FH og Breiðablik hlunnfarin um milljónir í sölunni á Gylfa Þór Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2014 15:00 Gylfi Þór Sigurðsson byrjar vel hjá Swansea. vísir/getty Breiðablik og FH fengu bæði væna greiðslu þegar Tottenham seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Swansea í sumar, en Hafnfirðingurinn hefur farið frábærlega af stað með velska félaginu í úrvalsdeildinni ensku. Þó liðin spili í sömu deild eru félögin hvort frá sínu landinu og hvort með sitt knattspyrnusambandið á bakvið sig. Og eins og alltaf þegar leikmenn færa sig á milli knattspyrnusambanda er fimm prósent af greiðslunni haldið eftir og deilt niður á uppeldisfélög viðkomandi leikmanns. Engir peningar fóru á milli handa Tottenham og Swansea þar sem velska félagið borgaði fyrir Gylfa með tveimur leikmönnum; bakverðinum Ben Davies og markverðinum MichelVorm. Þrátt fyrir það þurftu félögin að verðmeta söluna innan kerfisins FIFA svo hægt sé t.a.m. að greiða uppeldisfélögum Gylfa Þórs þá peninga sem þau eiga rétt á.Michel Vorm.vísir/gettyFram kom í fréttum að salan væri verðmetin á tíu milljónir punda, og samkvæmt heimildum Vísis er það nákvæmlega sú tala sem uppeldisfélög (félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með frá 12-23 ára aldurs) allra leikmannanna sem um ræðir; Gylfa Þórs, Davies og Vorms, telja rétta. Tíu milljónir punda eru jafnvirði rétt tæpra tveggja milljarða króna, en FH á að fá hálft prósent af þeirri upphæð, Breiðablik eitt prósent, Reading tvö prósent og Hoffenheim 1,5 prósent. Samtals fimm prósent af söluverðinu. Sú upphæð átti að tryggja Blikum tæpar 20 milljónir króna og FH-ingum tæpar tíu milljónir króna, en kaupverðið sem upp er gefið er ekki tveir milljarðar króna. Ben Davies var verðlagður á sex milljónir punda en Vorm fór í rauninni án greiðslu. Heildarupphæðin sem uppeldisfélögin sem þurftu að miða við voru tæpir 1,2 milljarðar króna. FH-ingar fengu því 5,8 milljónir króna í sinn hlut og Blikar 11,6 milljónir króna. Reading fékk 23,2 milljónir og þýska félagið Hoffenheim 17,4 milljónir. Þetta kemur verst við hollenska félagið Utrecht sem fær ekki krónu í sinn hlut, en Michel Vorm spilaði með liðinu þegar hann var 22 og 23 ára, en þau ár gefa mest í prósentuhlutfalli. Samkvæmt heimildum Vísis leitar Utrecht nú réttar síns hjá FIFA, en hollenska félagið tekur ekki í mál að Vorm hafi verið seldur til Tottenham án greiðslu. Það vill fá hann verðlagðan á fjórar milljónir punda. Fari svo að Utrecht vinni málið fá Blikar og FH-ingar auka greiðslu; FH 3,8 milljónir króna og Breiðablik 7,7 milljónir. Í heildina voru íslensku félögin hlunnfarin um 11,5 milljónir króna vegna tombólusölu Swansea á Vorm, sem Utrecht ætlar sem fyrr segir ekki að láta kjurrt liggja. Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Breiðablik og FH fengu bæði væna greiðslu þegar Tottenham seldi Gylfa Þór Sigurðsson til Swansea í sumar, en Hafnfirðingurinn hefur farið frábærlega af stað með velska félaginu í úrvalsdeildinni ensku. Þó liðin spili í sömu deild eru félögin hvort frá sínu landinu og hvort með sitt knattspyrnusambandið á bakvið sig. Og eins og alltaf þegar leikmenn færa sig á milli knattspyrnusambanda er fimm prósent af greiðslunni haldið eftir og deilt niður á uppeldisfélög viðkomandi leikmanns. Engir peningar fóru á milli handa Tottenham og Swansea þar sem velska félagið borgaði fyrir Gylfa með tveimur leikmönnum; bakverðinum Ben Davies og markverðinum MichelVorm. Þrátt fyrir það þurftu félögin að verðmeta söluna innan kerfisins FIFA svo hægt sé t.a.m. að greiða uppeldisfélögum Gylfa Þórs þá peninga sem þau eiga rétt á.Michel Vorm.vísir/gettyFram kom í fréttum að salan væri verðmetin á tíu milljónir punda, og samkvæmt heimildum Vísis er það nákvæmlega sú tala sem uppeldisfélög (félög sem viðkomandi leikmaður spilaði með frá 12-23 ára aldurs) allra leikmannanna sem um ræðir; Gylfa Þórs, Davies og Vorms, telja rétta. Tíu milljónir punda eru jafnvirði rétt tæpra tveggja milljarða króna, en FH á að fá hálft prósent af þeirri upphæð, Breiðablik eitt prósent, Reading tvö prósent og Hoffenheim 1,5 prósent. Samtals fimm prósent af söluverðinu. Sú upphæð átti að tryggja Blikum tæpar 20 milljónir króna og FH-ingum tæpar tíu milljónir króna, en kaupverðið sem upp er gefið er ekki tveir milljarðar króna. Ben Davies var verðlagður á sex milljónir punda en Vorm fór í rauninni án greiðslu. Heildarupphæðin sem uppeldisfélögin sem þurftu að miða við voru tæpir 1,2 milljarðar króna. FH-ingar fengu því 5,8 milljónir króna í sinn hlut og Blikar 11,6 milljónir króna. Reading fékk 23,2 milljónir og þýska félagið Hoffenheim 17,4 milljónir. Þetta kemur verst við hollenska félagið Utrecht sem fær ekki krónu í sinn hlut, en Michel Vorm spilaði með liðinu þegar hann var 22 og 23 ára, en þau ár gefa mest í prósentuhlutfalli. Samkvæmt heimildum Vísis leitar Utrecht nú réttar síns hjá FIFA, en hollenska félagið tekur ekki í mál að Vorm hafi verið seldur til Tottenham án greiðslu. Það vill fá hann verðlagðan á fjórar milljónir punda. Fari svo að Utrecht vinni málið fá Blikar og FH-ingar auka greiðslu; FH 3,8 milljónir króna og Breiðablik 7,7 milljónir. Í heildina voru íslensku félögin hlunnfarin um 11,5 milljónir króna vegna tombólusölu Swansea á Vorm, sem Utrecht ætlar sem fyrr segir ekki að láta kjurrt liggja.
Enski boltinn Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira