Fótbolti

Jóhann Berg ekki með gegn Lettum og Hollendingum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jóhann Berg spilaði síðast mótsleik á móti Króötum í fyrra.
Jóhann Berg spilaði síðast mótsleik á móti Króötum í fyrra. vísir/afp
Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Charlton í ensku B-deildinni, verður ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu í næstu leikjum gegn Lettum og Hollendingum í undankeppni EM 2016 vegna meiðsla

Þetta staðfestir Jóhann Berg við 433.is, en kantmaðurinn öflugi er meiddur á ökkla og var ákvörðun tekin í dag um að hann verði ekki með í næstu landsleikjum.

Jóhann, sem var ekki heldur með í fyrsta leiknum gegn Tyrkjum, sneri sig á ökkla í leik gegn Middlesbrough fyrir rúmri viku og er ekki orðinn heill.

Þetta er visst áfall fyrir íslenska liðið, sérstaklega þar sem stutt er á milli leikja, en Ísland mætir Lettum á föstudaginn og stórliði Hollands strax á mánudagskvöldið hér heima.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×