Töluverð andstaða við breytingar á áfengissölu Heimir Már Pétursson skrifar 9. október 2014 18:20 Vilhjálmur Árnason óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Vísir/Anton Nokkur andstaða er við það innan allra flokka á Alþingi að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Flestir þeirra sem eru málinu andsnúnir telja að áfengisneysla myndi aukast ef sala þess yrði heimiluð í almennum verslunum. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir frumvarpi sínu um sölu áfengis í matvöruverslunum á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur nokkurs stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins en verulegar efasemdir eru meðal þingmanna annarra flokka um að það sé til góða að auka frjálsræði í sölu áfengis, ekki hvað síst innan samstarfsflokks Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði erlendar rannsóknir sýna að aukið frjálsræði í sölu áfengis leiddi til aukinnar neyslu á því ekki hvað síst hjá ungu fólki. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist í umræðum um málið á Alþingi í dag enn vera að melta málið, þótt hann hallaðist að því nú að styðja frumvarpið. Hann teldi ekki mikla hættu á því að drykkja unglinga myndi aukast við það að áfengi yrði selt í matvöruverslunum. Hann væri þó ekki endanlega búinn að gera upp hug sinn í málinu. Þingmenn flestra flokka tóku undir áhyggjur Frosta. Þeirra á meðal er Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem sagði allt benda til að drykkja og vandamál henni tengd myndu aukast við aukið frjálsræði í sölu á áfengi. Aðrir þingmenn eins og Guðbjartur Hannesson Samfylkingu og Ögmundur Jónasson Vinstri grænum deildu þessum áhyggjum með Páli Vali. Það gerði Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins líka og benti á að mjög ungt fólk ynni við afgreiðslustörf í stórmörkuðum. Hún hefði áhyggjur af eftirliti með aldri þeirra sem keyptu áfengi. Vilhjálmur óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Tekist hefur verið á um það á Alþingi til hvaða nefnda þingsins málið á að fara, en ljóst er að hvar sem það endar muni það fá ítarlega umfjöllun í nefnd eða nefndum áður en því verður hleyft aftur inn til þings til umræðu þar. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Nokkur andstaða er við það innan allra flokka á Alþingi að heimila sölu á áfengi í matvöruverslunum. Flestir þeirra sem eru málinu andsnúnir telja að áfengisneysla myndi aukast ef sala þess yrði heimiluð í almennum verslunum. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir frumvarpi sínu um sölu áfengis í matvöruverslunum á Alþingi í dag. Frumvarpið nýtur nokkurs stuðnings innan Sjálfstæðisflokksins en verulegar efasemdir eru meðal þingmanna annarra flokka um að það sé til góða að auka frjálsræði í sölu áfengis, ekki hvað síst innan samstarfsflokks Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins sagði erlendar rannsóknir sýna að aukið frjálsræði í sölu áfengis leiddi til aukinnar neyslu á því ekki hvað síst hjá ungu fólki. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagðist í umræðum um málið á Alþingi í dag enn vera að melta málið, þótt hann hallaðist að því nú að styðja frumvarpið. Hann teldi ekki mikla hættu á því að drykkja unglinga myndi aukast við það að áfengi yrði selt í matvöruverslunum. Hann væri þó ekki endanlega búinn að gera upp hug sinn í málinu. Þingmenn flestra flokka tóku undir áhyggjur Frosta. Þeirra á meðal er Páll Valur Björnsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem sagði allt benda til að drykkja og vandamál henni tengd myndu aukast við aukið frjálsræði í sölu á áfengi. Aðrir þingmenn eins og Guðbjartur Hannesson Samfylkingu og Ögmundur Jónasson Vinstri grænum deildu þessum áhyggjum með Páli Vali. Það gerði Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins líka og benti á að mjög ungt fólk ynni við afgreiðslustörf í stórmörkuðum. Hún hefði áhyggjur af eftirliti með aldri þeirra sem keyptu áfengi. Vilhjálmur óttast ekki aukið aðgengi að áfengi og áréttar að frumvarp hans geri ráð fyrir auknum framlögum til áfengisvarna. Tekist hefur verið á um það á Alþingi til hvaða nefnda þingsins málið á að fara, en ljóst er að hvar sem það endar muni það fá ítarlega umfjöllun í nefnd eða nefndum áður en því verður hleyft aftur inn til þings til umræðu þar.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira