Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? Kristín Rannveig Jónsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Ég hef fundið fyrir því að stúdentar líta oft á Stúdentaráð sem nokkurs konar pólitískt batterí sem komi stúdentum ekkert við og satt best að segja hafði ég sjálf þá skoðun þegar ég byrjaði í Háskóla Íslands. Ég vissi lítið um það hvað Stúdentaráð gerði og taldi það frekar gagnslaust. Ég held að margir stúdentar séu sömu skoðunar og ég. En það er gríðarlega mikilvægt að stúdentar viti hverju Stúdentaráð getur áorkað. Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur allt frá því barist fyrir hagsmunum stúdenta. Stúdentaráð sinnir margvíslegum hlutverkum, má þar nefna félagslífið, hagsmuna- og réttindamál, jafnréttismál, stúdentablaðið og síðast en alls ekki síst er Stúdentaráð rödd stúdenta. Starf Stúdentaráðs hefur borið árangur og það má sjá það með því að líta yfir farinn veg.Stúdentagarðar er ein helsta búbótin sem Stúdentaráð hefur barist fyrir í gegnum árin. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1934 og voru þá 43 íbúðir byggðar. Nú eru íbúðirnar hins vegar orðnar um 1100 og er Stúdentaráð hvergi hætt enda þörfin enn til staðar. Við höldum því áfram að berjast fyrir enn fleiri íbúðum.Fyrir tíma LÍN var starfrækur lánasjóður stúdenta við Háskóla Íslands. En hann var stofnaður árið 1921 af Stúdentaráði. Árið 1952 var starfsemi sjóðsins loks tryggð með ríkisframlögum að beiðni Stúdentaráðs enda hafði starfsemin orðið umfangsmeiri með hverju árinu. Loks tók LÍN við starfsemi sjóðsins með breyttu fyrirkomulagi.Árið 1968 var Félagsstofnun stúdenta sett á stofn af Stúdentaráði og Háskólaráði. Félagsstofnun stúdenta tók bæði við bóksölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hafa þær tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjarvörur á góðum kjörum í fjölda ára.Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn opnaði fyrir almenningi árið 1994. Var um að ræða sameiningu Landsbókasafns og Háskólasafns í nýjum húsakynnum, Þjóðarbókhlöðunni, sem Stúdentaráð átti þátt í að fjármagna. Svona mætti lengi telja. Þetta eru aðeins nokkur atriði af mörgum sem Stúdentaráð hefur barist fyrir og komið í framkvæmd í gegnum tíðina. Eins og sjá má hefur Stúdentaráð staðið fyrir umbótum í menntakerfinu sem námsmenn í dag líta á sem sjálfsagðan hlut. Stúdentaráð hefur það að markmiði að standa fyrir framþróun menntakerfisins, nauðsynlegri þróun sem komandi kynslóðir munu ekki geta lifað án. Nú í ár er okkar helsta markmið að auka framlög til háskólanna en eftir samfelldan sjö ára niðurskurð er kominn tími til þess að byggja upp aftur. Aðeins með því að auka framlög til Háskóla Íslands verðum við áfram í fremstu röð.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég hef fundið fyrir því að stúdentar líta oft á Stúdentaráð sem nokkurs konar pólitískt batterí sem komi stúdentum ekkert við og satt best að segja hafði ég sjálf þá skoðun þegar ég byrjaði í Háskóla Íslands. Ég vissi lítið um það hvað Stúdentaráð gerði og taldi það frekar gagnslaust. Ég held að margir stúdentar séu sömu skoðunar og ég. En það er gríðarlega mikilvægt að stúdentar viti hverju Stúdentaráð getur áorkað. Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur allt frá því barist fyrir hagsmunum stúdenta. Stúdentaráð sinnir margvíslegum hlutverkum, má þar nefna félagslífið, hagsmuna- og réttindamál, jafnréttismál, stúdentablaðið og síðast en alls ekki síst er Stúdentaráð rödd stúdenta. Starf Stúdentaráðs hefur borið árangur og það má sjá það með því að líta yfir farinn veg.Stúdentagarðar er ein helsta búbótin sem Stúdentaráð hefur barist fyrir í gegnum árin. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1934 og voru þá 43 íbúðir byggðar. Nú eru íbúðirnar hins vegar orðnar um 1100 og er Stúdentaráð hvergi hætt enda þörfin enn til staðar. Við höldum því áfram að berjast fyrir enn fleiri íbúðum.Fyrir tíma LÍN var starfrækur lánasjóður stúdenta við Háskóla Íslands. En hann var stofnaður árið 1921 af Stúdentaráði. Árið 1952 var starfsemi sjóðsins loks tryggð með ríkisframlögum að beiðni Stúdentaráðs enda hafði starfsemin orðið umfangsmeiri með hverju árinu. Loks tók LÍN við starfsemi sjóðsins með breyttu fyrirkomulagi.Árið 1968 var Félagsstofnun stúdenta sett á stofn af Stúdentaráði og Háskólaráði. Félagsstofnun stúdenta tók bæði við bóksölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hafa þær tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjarvörur á góðum kjörum í fjölda ára.Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn opnaði fyrir almenningi árið 1994. Var um að ræða sameiningu Landsbókasafns og Háskólasafns í nýjum húsakynnum, Þjóðarbókhlöðunni, sem Stúdentaráð átti þátt í að fjármagna. Svona mætti lengi telja. Þetta eru aðeins nokkur atriði af mörgum sem Stúdentaráð hefur barist fyrir og komið í framkvæmd í gegnum tíðina. Eins og sjá má hefur Stúdentaráð staðið fyrir umbótum í menntakerfinu sem námsmenn í dag líta á sem sjálfsagðan hlut. Stúdentaráð hefur það að markmiði að standa fyrir framþróun menntakerfisins, nauðsynlegri þróun sem komandi kynslóðir munu ekki geta lifað án. Nú í ár er okkar helsta markmið að auka framlög til háskólanna en eftir samfelldan sjö ára niðurskurð er kominn tími til þess að byggja upp aftur. Aðeins með því að auka framlög til Háskóla Íslands verðum við áfram í fremstu röð.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun