Tyrkneskum gíslum sleppt Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. september 2014 13:31 Vísir/AFP Tæplega 50 tyrkneskum gíslum sem hefur verið haldið föngum af hryðjuverkamönnum Íslamska ríkisins í Írak var sleppt í morgun. Forsætisráðherra Tyrklands segir að þaulskipulögð áætlun hafi gengið eftir og neitar að hryðjuverkamönnunum hafi verið borgað lausnargjald. 49 starfsmenn sendiskrifstofu Tyrklands í borginni Monsul í norðurhluta Íraks, þar af 46 af tyrkneskum uppruna, voru teknir höndum þegar hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins réðust inn í borgina í júní síðastliðnum. Meðal gíslanna voru diplómatar og fjölskyldur þeirra, þar á meðal fjöldi barna, og hermenn sem sinntu öryggisgæslu á sendiskrifstofunni. Í fjóra mánuði hafa tyrknesk stjórnvöld leitaað leiða til að fá borgurum sínum sleppt og hafa neitað að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum vegna þessa.Neita að hafa borgað lausnargjald Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, tilkynnti í morgun að gíslunum hefði verið sleppt og að tyrkneska leyniþjónusan hafi fylgt fólkinu til Tyrklands. Það er að sögn við góða heilsu og braust fram mikil hamingja þegar fólkið hitti ættingja sína á flugvellinum í Ankara í morgun. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hrósaði forsætisráðherranum og kollegum hans fyrir að hafa tekist að frelsa Tyrkina í Írak. Hann sagði að áætlunin hefði verið þaulskipulögð. Erdogan vildi ekkert gefa upp um hvort að tyrknesk stjórnvöld hafi borgað hryðjuverkasamtökunum fyrir að sleppa gíslunum. Vestrænir fjölmiðlar telja líklegt að svo sé því gíslunum var sleppt án átaka. Landamæri Tyrklands liggja að norðurhluta Íraks. 30 tyrkenskir flutningabílstjórar voru teknir höndum af hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkisins í júní í sumar en var sleppt mánuði síðar eftir að samninga tókust. Vígamenn íslamska ríkisins hafa hertekið stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi. Talið er að fjöldi hermanna sem samtökin hafi yfir að ráða sé um 30 þúsund. Bandaríkjaher hefur gert yfir 170 lofrárásir í Írak frá því í ágúst. Frakkar gerðu sína fyrstu loftárás á svæðinu í gær. Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Tæplega 50 tyrkneskum gíslum sem hefur verið haldið föngum af hryðjuverkamönnum Íslamska ríkisins í Írak var sleppt í morgun. Forsætisráðherra Tyrklands segir að þaulskipulögð áætlun hafi gengið eftir og neitar að hryðjuverkamönnunum hafi verið borgað lausnargjald. 49 starfsmenn sendiskrifstofu Tyrklands í borginni Monsul í norðurhluta Íraks, þar af 46 af tyrkneskum uppruna, voru teknir höndum þegar hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins réðust inn í borgina í júní síðastliðnum. Meðal gíslanna voru diplómatar og fjölskyldur þeirra, þar á meðal fjöldi barna, og hermenn sem sinntu öryggisgæslu á sendiskrifstofunni. Í fjóra mánuði hafa tyrknesk stjórnvöld leitaað leiða til að fá borgurum sínum sleppt og hafa neitað að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum vegna þessa.Neita að hafa borgað lausnargjald Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, tilkynnti í morgun að gíslunum hefði verið sleppt og að tyrkneska leyniþjónusan hafi fylgt fólkinu til Tyrklands. Það er að sögn við góða heilsu og braust fram mikil hamingja þegar fólkið hitti ættingja sína á flugvellinum í Ankara í morgun. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hrósaði forsætisráðherranum og kollegum hans fyrir að hafa tekist að frelsa Tyrkina í Írak. Hann sagði að áætlunin hefði verið þaulskipulögð. Erdogan vildi ekkert gefa upp um hvort að tyrknesk stjórnvöld hafi borgað hryðjuverkasamtökunum fyrir að sleppa gíslunum. Vestrænir fjölmiðlar telja líklegt að svo sé því gíslunum var sleppt án átaka. Landamæri Tyrklands liggja að norðurhluta Íraks. 30 tyrkenskir flutningabílstjórar voru teknir höndum af hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkisins í júní í sumar en var sleppt mánuði síðar eftir að samninga tókust. Vígamenn íslamska ríkisins hafa hertekið stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi. Talið er að fjöldi hermanna sem samtökin hafi yfir að ráða sé um 30 þúsund. Bandaríkjaher hefur gert yfir 170 lofrárásir í Írak frá því í ágúst. Frakkar gerðu sína fyrstu loftárás á svæðinu í gær.
Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Sjá meira