Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2014 21:45 Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu fimm fyrirtækja, Becromals á Akureyri, gagnavers Verne, Kísilfélagsins, Thorsils og GMR Endurvinnslu. Iðnaðarráðherra segir að þetta muni engin áhrif hafa á þau fjárfestingaráform sem nú eru í undirbúningi, eins og kísilver. Ástæða þess að ríkisaðstoðin er talin ólögmæt er annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum voru þegar hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi. Því hafi ekki verið sýnt fram á að ívilnun væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisaðstoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en slíkt er óheimilt samkvæmt reglum EES-samningsins.Becromal á Akureyri gæti þurft að endurgreiða ríkinu 30 milljóna króna ríkisaðstoð.Tvo af fyrirtækjunum hófu aldrei rekstur. Hjá öðrum tveimur nemur áætluð endurgreiðsla ríkisaðstoðar smáum fjárhæðum, en í einu tilviki, Becromal, er áætluð endurgreiðsla á þriðja tug milljóna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þessi niðurstaða ESA ætti ekki að trufla á neinn hátt þær fjárfestingar sem nú eru fyrirhugaðar, eins og kísilver United Silicon í Helguvík, sólarkísilver Silicor Material á Grundartanga og kísilver PCC á Húsavík. „Þetta er algerlega þeim ótengt og hefur ekkert með þau að gera,“ sagði ráðherrann.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.Í fréttatilkynningu ráðuneytisins síðdegis kemur fram að ákvörðun ESA snúi að lögum sem féllu úr gildi í lok árs 2013. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um ívilnanir fyrir nýfjárfestingar á Íslandi. Við gerð þess hafi meðal annars verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem borist höfðu frá ESA. Frumvarpið, sem og þeir fjárfestingarsamningar sem gerðir hafi verið á þessu ári, séu því með fyrirvara um samþykki ESA og hafi ráðuneytið átt í reglubundnum samskiptum við ESA um framgang þeirra mála. Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu fimm fyrirtækja, Becromals á Akureyri, gagnavers Verne, Kísilfélagsins, Thorsils og GMR Endurvinnslu. Iðnaðarráðherra segir að þetta muni engin áhrif hafa á þau fjárfestingaráform sem nú eru í undirbúningi, eins og kísilver. Ástæða þess að ríkisaðstoðin er talin ólögmæt er annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum voru þegar hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi. Því hafi ekki verið sýnt fram á að ívilnun væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisaðstoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en slíkt er óheimilt samkvæmt reglum EES-samningsins.Becromal á Akureyri gæti þurft að endurgreiða ríkinu 30 milljóna króna ríkisaðstoð.Tvo af fyrirtækjunum hófu aldrei rekstur. Hjá öðrum tveimur nemur áætluð endurgreiðsla ríkisaðstoðar smáum fjárhæðum, en í einu tilviki, Becromal, er áætluð endurgreiðsla á þriðja tug milljóna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þessi niðurstaða ESA ætti ekki að trufla á neinn hátt þær fjárfestingar sem nú eru fyrirhugaðar, eins og kísilver United Silicon í Helguvík, sólarkísilver Silicor Material á Grundartanga og kísilver PCC á Húsavík. „Þetta er algerlega þeim ótengt og hefur ekkert með þau að gera,“ sagði ráðherrann.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.Í fréttatilkynningu ráðuneytisins síðdegis kemur fram að ákvörðun ESA snúi að lögum sem féllu úr gildi í lok árs 2013. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um ívilnanir fyrir nýfjárfestingar á Íslandi. Við gerð þess hafi meðal annars verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem borist höfðu frá ESA. Frumvarpið, sem og þeir fjárfestingarsamningar sem gerðir hafi verið á þessu ári, séu því með fyrirvara um samþykki ESA og hafi ráðuneytið átt í reglubundnum samskiptum við ESA um framgang þeirra mála.
Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira