Enski boltinn

Vardy: Besti dagur ferilsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Vardy fagnar í dag.
Jamie Vardy fagnar í dag. Vísir/Getty
Leicester vann lygilegan 5-3 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag og mun Jamie Vardy, leikmaður Leicester, seint gleyma leiknum.

Vardy kom að öllum fimm mörkum Leicester í leiknum. Hann skoraði eitt, lagði upp tvö og fékk tvö víti.

„Við vitum að við getum unnið öll lið,“ sagði Vardy eftir leikinn í dag. „Við undirbjuggum okkur vel, fundum veikleika í þeirra liði og nýttum okkur þá. Við vitum að við getum skorað og skapað okkur færi.“

Leicester fékk umdeilda vítaspyrnu í stöðunni 3-1 fyrir United. Vardy vann boltann af Rafael í aðdraganda þess en leikmenn United vildu meina að Mark Clattenburg, dómari, hefði átt að dæma aukaspyrnu þá.

„Þetta var ekki aukaspyrna, bara öxl í öxl. Þetta var klárt víti,“ sagði Vardy sem spilaði í utandeildinni fyrir aðeins orfáum árum síðan. „Þetta er besti dagur ferilsins. Ferðalagið hefur ekki verið auðvelt en nú ætla ég bara að hugsa um næsta leik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×