveppirnir innihalda ofskynjunarefni sem er á bannlista, og því er í raun bannað með lögum að tína þá, eiga og neyta – hvað þá selja. Fréttablaðinu hafa borist ábendingar um að mjög mikið sé um það þessa dagana að svartklæddir menn með hulin andlit sitji löngum stundum á hækjum sér á umferðareyjum og í vegköntum og tíni sveppi í hundraðavís í poka. Þetta stundi fólk jafnvel um hábjartan dag. Neysla ofskynjunarsveppa sem spretta á haustin innan borgarmarkanna hefur þekkst á Íslandi árum saman, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Þetta sé árlegur viðburður og sérstaklega sé algengt að kannabisneytendur sæki í skynáhrifin sem sveppirnir veita. Sveppirnir innihalda psilocybin eða psilocin, ólögleg ofskynjunarefni, sem hafa sams konar áhrif og LSD. „Við höfum fengið til okkar fólk sem er algjörlega sturlað eftir svona sveppaát og áttar sig hvorki á stað né stund,“ segir Þórarinn. Sveppirnir valdi ekki fíkn en þó sé algengt að ungt fólk sem kemur inn á Vog hafi prófað þá. Þórarinn segir ýmsar hættur geta fylgt neyslu þeirra. „Í fyrsta lagi eru til eitraðir sveppir sem geta valdið skemmdum á líffærum og það getur verið erfitt að greina þá frá öðrum,“ segir hann. Alltaf deyi þónokkuð margir í Evrópu vegna sveppaeitrunar á ári hverju, þótt ekki séu dæmi þess hér á landi. Þá sé hægt að slasast undir áhrifum eða gera eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Þriðja hættan sé sú að víman ýti undir undirliggjandi geðsjúkdóma. Sögusagnir hafa lengið verið uppi um að sveppir sem hafi dregið í sig mikla umferðarmengun veiti sterkari vímuáhrif en aðrir. Þetta segir Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, þó tæpast geta staðist. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að mál tengd sveppum hafi lítið sem ekkert komið inn á borð deildarinnar, enda ekkert sem bendi til þess að um skipulögð eða stórfelld viðskipti með þá sé að ræða. „Þetta hefur ekki verið framarlega í forgangsröðinni hjá okkur,“ segir hann. Vel geti þó verið að skoða þurfi þennan kima fíkniefnaheimsins betur. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir þó að sveppir séu reglulega gerðir upptækir og lögreglan reyni eftir föngum að stöðva fólk við tínslu þeirra. stigur@frettabladid.is Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira
Mikið hefur verið um tínslu ofskynjunarsveppa í höfuðborginni upp á síðkastið. Sveppirnir innihalda ofskynjunarefni sem er á bannlista, og því er í raun bannað með lögum að tína þá, eiga og neyta – hvað þá selja. Fréttablaðinu hafa borist ábendingar um að mjög mikið sé um það þessa dagana að svartklæddir menn með hulin andlit sitji löngum stundum á hækjum sér á umferðareyjum og í vegköntum og tíni sveppi í hundraðavís í poka. Þetta stundi fólk jafnvel um hábjartan dag. Neysla ofskynjunarsveppa sem spretta á haustin innan borgarmarkanna hefur þekkst á Íslandi árum saman, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Þetta sé árlegur viðburður og sérstaklega sé algengt að kannabisneytendur sæki í skynáhrifin sem sveppirnir veita. Sveppirnir innihalda psilocybin eða psilocin, ólögleg ofskynjunarefni, sem hafa sams konar áhrif og LSD. „Við höfum fengið til okkar fólk sem er algjörlega sturlað eftir svona sveppaát og áttar sig hvorki á stað né stund,“ segir Þórarinn. Sveppirnir valdi ekki fíkn en þó sé algengt að ungt fólk sem kemur inn á Vog hafi prófað þá. Þórarinn segir ýmsar hættur geta fylgt neyslu þeirra. „Í fyrsta lagi eru til eitraðir sveppir sem geta valdið skemmdum á líffærum og það getur verið erfitt að greina þá frá öðrum,“ segir hann. Alltaf deyi þónokkuð margir í Evrópu vegna sveppaeitrunar á ári hverju, þótt ekki séu dæmi þess hér á landi. Þá sé hægt að slasast undir áhrifum eða gera eitthvað sem ekki verður aftur tekið. Þriðja hættan sé sú að víman ýti undir undirliggjandi geðsjúkdóma. Sögusagnir hafa lengið verið uppi um að sveppir sem hafi dregið í sig mikla umferðarmengun veiti sterkari vímuáhrif en aðrir. Þetta segir Jakob Kristinsson, dósent í eiturefnafræði við Háskóla Íslands, þó tæpast geta staðist. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að mál tengd sveppum hafi lítið sem ekkert komið inn á borð deildarinnar, enda ekkert sem bendi til þess að um skipulögð eða stórfelld viðskipti með þá sé að ræða. „Þetta hefur ekki verið framarlega í forgangsröðinni hjá okkur,“ segir hann. Vel geti þó verið að skoða þurfi þennan kima fíkniefnaheimsins betur. Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir þó að sveppir séu reglulega gerðir upptækir og lögreglan reyni eftir föngum að stöðva fólk við tínslu þeirra. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Fleiri fréttir Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Sjá meira