Hverju hefur Stúdentaráð áorkað? Kristín Rannveig Jónsdóttir skrifar 8. október 2014 07:00 Ég hef fundið fyrir því að stúdentar líta oft á Stúdentaráð sem nokkurs konar pólitískt batterí sem komi stúdentum ekkert við og satt best að segja hafði ég sjálf þá skoðun þegar ég byrjaði í Háskóla Íslands. Ég vissi lítið um það hvað Stúdentaráð gerði og taldi það frekar gagnslaust. Ég held að margir stúdentar séu sömu skoðunar og ég. En það er gríðarlega mikilvægt að stúdentar viti hverju Stúdentaráð getur áorkað. Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur allt frá því barist fyrir hagsmunum stúdenta. Stúdentaráð sinnir margvíslegum hlutverkum, má þar nefna félagslífið, hagsmuna- og réttindamál, jafnréttismál, stúdentablaðið og síðast en alls ekki síst er Stúdentaráð rödd stúdenta. Starf Stúdentaráðs hefur borið árangur og það má sjá það með því að líta yfir farinn veg.Stúdentagarðar er ein helsta búbótin sem Stúdentaráð hefur barist fyrir í gegnum árin. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1934 og voru þá 43 íbúðir byggðar. Nú eru íbúðirnar hins vegar orðnar um 1100 og er Stúdentaráð hvergi hætt enda þörfin enn til staðar. Við höldum því áfram að berjast fyrir enn fleiri íbúðum.Fyrir tíma LÍN var starfrækur lánasjóður stúdenta við Háskóla Íslands. En hann var stofnaður árið 1921 af Stúdentaráði. Árið 1952 var starfsemi sjóðsins loks tryggð með ríkisframlögum að beiðni Stúdentaráðs enda hafði starfsemin orðið umfangsmeiri með hverju árinu. Loks tók LÍN við starfsemi sjóðsins með breyttu fyrirkomulagi.Árið 1968 var Félagsstofnun stúdenta sett á stofn af Stúdentaráði og Háskólaráði. Félagsstofnun stúdenta tók bæði við bóksölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hafa þær tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjarvörur á góðum kjörum í fjölda ára.Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn opnaði fyrir almenningi árið 1994. Var um að ræða sameiningu Landsbókasafns og Háskólasafns í nýjum húsakynnum, Þjóðarbókhlöðunni, sem Stúdentaráð átti þátt í að fjármagna. Svona mætti lengi telja. Þetta eru aðeins nokkur atriði af mörgum sem Stúdentaráð hefur barist fyrir og komið í framkvæmd í gegnum tíðina. Eins og sjá má hefur Stúdentaráð staðið fyrir umbótum í menntakerfinu sem námsmenn í dag líta á sem sjálfsagðan hlut. Stúdentaráð hefur það að markmiði að standa fyrir framþróun menntakerfisins, nauðsynlegri þróun sem komandi kynslóðir munu ekki geta lifað án. Nú í ár er okkar helsta markmið að auka framlög til háskólanna en eftir samfelldan sjö ára niðurskurð er kominn tími til þess að byggja upp aftur. Aðeins með því að auka framlög til Háskóla Íslands verðum við áfram í fremstu röð.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Áfram í fremstu röð? 7. október 2014 07:00 Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég hef fundið fyrir því að stúdentar líta oft á Stúdentaráð sem nokkurs konar pólitískt batterí sem komi stúdentum ekkert við og satt best að segja hafði ég sjálf þá skoðun þegar ég byrjaði í Háskóla Íslands. Ég vissi lítið um það hvað Stúdentaráð gerði og taldi það frekar gagnslaust. Ég held að margir stúdentar séu sömu skoðunar og ég. En það er gríðarlega mikilvægt að stúdentar viti hverju Stúdentaráð getur áorkað. Stúdentaráð var stofnað árið 1920 og hefur allt frá því barist fyrir hagsmunum stúdenta. Stúdentaráð sinnir margvíslegum hlutverkum, má þar nefna félagslífið, hagsmuna- og réttindamál, jafnréttismál, stúdentablaðið og síðast en alls ekki síst er Stúdentaráð rödd stúdenta. Starf Stúdentaráðs hefur borið árangur og það má sjá það með því að líta yfir farinn veg.Stúdentagarðar er ein helsta búbótin sem Stúdentaráð hefur barist fyrir í gegnum árin. Fyrstu íbúðirnar voru teknar í notkun árið 1934 og voru þá 43 íbúðir byggðar. Nú eru íbúðirnar hins vegar orðnar um 1100 og er Stúdentaráð hvergi hætt enda þörfin enn til staðar. Við höldum því áfram að berjast fyrir enn fleiri íbúðum.Fyrir tíma LÍN var starfrækur lánasjóður stúdenta við Háskóla Íslands. En hann var stofnaður árið 1921 af Stúdentaráði. Árið 1952 var starfsemi sjóðsins loks tryggð með ríkisframlögum að beiðni Stúdentaráðs enda hafði starfsemin orðið umfangsmeiri með hverju árinu. Loks tók LÍN við starfsemi sjóðsins með breyttu fyrirkomulagi.Árið 1968 var Félagsstofnun stúdenta sett á stofn af Stúdentaráði og Háskólaráði. Félagsstofnun stúdenta tók bæði við bóksölu og kaffisölu sem Stúdentaráð rak áður og hafa þær tryggt stúdentum ýmsar nauðsynjarvörur á góðum kjörum í fjölda ára.Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn opnaði fyrir almenningi árið 1994. Var um að ræða sameiningu Landsbókasafns og Háskólasafns í nýjum húsakynnum, Þjóðarbókhlöðunni, sem Stúdentaráð átti þátt í að fjármagna. Svona mætti lengi telja. Þetta eru aðeins nokkur atriði af mörgum sem Stúdentaráð hefur barist fyrir og komið í framkvæmd í gegnum tíðina. Eins og sjá má hefur Stúdentaráð staðið fyrir umbótum í menntakerfinu sem námsmenn í dag líta á sem sjálfsagðan hlut. Stúdentaráð hefur það að markmiði að standa fyrir framþróun menntakerfisins, nauðsynlegri þróun sem komandi kynslóðir munu ekki geta lifað án. Nú í ár er okkar helsta markmið að auka framlög til háskólanna en eftir samfelldan sjö ára niðurskurð er kominn tími til þess að byggja upp aftur. Aðeins með því að auka framlög til Háskóla Íslands verðum við áfram í fremstu röð.Þessi grein er hluti af Áfram í fremstu röð - 10 daga átaki um menntamál
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun