Tyrkneskum gíslum sleppt Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. september 2014 13:31 Vísir/AFP Tæplega 50 tyrkneskum gíslum sem hefur verið haldið föngum af hryðjuverkamönnum Íslamska ríkisins í Írak var sleppt í morgun. Forsætisráðherra Tyrklands segir að þaulskipulögð áætlun hafi gengið eftir og neitar að hryðjuverkamönnunum hafi verið borgað lausnargjald. 49 starfsmenn sendiskrifstofu Tyrklands í borginni Monsul í norðurhluta Íraks, þar af 46 af tyrkneskum uppruna, voru teknir höndum þegar hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins réðust inn í borgina í júní síðastliðnum. Meðal gíslanna voru diplómatar og fjölskyldur þeirra, þar á meðal fjöldi barna, og hermenn sem sinntu öryggisgæslu á sendiskrifstofunni. Í fjóra mánuði hafa tyrknesk stjórnvöld leitaað leiða til að fá borgurum sínum sleppt og hafa neitað að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum vegna þessa.Neita að hafa borgað lausnargjald Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, tilkynnti í morgun að gíslunum hefði verið sleppt og að tyrkneska leyniþjónusan hafi fylgt fólkinu til Tyrklands. Það er að sögn við góða heilsu og braust fram mikil hamingja þegar fólkið hitti ættingja sína á flugvellinum í Ankara í morgun. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hrósaði forsætisráðherranum og kollegum hans fyrir að hafa tekist að frelsa Tyrkina í Írak. Hann sagði að áætlunin hefði verið þaulskipulögð. Erdogan vildi ekkert gefa upp um hvort að tyrknesk stjórnvöld hafi borgað hryðjuverkasamtökunum fyrir að sleppa gíslunum. Vestrænir fjölmiðlar telja líklegt að svo sé því gíslunum var sleppt án átaka. Landamæri Tyrklands liggja að norðurhluta Íraks. 30 tyrkenskir flutningabílstjórar voru teknir höndum af hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkisins í júní í sumar en var sleppt mánuði síðar eftir að samninga tókust. Vígamenn íslamska ríkisins hafa hertekið stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi. Talið er að fjöldi hermanna sem samtökin hafi yfir að ráða sé um 30 þúsund. Bandaríkjaher hefur gert yfir 170 lofrárásir í Írak frá því í ágúst. Frakkar gerðu sína fyrstu loftárás á svæðinu í gær. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Tæplega 50 tyrkneskum gíslum sem hefur verið haldið föngum af hryðjuverkamönnum Íslamska ríkisins í Írak var sleppt í morgun. Forsætisráðherra Tyrklands segir að þaulskipulögð áætlun hafi gengið eftir og neitar að hryðjuverkamönnunum hafi verið borgað lausnargjald. 49 starfsmenn sendiskrifstofu Tyrklands í borginni Monsul í norðurhluta Íraks, þar af 46 af tyrkneskum uppruna, voru teknir höndum þegar hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins réðust inn í borgina í júní síðastliðnum. Meðal gíslanna voru diplómatar og fjölskyldur þeirra, þar á meðal fjöldi barna, og hermenn sem sinntu öryggisgæslu á sendiskrifstofunni. Í fjóra mánuði hafa tyrknesk stjórnvöld leitaað leiða til að fá borgurum sínum sleppt og hafa neitað að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn hryðjuverkasamtökunum vegna þessa.Neita að hafa borgað lausnargjald Ahmet Davutoglu, forsætisráðherra Tyrklands, tilkynnti í morgun að gíslunum hefði verið sleppt og að tyrkneska leyniþjónusan hafi fylgt fólkinu til Tyrklands. Það er að sögn við góða heilsu og braust fram mikil hamingja þegar fólkið hitti ættingja sína á flugvellinum í Ankara í morgun. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hrósaði forsætisráðherranum og kollegum hans fyrir að hafa tekist að frelsa Tyrkina í Írak. Hann sagði að áætlunin hefði verið þaulskipulögð. Erdogan vildi ekkert gefa upp um hvort að tyrknesk stjórnvöld hafi borgað hryðjuverkasamtökunum fyrir að sleppa gíslunum. Vestrænir fjölmiðlar telja líklegt að svo sé því gíslunum var sleppt án átaka. Landamæri Tyrklands liggja að norðurhluta Íraks. 30 tyrkenskir flutningabílstjórar voru teknir höndum af hryðjuverkasamtökum Íslamska ríkisins í júní í sumar en var sleppt mánuði síðar eftir að samninga tókust. Vígamenn íslamska ríkisins hafa hertekið stór landsvæði í Írak og í Sýrlandi. Talið er að fjöldi hermanna sem samtökin hafi yfir að ráða sé um 30 þúsund. Bandaríkjaher hefur gert yfir 170 lofrárásir í Írak frá því í ágúst. Frakkar gerðu sína fyrstu loftárás á svæðinu í gær.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira