Viðskipti innlent

Sigurður G. á 13 prósent í DV

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Reynir Traustason og Sigurður G. Guðjónsson.
Reynir Traustason og Sigurður G. Guðjónsson. VÍSIR / ANTON
Sigurður G. Guðjónsson lögmaður á 13,03 prósenta hlut í DV ehf., útgáfufélagi DV og DV.is. Eignahlutinn á hann í gegnum félagið Tart ehf. sem áður var í eigu Lilju Skaftadóttur. Þetta kemur fram í gögnum sem Fjölmiðlanefnd birtir á vef sínum, dagsett 1. október.

Samkvæmt sama yfirliti á Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri blaðsins, enn 28,98 prósent í útgáfunni. Þá kemur fram að Jón Trausti Reynisson, fyrrverandi framkvæmdastjóri DV, eigi 0,95 prósent í félaginu.

Á síðasta aðalfundi DV ehf. kom fram að Sigurður G. hefði keypt eignarhlut Lilju í félaginu. Hluthafalisti DV hefur þó tekið breytingum með mjög skömmum fyrirvara en hlutir gengu kaupum og sölum á pappírsservíettum á síðasta hluthafafundi.

Sigurður G. hefur gætt hagsmuna aðila sem stefnt hafa blaðinu fyrir fréttaflutning. Enn er ekki búið að dæma í máli sem hann höfðaði á hendur blaðinu fyrir hönd Björns Leifssonar, sem jafnan er kenndur við World Class. Þá sótti hann einnig mál Bakkavararbræðra, Ágústs og Lýðs Guðmundssonar, gegn ritstjórnarfulltrúa blaðsins.


Tengdar fréttir

Eggert Skúlason gerir úttekt á DV

Eggert Skúlason verður í sérstöku teymi sem mun fara faglega yfir starfsemi DV og aðstoða við stefnumótun fyrirtækisins.

Átökin um DV: Jón Trausti hættur og Þorsteinn tekur við

Þorsteinn Guðnason, stjórnarformaður DV ehf., er tekinn við af Jóni Trausta Reynissyni sem framkvæmdastjóri félagsins. Heiða B. Heiðarsdóttir hefur samið um starfslok og mun hætta sem auglýsingastjóri blaðsins.

Hætt við faglega úttekt á DV

Stjórn útgáfufélags DV hefur fallið frá þeirri ákvörðun að láta skoða sérstaklega faglega þætti ritstjórnar blaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá útgáfufélaginu.

Aðstoðarritstjóri DV hættur störfum

„Það er ótrúlega sorglegt að þetta skuli enda svona. Vonandi heldur DV áfram að rokka,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×