Innlent

Veðurstofan birtir gasdreifingarspá

Atli Ísleifsson skrifar
Spáin um dreifingu SO2 byggir á vindaspám.
Spáin um dreifingu SO2 byggir á vindaspám. Mynd/Veðurstofan
Veðurstofan birtir nú á heimasíðu sinni sérstaka gasdreifingarspá sem sýnir dreifingu brennisteinstvíildis (SO2) næstu tvo daga. 

Um tilraunakeyrslu er að ræða en í fyrirvörum segir að myndin sýni spá um dreifingu brennisteinstvíildis, sem komi frá gosstöðinni frá upphafi líkankeyrslu frá miðnætti. Myndin sýni ekki afdrif SO2 frá fyrri dögum og því kunni styrkur þess að vera meiri en myndin gefur til kynna.

„Spáin um dreifingu SO2 byggir á vindaspám en styrkur SO2 við eldstöðina er metinn á grundvelli fjarkönnunargagna og veruleg óvissa er í þeim mælingum. Báðir þessir þættir hafa áhrif á mat á styrk SO2 í lofti fjær eldstöðinni.

Vegna þessa gæti verið villandi að gefa upp útreiknaðan styrk eða heilsuverndarviðmið, á myndinni, og er því notast við þriggja þrepa kvarða sem sýnir hvernig styrkurinn eykst að eldstöðinni. Þessi ákvörðun kann að verða endurskoðuð í ljósi betri gagna,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×