Pahars: Engir brandarar á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 9. október 2014 17:01 Pahars á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Valli Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, hrósaði landsliði Íslands á blaðamannafundi sínum á Skonto-leikvanginum nú síðdegis. Hann segist einnig afar hrifinn af þjálfaranum Lars Lagerbäck. „Ísland er með gott lið fyrst og fremst. Það eru góðir leikmenn í liðinu og það er afar vel þjálfað. Við höfum ekki áhyggjur af einstökum leikmönnum heldur af því hvernig liðið spilar sem heild,“ sagði Pahars í dag. „Lars er frábær þjálfari og verður gott að fá að mæta honum. Ég hitti hann nýlega á ráðstefnu í St. Pétursborg. Við áttum þar gott spjall og hann sagði nokkra brandara. Það verða þó engir brandarar sagðir á morgun - þá tekur alvaran við.“ Pahars sagði að það væri margir góðir leikmenn í íslenska liðinu og nefndi sérstaklega þá Gylfa Þór Sigurðsson, Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason. En hann gerði lítið úr þeirri staðreynd að Lettland hafi gengið vel að verjast í síðustu leikjum sínum og haldið hreinu í nokkrum í röð. „Það er ekki tölfræði sem ég skoða sérstaklega fyrir þennan leik. Eina tölfræðin sem ég hef áhuga á er að við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn. Við viljum fyrst og fremst fá góð úrslit.“ Hann sagði erfitt að meta möguleika Íslands á að komast upp úr riðlinum. „Það kemur betur í ljós eftir næstu tvo leiki. Sigurinn á Tyrklandi var mikilvægur en þessi leikur og sá næsti mun hafa mikið að segja um framhaldið.“ Pahars sagðist enn fremur ekki hafa áhyggjur af liðinu vegna fjarveru lykilmanna sem margir eiga við meiðsli að stríða. „Ég er einfaldlega ekki að hugsa um þá leikmenn. Svo einfalt er það.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Fleiri fréttir Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira
Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, hrósaði landsliði Íslands á blaðamannafundi sínum á Skonto-leikvanginum nú síðdegis. Hann segist einnig afar hrifinn af þjálfaranum Lars Lagerbäck. „Ísland er með gott lið fyrst og fremst. Það eru góðir leikmenn í liðinu og það er afar vel þjálfað. Við höfum ekki áhyggjur af einstökum leikmönnum heldur af því hvernig liðið spilar sem heild,“ sagði Pahars í dag. „Lars er frábær þjálfari og verður gott að fá að mæta honum. Ég hitti hann nýlega á ráðstefnu í St. Pétursborg. Við áttum þar gott spjall og hann sagði nokkra brandara. Það verða þó engir brandarar sagðir á morgun - þá tekur alvaran við.“ Pahars sagði að það væri margir góðir leikmenn í íslenska liðinu og nefndi sérstaklega þá Gylfa Þór Sigurðsson, Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason. En hann gerði lítið úr þeirri staðreynd að Lettland hafi gengið vel að verjast í síðustu leikjum sínum og haldið hreinu í nokkrum í röð. „Það er ekki tölfræði sem ég skoða sérstaklega fyrir þennan leik. Eina tölfræðin sem ég hef áhuga á er að við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn. Við viljum fyrst og fremst fá góð úrslit.“ Hann sagði erfitt að meta möguleika Íslands á að komast upp úr riðlinum. „Það kemur betur í ljós eftir næstu tvo leiki. Sigurinn á Tyrklandi var mikilvægur en þessi leikur og sá næsti mun hafa mikið að segja um framhaldið.“ Pahars sagðist enn fremur ekki hafa áhyggjur af liðinu vegna fjarveru lykilmanna sem margir eiga við meiðsli að stríða. „Ég er einfaldlega ekki að hugsa um þá leikmenn. Svo einfalt er það.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Fleiri fréttir Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sjá meira
Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00
Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45
Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37
„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43