Lífið

Fyrsta myndin úr brúðkaupi Amal og Clooney

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nýbökuðu hjónin George Clooney og Amal Alamuddin prýða forsíðu tímaritsins People sem kemur í verslanir vestan hafs á morgun. Inni í tímaritinu eru síðan 25 myndir úr brúðkaupi hjónanna sem fór fram í Feneyjum síðustu helgi.

George og Amal voru gefin saman á glæsilegu hóteli, Aman Canal Grande Venice, og voru gestirnir um hundrað talsins.

Aðspurður um hjónabandið segir George að það „sé ansi hreint frábært,“ í samtali við tímaritið. Móðir Amal, Baria, tjáir sig einnig um herlegheitin.

„George og Amal geisluðu af ást allt kvöldið. Brúðkaupið var ótrúlega sérstakt, það var goðsagnakennt. Þessir þrír dagar - vinirnir, fjölskyldan, andrúmsloftið, allt - verður mér nærri restina af lífi mínu,“ segir hún í viðtali við People.

Þá er líka fjallað um brúðkaupsfötin í tímaritinu. George klæddist svörtum smóking úr smiðju Giorgio Armani en Amal klæddist blúndukjól frá Oscar de la Renta.

George og Amal fengu Noru Sagal, dóttur vina þeirra, til að syngja lagið Always við athöfnina en það er lagið sem foreldrar leikarans, Nick og Nina, dönsuðu við í brúðkaupinu sínu. Fyrsti dans George og Amal sem hjón var dansaður við lagið Why Shouldn't I?

Gestir brúðkaupsins voru síðan leystir út með gjöfum, þar á meðal með iPod-um með lagalista sem Amal og George bjuggu til.


Tengdar fréttir

Gifta sig í Feneyjum

Styttist í stóra daginn hjá George Clooney og Amal Alamuddin.

Amal er ekki ólétt

Sögusagnir um barneignir George Clooney og unnustu hans ekki sannar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.