Fólk í London tilbúið að gefa barnið sitt fyrir frítt Wi-Fi Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. september 2014 12:14 Ókeypis Wi-Fi getur verið gulls ígildi í stórborgum. Vísir/getty Að komast í góða nettengingu í stórborgum er oft enginn hægðarleikur. Víða er boðið upp á ókeypis aðgang að netinu. Fólk þarf þá að samþykkja skilmála fyrirtækja og jafnvel stundum horfa á auglýsingar. Algengt er að þeir sem tengjast netinu á þennan hátt, í gegnum ókeypis Wi-Fi, lesi ekki skilmálana sem þeir þurfa að samþykkja áður en þeir tengjast. Í niðurstöðum tilraunar sem finnska fyrirtækið F-Secure gerði í London í júni – og voru birtar í síðustu viku – kemur fram að sex manns voru tilbúnir að gefa elsta barnið sitt fyrir að fá að tengjast netinu frítt. F-Secure naut aðstoðar Europol við framkvæmd tilraunarinnar. Talsmaður fyrirtækisins segir að fyrirtækið muni ekki nýta sér forræðið yfir börnum fólksins. Tilraunin þykir sýna að margir samþykkja skilmála án þess að lesa þá. „Þar sem þetta var tilraun ætlum við að skila forræðinu aftur til foreldranna,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem birtist í frétt Guardian um málið. Í frétt Guardian kemur fram að búnaðurinn sem notaður var til þess að búa til nettengingu fyrir símanotendur var ódýr og að margir tölvuþrjótar gætu sett upp svona tengingu og komist yfir lykilorð og viðkvæm gögn í símum þeirra sem tengdust. Í niðurstöðum rannsóknar F-Secure kemur fram að rannsakendur telji að auka þurfi fræðslu yfir Wi-Fi nettengingar. Þeir telja að auka þurfi gegnsæi í opnum tengingum.Washington Post hefur einnig fjallað um málið. Í þeirri umfjöllun voru ýmsar niðurstöður ýmissa annarra rannsókna, sem fjalla um svipuð mál, rifjaðar upp. Til dæmis að 12 prósent fullorðinna vilji frekar lesa símaskrána en skilamála sem þeir samþykkja á netinu. Í niðurstöðum sömu rannsóknar kemur fram að 56 prósent manns vilji frekar lesa leiðbeiningabæklinga og kreditkortayfirlit en skilmála á netinu. Í frétt Washington Post kemur einnig fram að ef meðal einstaklingur myndi lesa alla þá skilmála sem hann samþykkir myndi hann eyða 76 dögum á ári í að lesa þá. Einnig hefur komið fram að lesskilningur fólks er minni í gegnum netið en marga grunar. Í niðurstöðum rannsóknar frá 2008 kemur fram að fólk les um 20 prósent af orðum sem það telur sig hafa lesið í gegnum netið. Þar segir að fólk skimi hratt yfir texta og kafi ekki nægilega djúpt ofan í merkingu hans. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Að komast í góða nettengingu í stórborgum er oft enginn hægðarleikur. Víða er boðið upp á ókeypis aðgang að netinu. Fólk þarf þá að samþykkja skilmála fyrirtækja og jafnvel stundum horfa á auglýsingar. Algengt er að þeir sem tengjast netinu á þennan hátt, í gegnum ókeypis Wi-Fi, lesi ekki skilmálana sem þeir þurfa að samþykkja áður en þeir tengjast. Í niðurstöðum tilraunar sem finnska fyrirtækið F-Secure gerði í London í júni – og voru birtar í síðustu viku – kemur fram að sex manns voru tilbúnir að gefa elsta barnið sitt fyrir að fá að tengjast netinu frítt. F-Secure naut aðstoðar Europol við framkvæmd tilraunarinnar. Talsmaður fyrirtækisins segir að fyrirtækið muni ekki nýta sér forræðið yfir börnum fólksins. Tilraunin þykir sýna að margir samþykkja skilmála án þess að lesa þá. „Þar sem þetta var tilraun ætlum við að skila forræðinu aftur til foreldranna,“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins, sem birtist í frétt Guardian um málið. Í frétt Guardian kemur fram að búnaðurinn sem notaður var til þess að búa til nettengingu fyrir símanotendur var ódýr og að margir tölvuþrjótar gætu sett upp svona tengingu og komist yfir lykilorð og viðkvæm gögn í símum þeirra sem tengdust. Í niðurstöðum rannsóknar F-Secure kemur fram að rannsakendur telji að auka þurfi fræðslu yfir Wi-Fi nettengingar. Þeir telja að auka þurfi gegnsæi í opnum tengingum.Washington Post hefur einnig fjallað um málið. Í þeirri umfjöllun voru ýmsar niðurstöður ýmissa annarra rannsókna, sem fjalla um svipuð mál, rifjaðar upp. Til dæmis að 12 prósent fullorðinna vilji frekar lesa símaskrána en skilamála sem þeir samþykkja á netinu. Í niðurstöðum sömu rannsóknar kemur fram að 56 prósent manns vilji frekar lesa leiðbeiningabæklinga og kreditkortayfirlit en skilmála á netinu. Í frétt Washington Post kemur einnig fram að ef meðal einstaklingur myndi lesa alla þá skilmála sem hann samþykkir myndi hann eyða 76 dögum á ári í að lesa þá. Einnig hefur komið fram að lesskilningur fólks er minni í gegnum netið en marga grunar. Í niðurstöðum rannsóknar frá 2008 kemur fram að fólk les um 20 prósent af orðum sem það telur sig hafa lesið í gegnum netið. Þar segir að fólk skimi hratt yfir texta og kafi ekki nægilega djúpt ofan í merkingu hans.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira