Óli Jóh og Sigurbjörn gerðu þriggja ára samning við Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2014 18:30 Ólafur Jóhannesson (t.h.) verður á hliðarlínunni á Vodafone-vellinum næsta sumar. Vísir/Vilhelm Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá félaginu, en fyrr í dag greindi Vísir frá því að þeir myndu skrifa undir hjá Val í dag. Ólafur og Sigurbjörn taka við af Magnúsi Gylfasyni sem hefur stýrt Val síðastliðin tvö ár. „Það er spennandi áskorun að þjálfa Val og get ég ekki beðið eftir að byrja vinna með strákunum. Í mínum huga á Valur að keppa til sigurs í öllum mótum sem liðið tekur þátt í, alltaf,“ segir Ólafur í tilkynningunni. Hann er einn reyndasti þjálfari landsins, en hann gerði FH m.a. að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð (2004-2006) og bikarmeisturum 2007. Ólafur tók við íslenska karlalandsliðinu haustið 2007 og stýrði því í fjögur ár. Ólafur þjálfaði Hauka í 1. deildinni 2012 og 2013, en aðstoðarmaður hans bæði árin var Sigurbjörn Hreiðarsson. Sama fyrirkomulag verður hjá Val, þar sem Sigurbjörn verður aðstoðarþjálfari Ólafs. Sigurbjörn er einn dáðasti leikmaður í sögu Vals, en hann lék yfir 300 leiki með félaginu. Hann varð Íslandsmeistari með Val 2007 og bikarmeistari 1992 og 2005. Sigurbjörn var, sem áður sagði, aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Haukum 2012-2013, og tók alfarið við liðinu haustið 2013 og stýrði því í 1. deildinni í sumar. „Mjög spennandi og jafnframt krefjandi verkefni að vera kominn aftur á Hlíðarenda. Hef haldið hollri fjarlægð síðustu ár og hungrar að taka slaginn aftur í Val með Óla og reyna virkja vel þá Valsmenn sem eru út um allt. „Það er mikið verk fyrir höndum og það þarf þolinmæði. Ef stuðningsmenn, stjórn, leikmenn og þjálfarar ganga allir í takt og virka sem ein heild getum við komið Val aftur í toppbaráttu, þar sem við teljum okkur eiga heima,“ er haft eftir Sigurbirni í tilkynningunni.Sigurbjörn er kominn aftur á Hlíðarenda.Vísir/DaníelÞar kemur einnig fram að Salih Heimir Porcha muni taka við öðrum flokki Vals og Matthías Guðmundsson við þriðja flokki, en þeir eru báðir fyrrverandi leikmenn félagsins. Þá var einnig tilkynnt um að vinstri bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson hefði skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Val. „Ég ætla að taka þátt í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru og get ekki beðið eftir að byrja að æfa hjá Óla og Bjössa. Eins líst mér rosalega vel á þá stefnu sem mér hefur verið kynnt af stjórn og samstarfi við 2. og 3. flokk,“ segir Bjarni í tilkynningunni, en samkvæmt henni eiga meistaraflokkur og annar og þriðji flokkur „að vinna náið saman til framtíðar og tryggja þannig stöðu Vals sem eins helsta afreksfélags landsins.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús hættur hjá Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í kvöld. 6. október 2014 20:17 Feitustu bitarnir á leikmannamarkaðnum Pepsi-deildinni lauk á laugardaginn og það eru sjö mánuðir í næsta leik. Þangað til gætu margir leikmenn fundið sér nýtt heimili. Fréttablaðið skoðar í dag eftirsóttustu leikmennina á markaðnum. 9. október 2014 09:15 Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16 Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01 Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 3-0 | Guðjón Pétur gerði út um Evrópuvonir Vals Sigur hefði dugað Val upp í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. 4. október 2014 00:01 Fram féll | Víkingur náði Evrópusæti Ótrúlegt tap Fylkismanna á Laugardalsvelli. 4. október 2014 13:00 Óli Jóh og Sigurbjörn skrifa undir hjá Val í dag Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi og gamli fyrirliðinn stýra Valsmönnum næsta sumar. 9. október 2014 15:18 Valsmenn rukka 500 kr. meira á leikdegi Valur tekur á móti FH í 21. umferð Pepsi-deildar karla klukkan 14:00 á sunnudaginn. 23. september 2014 15:29 Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson munu stýra liði Vals í Pepsi-deild karla næstu þrjú árin. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá félaginu, en fyrr í dag greindi Vísir frá því að þeir myndu skrifa undir hjá Val í dag. Ólafur og Sigurbjörn taka við af Magnúsi Gylfasyni sem hefur stýrt Val síðastliðin tvö ár. „Það er spennandi áskorun að þjálfa Val og get ég ekki beðið eftir að byrja vinna með strákunum. Í mínum huga á Valur að keppa til sigurs í öllum mótum sem liðið tekur þátt í, alltaf,“ segir Ólafur í tilkynningunni. Hann er einn reyndasti þjálfari landsins, en hann gerði FH m.a. að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð (2004-2006) og bikarmeisturum 2007. Ólafur tók við íslenska karlalandsliðinu haustið 2007 og stýrði því í fjögur ár. Ólafur þjálfaði Hauka í 1. deildinni 2012 og 2013, en aðstoðarmaður hans bæði árin var Sigurbjörn Hreiðarsson. Sama fyrirkomulag verður hjá Val, þar sem Sigurbjörn verður aðstoðarþjálfari Ólafs. Sigurbjörn er einn dáðasti leikmaður í sögu Vals, en hann lék yfir 300 leiki með félaginu. Hann varð Íslandsmeistari með Val 2007 og bikarmeistari 1992 og 2005. Sigurbjörn var, sem áður sagði, aðstoðarþjálfari Ólafs hjá Haukum 2012-2013, og tók alfarið við liðinu haustið 2013 og stýrði því í 1. deildinni í sumar. „Mjög spennandi og jafnframt krefjandi verkefni að vera kominn aftur á Hlíðarenda. Hef haldið hollri fjarlægð síðustu ár og hungrar að taka slaginn aftur í Val með Óla og reyna virkja vel þá Valsmenn sem eru út um allt. „Það er mikið verk fyrir höndum og það þarf þolinmæði. Ef stuðningsmenn, stjórn, leikmenn og þjálfarar ganga allir í takt og virka sem ein heild getum við komið Val aftur í toppbaráttu, þar sem við teljum okkur eiga heima,“ er haft eftir Sigurbirni í tilkynningunni.Sigurbjörn er kominn aftur á Hlíðarenda.Vísir/DaníelÞar kemur einnig fram að Salih Heimir Porcha muni taka við öðrum flokki Vals og Matthías Guðmundsson við þriðja flokki, en þeir eru báðir fyrrverandi leikmenn félagsins. Þá var einnig tilkynnt um að vinstri bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson hefði skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Val. „Ég ætla að taka þátt í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru og get ekki beðið eftir að byrja að æfa hjá Óla og Bjössa. Eins líst mér rosalega vel á þá stefnu sem mér hefur verið kynnt af stjórn og samstarfi við 2. og 3. flokk,“ segir Bjarni í tilkynningunni, en samkvæmt henni eiga meistaraflokkur og annar og þriðji flokkur „að vinna náið saman til framtíðar og tryggja þannig stöðu Vals sem eins helsta afreksfélags landsins.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Magnús hættur hjá Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í kvöld. 6. október 2014 20:17 Feitustu bitarnir á leikmannamarkaðnum Pepsi-deildinni lauk á laugardaginn og það eru sjö mánuðir í næsta leik. Þangað til gætu margir leikmenn fundið sér nýtt heimili. Fréttablaðið skoðar í dag eftirsóttustu leikmennina á markaðnum. 9. október 2014 09:15 Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16 Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01 Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 3-0 | Guðjón Pétur gerði út um Evrópuvonir Vals Sigur hefði dugað Val upp í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. 4. október 2014 00:01 Fram féll | Víkingur náði Evrópusæti Ótrúlegt tap Fylkismanna á Laugardalsvelli. 4. október 2014 13:00 Óli Jóh og Sigurbjörn skrifa undir hjá Val í dag Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi og gamli fyrirliðinn stýra Valsmönnum næsta sumar. 9. október 2014 15:18 Valsmenn rukka 500 kr. meira á leikdegi Valur tekur á móti FH í 21. umferð Pepsi-deildar karla klukkan 14:00 á sunnudaginn. 23. september 2014 15:29 Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Sjá meira
Magnús hættur hjá Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu félagsins í kvöld. 6. október 2014 20:17
Feitustu bitarnir á leikmannamarkaðnum Pepsi-deildinni lauk á laugardaginn og það eru sjö mánuðir í næsta leik. Þangað til gætu margir leikmenn fundið sér nýtt heimili. Fréttablaðið skoðar í dag eftirsóttustu leikmennina á markaðnum. 9. október 2014 09:15
Magnús Gylfason hættur með Val Magnús Gylfason er hættur sem þjálfari Vals í Pepsí deild karla í fótbolta en greint er frá þessu á vefsíðunni 433.is. 5. október 2014 12:16
Hreinsanir á Hlíðarenda - samningum þriggja leikmanna sagt upp Valsmenn hafa sagt upp samningum við þrjá leikmenn og þar á meðal er hinn uppaldi Bjarni Ólafur Eiríksson sem hefur aldrei spilað fyrir annað íslenskt lið. 8. október 2014 13:06
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - FH 1-4 | Afmælisbarnið með leik upp á tíu Afmælisbarnið Atli Guðnason fór á kostum og skoraði þrennu þegar FH valtaði yfir Val í síðari hálfleik. 28. september 2014 00:01
Donni hættir líka hjá Val Halldór Jón Sigurðsson, þekktastur undir gælunafninu Donni, verður ekki áfram í þjálfarateymi Vals. Donni var aðstoðarþjálfari Magnúsar Gylfasonar. 7. október 2014 13:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 3-0 | Guðjón Pétur gerði út um Evrópuvonir Vals Sigur hefði dugað Val upp í fjórða sæti Pepsi-deildarinnar. 4. október 2014 00:01
Fram féll | Víkingur náði Evrópusæti Ótrúlegt tap Fylkismanna á Laugardalsvelli. 4. október 2014 13:00
Óli Jóh og Sigurbjörn skrifa undir hjá Val í dag Landsliðsþjálfarinn fyrrverandi og gamli fyrirliðinn stýra Valsmönnum næsta sumar. 9. október 2014 15:18
Valsmenn rukka 500 kr. meira á leikdegi Valur tekur á móti FH í 21. umferð Pepsi-deildar karla klukkan 14:00 á sunnudaginn. 23. september 2014 15:29