Keflvíkingar veðja á rappara sem var rekinn úr skóla Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2014 15:30 William Graves tekur upp á ýmsu. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn William Graves mun spila með karlaliði Keflavíkur í Dominso-deildinni í körfubolta í vetur en hann lék á sínum tíma með hinum virta háskóla University of North Carolina. Keflvíkingar segja frá því á heimasíðu sinni að Graves sé kominn á klakkann. Keflavík hafði áður samið við Titus Rubles en honum var synjað um landvistarleyfi hér á landi þar sem hann hafði verið handtekinn með kannabisefni í vestanhafs. William Graves lenti líka í vandræðum í desember síðastliðnum þegar hann var tekinn með eiturlyf í húsi í eigi UNC-þjálfarans Roy Williams. Graves var þá hluti af þjálfarateymi North Carolina háskóla á meðan hann kláraði háskólaprófið sitt. Hann leigði húsið af aðalþjálfaranum og aðstoðaði hann við leikgreiningu. Norður-Karólínu háskólinn er einn sá allra virtasti í Bandaríkjunum en þekktasti leikmaður skólaliðsins er án vafa Michael Jordan sem útskrifaðist vorið 1984 eftir að hafa unnið einn háskólatitil með skólaliðinu. Roy Williams hafði áður vísað William Graves úr skólaliðinu árið 2010 fyrir að virða ekki reglur liðsins. Graves var með 9,8 stig, 4,6 fráköst og 2,0 þriggja stiga körfur í leik á síðasta ári sínu með UNC. Það er hægt að sjá myndband hér fyrir neðan með frábærri frammistöðu Graves með UNC í leik á móti Georgia Tech. Þar er ljóst að um hörku leikmann er að ræða og nú vona Keflvíkingar að vandræðin haldi ekki áfram að elta á Íslandi. Síðan Graves var rekinn úr skólaliði Norður-Karólínu háskólans hefur hann spilað sem atvinnumaður í Japan og Argentínu. Graves er tæplega tveggja metrar á hæð og um 110 kíló. Graves kann ýmislegt fyrir sér fyrir utan völlinn og þeir sem vilja kynnast honum sem rapparnum SmoovWillyG geta smellt á linkinn hér á undan.William Graves er flottur leikmaður.Vísir/Getty Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík Hætti árið 2011 en er í frábæru formi og tekur slaginn með Damon Johnson. 19. ágúst 2014 21:34 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn William Graves mun spila með karlaliði Keflavíkur í Dominso-deildinni í körfubolta í vetur en hann lék á sínum tíma með hinum virta háskóla University of North Carolina. Keflvíkingar segja frá því á heimasíðu sinni að Graves sé kominn á klakkann. Keflavík hafði áður samið við Titus Rubles en honum var synjað um landvistarleyfi hér á landi þar sem hann hafði verið handtekinn með kannabisefni í vestanhafs. William Graves lenti líka í vandræðum í desember síðastliðnum þegar hann var tekinn með eiturlyf í húsi í eigi UNC-þjálfarans Roy Williams. Graves var þá hluti af þjálfarateymi North Carolina háskóla á meðan hann kláraði háskólaprófið sitt. Hann leigði húsið af aðalþjálfaranum og aðstoðaði hann við leikgreiningu. Norður-Karólínu háskólinn er einn sá allra virtasti í Bandaríkjunum en þekktasti leikmaður skólaliðsins er án vafa Michael Jordan sem útskrifaðist vorið 1984 eftir að hafa unnið einn háskólatitil með skólaliðinu. Roy Williams hafði áður vísað William Graves úr skólaliðinu árið 2010 fyrir að virða ekki reglur liðsins. Graves var með 9,8 stig, 4,6 fráköst og 2,0 þriggja stiga körfur í leik á síðasta ári sínu með UNC. Það er hægt að sjá myndband hér fyrir neðan með frábærri frammistöðu Graves með UNC í leik á móti Georgia Tech. Þar er ljóst að um hörku leikmann er að ræða og nú vona Keflvíkingar að vandræðin haldi ekki áfram að elta á Íslandi. Síðan Graves var rekinn úr skólaliði Norður-Karólínu háskólans hefur hann spilað sem atvinnumaður í Japan og Argentínu. Graves er tæplega tveggja metrar á hæð og um 110 kíló. Graves kann ýmislegt fyrir sér fyrir utan völlinn og þeir sem vilja kynnast honum sem rapparnum SmoovWillyG geta smellt á linkinn hér á undan.William Graves er flottur leikmaður.Vísir/Getty
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45 Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík Hætti árið 2011 en er í frábæru formi og tekur slaginn með Damon Johnson. 19. ágúst 2014 21:34 Mest lesið Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Sjá meira
Keflavík semur við tvo kana | Damon Johnson snýr aftur á völlinn Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við Bandaríkjamennina Titus Rubles og Damon Johnson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Domino´s deild karla. 13. ágúst 2014 21:45
Gunnar Einarsson tekur fram skóna og spilar með Keflavík Hætti árið 2011 en er í frábæru formi og tekur slaginn með Damon Johnson. 19. ágúst 2014 21:34