Formúla 1

Ólíklegt að Jules Bianchi nái meðvitund

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Jules Bianchi á götum Mónakó þar sem hann náði í fyrstu stig Marussia fyrr á tímabilinu.
Jules Bianchi á götum Mónakó þar sem hann náði í fyrstu stig Marussia fyrr á tímabilinu. Vísir/Getty
Jules Bianchi lenti í alvarlegu slysi á sunnudag í japanska kappakstrinum. Hann hefur nú verið greindur með alvarlega áverka á heila.

Áverkinn kemur í veg fyrir að sjúklingar nái meðvitund. Yfir 90% sjúklinga ná aldrei meðvitund aftur. Þetta eru skelfilegar fréttir.

„Þetta er erfiður tími fyrir fjölskylda, stuðningskveðjur til Jules hafa borist frá öllum heimshornum og hafa hjálpað,“ sagði í yfirlýsingu frá fjölskyldu ökumannsins.

Prófessorarnir Gerard Saillant og Alessandro Frati eru komnir á sjúkrahúsið til að stjórna meðferðinni.

„Þeir komu í dag og hittu starfsfólkið sem hefur séð um Jules til að fá upplýsingar um framvindu mála. Þeir munu ráðleggja fjölskyldunni um framhaldið,“ sagði einnig í yfirlýsingunni.

Bianhi verður áfram á sjúkrahúsinu í Mie, Japan. Vonandi tekst að koma honum til meðvitundar.


Tengdar fréttir

Góðar fréttir af Michael Schumacher

Jean Todt, forseti FIA, Alþjóðasambands atvinnuökumanna, færði heiminum góðar fréttir af þýsku formúlugoðsögninni Michael Schumacher sem er allur að koma til.

Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka

Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka.

Lewis Hamilton vinnur í Japan

Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji.

Ekki rétt haft eftir einum besta vini Schumacher

Ummæli Jean Todt um ástand Michael Schumacher fóru eins og eldur um sinu um veraldarvefinn í gær en nú er komið í ljós að erlendu miðlarnir höfðu ekki rétt eftir einum besta vini formúlukappans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×