Lögreglumaður grunaður um brot í starfi: „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 30. september 2014 20:02 Lögreglumaðurinn er talinn hafa brotið af sér með alvarlegum hætti í starfi. Brotið snýr þó ekki að skjólstæðingum lögreglunnar. Mynd tengist frétt ekki beint. Vísir / Haraldur Grunur leikur á að lögreglumaður við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði hafi brotið af sér í starfi með alvarlegum hætti. Málið kom upp í lok ágúst og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið. „Ég vil helst ekki tjá mig um það á þessu stigi, þetta er bara til rannsóknar,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, aðspurður um eðli brotsins. „Þetta snýst um innri málefni og er að okkar mati mjög alvarlegt.“ Jónas segir þó brotið ekki snúa beint að skjólstæðingum lögreglunnar. „Þetta snýst ekki um þriðja aðila, snýst ekki um fólkið sem við erum að þjóna beint en er samt ömurlegt,“ segir hann. Lögreglumaðurinn sem um ræðir hefur enn ekki verið yfirheyrður og ekki ljóst hvenær skýrsla verðu tekin af honum. Ekki liggur því fyrir hvort lögreglumaðurinn gangist við brotunum sem grunur er uppi um að hann hafi framið. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Jónas en lögreglumanninum hefur verið vikið tímabundið frá störfum. Ekki liggur fyrir hvenær rannsókn málsins líkur en hún er umfangsmikil. „Við erum að safna gögnum og skoða ákveðna ferla. Þetta tekur sinn tíma,“ segir hann. Grunur um brotin vöknuðu innan embættis lögreglustjórans á Seyðisfirði. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Grunur leikur á að lögreglumaður við embætti lögreglunnar á Seyðisfirði hafi brotið af sér í starfi með alvarlegum hætti. Málið kom upp í lok ágúst og var tilkynnt til ríkissaksóknara sem fól í framhaldinu lögreglunni á Eskifirði að rannsaka málið. „Ég vil helst ekki tjá mig um það á þessu stigi, þetta er bara til rannsóknar,“ segir Jónas Wilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Eskifirði, aðspurður um eðli brotsins. „Þetta snýst um innri málefni og er að okkar mati mjög alvarlegt.“ Jónas segir þó brotið ekki snúa beint að skjólstæðingum lögreglunnar. „Þetta snýst ekki um þriðja aðila, snýst ekki um fólkið sem við erum að þjóna beint en er samt ömurlegt,“ segir hann. Lögreglumaðurinn sem um ræðir hefur enn ekki verið yfirheyrður og ekki ljóst hvenær skýrsla verðu tekin af honum. Ekki liggur því fyrir hvort lögreglumaðurinn gangist við brotunum sem grunur er uppi um að hann hafi framið. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ segir Jónas en lögreglumanninum hefur verið vikið tímabundið frá störfum. Ekki liggur fyrir hvenær rannsókn málsins líkur en hún er umfangsmikil. „Við erum að safna gögnum og skoða ákveðna ferla. Þetta tekur sinn tíma,“ segir hann. Grunur um brotin vöknuðu innan embættis lögreglustjórans á Seyðisfirði.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira