Tyrkneskum gíslum sleppt Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. september 2014 13:31 Vísir/AFP Tæplega 50 tyrkneskum gíslum sem hefur verið haldið föngum af hryðjuverkamönnum Íslamska ríkisins í Írak var sleppt í morgun. Forsætisráðherra Tyrklands segir að þaulskipulögð áætlun hafi gengið eftir og neitar að hryðjuverkamönnunum hafi verið borgað lausnargjald. 49 starfsmenn sendiskrifstofu Tyrklands í borginni Monsul í norðurhluta Íraks, þar af 46 af tyrkneskum uppruna, voru teknir höndum þegar hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins réðust inn í borgina í júní síðastliðnum. Meðal gíslanna voru diplómatar og fjölskyldur þeirra, þar á meðal fjöldi barna, og hermenn sem sinntu öryggisgæslu á sendiskrifstofunni. Í fjóra mánuði hafa tyrknesk stjórnvöld leitaað leiða til að fá borgurum sínum sleppt og hafa neitað að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum vegna þessa.Neita að hafa borgað lausnargjald Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, tilkynnti í morgun að gíslunum hefði verið sleppt og að tyrkneska leyniþjónusan hafi fylgt fólkinu til Tyrklands. Það er að sögn við góða heilsu og braust fram mikil hamingja þegar fólkið hitti ættingja sína á flugvellinum í Ankara í morgun. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hrósaði forsætisráðherranum og kollegum hans fyrir að hafa tekist að frelsa Tyrkina í Írak. Hann sagði að áætlunin hefði verið þaulskipulögð. Erdogan vildi ekkert gefa upp um hvort að tyrknesk stjórnvöld hafi borgað hryðjuverkasamtökunum fyrir að sleppa gíslunum. Vestrænir fjölmiðlar telja líklegt að svo sé því gíslunum var sleppt án átaka. Landamæri Tyrklands liggja að norðurhluta Íraks. 30 tyrkenskir flutningabílstjórar voru teknir höndum af hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkisins í júní í sumar en var sleppt mánuði síðar eftir að samninga tókust. Vígamenn íslamska ríkisins hafa hertekið stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi. Talið er að fjöldi hermanna sem samtökin hafi yfir að ráða sé um 30 þúsund. Bandaríkjaher hefur gert yfir 170 lofrárásir í Írak frá því í ágúst. Frakkar gerðu sína fyrstu loftárás á svæðinu í gær. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Tæplega 50 tyrkneskum gíslum sem hefur verið haldið föngum af hryðjuverkamönnum Íslamska ríkisins í Írak var sleppt í morgun. Forsætisráðherra Tyrklands segir að þaulskipulögð áætlun hafi gengið eftir og neitar að hryðjuverkamönnunum hafi verið borgað lausnargjald. 49 starfsmenn sendiskrifstofu Tyrklands í borginni Monsul í norðurhluta Íraks, þar af 46 af tyrkneskum uppruna, voru teknir höndum þegar hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins réðust inn í borgina í júní síðastliðnum. Meðal gíslanna voru diplómatar og fjölskyldur þeirra, þar á meðal fjöldi barna, og hermenn sem sinntu öryggisgæslu á sendiskrifstofunni. Í fjóra mánuði hafa tyrknesk stjórnvöld leitaað leiða til að fá borgurum sínum sleppt og hafa neitað að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum vegna þessa.Neita að hafa borgað lausnargjald Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, tilkynnti í morgun að gíslunum hefði verið sleppt og að tyrkneska leyniþjónusan hafi fylgt fólkinu til Tyrklands. Það er að sögn við góða heilsu og braust fram mikil hamingja þegar fólkið hitti ættingja sína á flugvellinum í Ankara í morgun. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hrósaði forsætisráðherranum og kollegum hans fyrir að hafa tekist að frelsa Tyrkina í Írak. Hann sagði að áætlunin hefði verið þaulskipulögð. Erdogan vildi ekkert gefa upp um hvort að tyrknesk stjórnvöld hafi borgað hryðjuverkasamtökunum fyrir að sleppa gíslunum. Vestrænir fjölmiðlar telja líklegt að svo sé því gíslunum var sleppt án átaka. Landamæri Tyrklands liggja að norðurhluta Íraks. 30 tyrkenskir flutningabílstjórar voru teknir höndum af hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkisins í júní í sumar en var sleppt mánuði síðar eftir að samninga tókust. Vígamenn íslamska ríkisins hafa hertekið stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi. Talið er að fjöldi hermanna sem samtökin hafi yfir að ráða sé um 30 þúsund. Bandaríkjaher hefur gert yfir 170 lofrárásir í Írak frá því í ágúst. Frakkar gerðu sína fyrstu loftárás á svæðinu í gær.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira