Enski boltinn

Van Gaal eyddi 30 milljörðum en byrjar verr en Moyes

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Baksíða The Sun.
Baksíða The Sun. mynd/thesun
Ensku blöðin láta skömmum rigna yfir Manchester United í dag eftir vandræðalegt 5-3 tap liðsins gegn Leicester í gær þar sem lærisveinar Louis van Gaal voru 3-1 yfir en fengu svo á sig fjögur mörk.

Götublaðið The Sun keyrir á fyrirsögninni: „Búið að eyða 157 milljónum pund (30 milljörðum króna) en þú ert verri en Moyes,“ og beina orðum sínum að Van Gaal.

Það gekk ekkert á leikmannamarkaðnum síðasta sumar hjá Manchester United og byrjaði liðið álíka illa í ensku úrvalsdeildinni. Þó betur en Van Gaal fer af stað því Moyes safnaði sjö stigum í fyrstu fimm leikjunum.

Van Gaal fór mikinn á félagaskiptamarkaðnum og keypti sex leikmenn fyrir 157 milljónir punda, en hann hefur safnað fimm stigum í fyrstu fimm leikjunum, tveimur stigum minna en Moyes.

Manchester United er búið að safna þessu fimm stigum í leikjum gegn Swansea, Sunderland, Burnley QPR og Leicester.

Nýliðar Leicester eru aftur á móti með átta stig eftir fimm leiki á móti Everton, Chelsea, Arsenal, Stoke og Manchester United.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×