Enski boltinn

Rodgers: Gæðin ekki nægilega mikil

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var skiljanlega vonsvikinn með 3-1 tap gegn West Ham á útivelli í kvöld, en Liverpool tapaði sínum öðrum leik í röð í kvöld.

„West Ham kom út og pressaði okkur og við náðum ekki að spila okkur nægilega vel út úr því. Áður en vissum af vorum við lentir 2-0 undir og frá þeim punkti var þetta mjög erfitt fyrir okkur," sagði Rodgers við Sky Sports í leikslok.

„Gæðin í okkar leik voru ekki nærri því sem við viljum. Sendingar okkar voru ekki góðar, það voru of mikið af löngum sendingar og frammistaðan í heild sinni var ekki á því stigi sem við viljum hafa hana."

„Það er alltaf mikil pressa og væntingar þegar þú spilar fyrir Liverpool, en eftir árangur okkar síðustu 18 mánuði hafa væntingarnar aukist," sagði Rodgers og bætti við að lokum:

„Við munum vinna á hverjum degi til að ná einbeitingunni og fókusnum aftur í leik okkar á ný."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×