Bílskúrinn: Dimmur dagur á Suzuka Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. október 2014 08:00 Hugur allra var hjá Bianchi eftir keppnina. Hamilton var ekki í skapi til að fagna mikið. Vísir/getty Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. Meira um Bianchi og annað frá Japan hér í Bílskúrnum.Jules BianchiVísir/GettyJules Bianchi Byrjum á manninum sem á hug allra innan Formúluheimsins. Atvik slyssins voru þannig að Adrian Sutil á Sauber hafði farið út af og lent á varnarvegg. Þegar hafist hafði verið handa við að fjarlægja bíl hans með einhverskonar hjólagröfu kom Bianchi aðvífandi stjórnlaust og lenti á gröfunni. Um er að ræða einstakt óhappatilvik. Bianchi liggur í öndunarvél á gjörgæsludeild Mie sjúkrahússins sem hafði hlutverk sjúkrastöðvar fyrir Suzuka brautina. Það vill svo til að sjúkrahúsið er einkar vel útbúið til að fást við höfuðmeiðsl. Einnig er PrófessorGerard Salliant væntanlegur á sjúkrahúsið, hann er einn færasti bæklunarskurðlæknir í heimi. Salliant er sérstaklega vanur að glíma við höfuðmeiðsl í kjölfar íþróttaslysa. Hann stjórnaði meðferð Michael Schumacher á fyrstu stigum hennar eftir skíðaslys í desember í fyrra. Jules Bianchi er því í góðum höndum og nú er bara að vonast eftir góðum fréttum.Massa vildi láta stöðva keppnina rétt fyrir slysið.Vísir/GettyMassa öskraði í talstöðina að það ætti að stöðva keppninaFelipe Massa segist hafa heimtað ítrekað að keppnin yrði stöðvuð þegar rigna fór aftur, rétt áður en keppnin var svo stöðvuð vegna slyss Bianchi. „Í fyrsta lagi verðum við að skilja hvað gerðist hjá Jules. Ég hef miklar áhyggjur vegna þess að hann lenti á gröfunni. Það er mín skoðun að að keppnin hófst of snemma því það var ekki fært á brautinni og henni lauk of seint,“ sagði áhyggjufullur Massa eftir keppnina. „Ég var þegar farinn að öskra í talstöðina fimm hringjum áður að það væri of mikið vatn á brautinni en það tók aðeins of langan tíma að stöðva keppnina og það skapaði hættu,“ sagði Massa. Aðrir ökumenn voru ekki eins vissir að brautin væri óökuhæf. Valtteri Bottas, liðsfélagi Massa hjá Williams var meðal þeirra. „Ég held að við höfum lent í verri brautaraðsæðum en þessum. Þetta er bara erfið braut í bleytu,“ sagði Bottas. „Ég held að þetta hafi bara verið algjörlega einstök óheppni. Auðvitað verðum við að sjá hvort það sé ekki eitthvað sem við getum lært af þessu svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ bætti Bottas við.Ayrton Senna í McLaren-Honda bíl sínum árið 1988Vísir/GettyMcLaren og Honda í eina sæng McLaren hefur ákveðið að fresta frumsýningu nýs bíls á næsta ári. Liðið mun ætla sér að hanna þróunarbíl í samstarfi við Honda. Bílin stendur til að nota á fyrstu æfingum fyrir næsta tímabil, þó hugsanlega verði hann notaður fyrr. McLaren mun hefja notkun Hondu véla á næsta tímabili. Núvernadi vélar liðsins eru án efa þær bestu á brautinni. Það er því viss áhætta í því að skipta yfir til Honda. Mclaren og Honda hafa þó átt gott samstarf í gegnum tíðina. Honda skaffaði vélar þegar hinn goðsagnakenndi Ayrton Senna ók fyrir McLaren, hann kom til liðsins 1988 og endurskrifaði metabækurnar. Það má því búast við miklu af McLaren-Honda á næsta ári. Keppnisstjóri liðsins, Eric Boullier segir að hugsanlega verði þróunarbíllinn fyrst notaður í Abú Dabí á æfingum þar eftir síðustu keppni tímabilsins. Samkvæmt Boullier er ætlunin að þróunarbíllinn verði gerður til að prófa allskonar rafmagnstengingar og annað slíkt. Hann vonast til að tæknimenn liðsins fái þar með meiri tíma til að þróa bíl næsta árs á meðan annar hópur innan liðsins leitar lausna á vélavandræðum sem munu líklega koma upp.Vettel og Alonso verða báðir í nýju liði á næst ári.Vísir/GettyGerði Vettel Alonso vopnalausan? Tilkynning kom á laugardagsmorgun frá Christian Horner, keppnisstjóra Red Bull, þess efnis að Sebastian Vettel ætlaði að yfirgefa liðið eftir tímabilið. Horner bætti svo við, hvort sem það var óvart eða ekki. „Hann mun aka fyrir Ferrari.“ Hvaða áhrif hefur þetta á Fernando Alonso? Hann hefur verið sterklega orðaður við McLaren liðið. Samningsstaða hans hefur þó óneitanlega verið veikt til muna með þessu útspili Vettel. Orðrómur þess efnis að Alonso hafi heimtað 30 milljónir evra á ári hefur heyrst. Ron Dennis, stjóri McLaren getur líklega lækkað þá fjárhæð verulega ef þeir hafa ekki þegar samið sín á milli. Alonso hafði hugsanlega allavega sætið hjá Ferrari til að ögra Dennis í samningaviðræðum þeirra. Vettel virðist hafa tekið það af honum. Alonso er að fara frá Ferrari, svo mikið er nánast öruggt, það er eins öruggt og eitthvað getur verið í þessum efnum í Formúlu 1. Alonso hefur gefið vísbendingar um að hann taki hugsanlega eins árs frí frá keppni og einbeit sér að einhverju öðru. Það verður að teljast áhættusamt fyrir Spánverjann, enda er hann orðinn meðal elstu manna. Það þykir því líklegt að hinn 33 ára ökumaður fái hvergi sæti aftur ef hann ætlar að taka pásu. Vettel samdi sjálfur við Ferrari, hann er ekki með umboðsmann, öfugt við aðra ökumenn. Fregnir herma að um risa samning sé að ræða. Upphæðir á borð við 63 milljónir evra á ári hafa verið nefndar. Það eru um 9,7 milljarðar íslenskra króna. Líklega ætlar Vettel að reyna að koma til Ferrari og gera svipað og Schumacher gerði á sínum tíma. Hann reif liðið upp og náði mörgum heimsmeistaratitlum. Vettel er eflaust í sömu hugleiðingum.Smedley segir lítið mál að græja lokaða bíla.Vísir/GettyLokaðir bílar í náinni framtíð? Umræðan um lokaða Formúlubíla kemur alltaf upp annað slagið. Skiptar skoðanir eru á þeirri hugmynd að loka ökumenn inn í bílunum með því að setja yfirbyggingu á þá. Loftflæðis- og öryggisástæður standa að baki hjá þeim sem styðja hugmyndina. Þeir sem eru mótfallnir henni telja að hún minnki sjarmann og töffaraskapinn í Formúlu 1. Andstæðingr hugmyndarinnar telja að lokaðir bílar breyti ímynd íþróttarinnar. Þeir telja að bílarnir munu líta út fyrir að aka sér sjálfir. Umræðan hefur komið aftur upp á yfirborðið vegna slyss Bianchi. Ómögulegt er að fullyrða að yfirbygging hefði komið í veg fyrir meiðsl hans.Rob Smedley, frammistöðustjóri Williams hefur sagt að það væri auðvelt að útfæra yfirbyggða bíla. Nýskipaður framkvæmdastjóri Sambands Formúlu 1 ökumanna, Alex Wurz segir að mikilvægt að lagst verði í vandaða greiningu á því hvað gerðist í slysi Bianchi áður en ráðist verður í stórkostlegar breytingar. „Það vill enginn slys eins og þetta og FIA hefur alltaf sett öryggi ökumanna á oddinn,“ sagði Wurz. Wurz er hluti af ýmsum rannsóknarteymum FIA og segist hafa fulla trú á að allt kapp verði lagt í að tryggja öryggi ökumanna. Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 4. október 2014 06:04 Bílskúrinn: Hitinn og hasarinn í Singapúr Þá er komið að því að skoða hvað er annað að frétta frá Singapúr en framúrakstur Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. 24. september 2014 06:00 Formúlukappi lést í mótorhjólaslysi Andrea de Cesaris tók þátt í meira en 200 Formúlu 1-keppnum. 6. október 2014 17:30 Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00 Jules Bianchi er kominn í öndunarvél og líðan hans stöðug Franski ökumaðurinn Jules Bianchi missti stjórn á Marussia bíl sínum undir lok japanaksa kappakstursins í morgun. Hann lenti á vinnutæki sem var að fjarlægja annan bíl sem farið hafði út af á sama stað. 5. október 2014 11:40 Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45 Lewis Hamilton vinnur í Japan Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. 5. október 2014 08:04 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Fögnuður Mercedes liðsins var frekar lágstemmdur eftir að hafa landað fyrsta og öðru sæti í keppninni í Japan. Ástæðan var slys Jules Bianchi, ökumanns Marussia liðsins sem var fluttur á sjúkrahús með alvarlega höfuðáverka. Meira um Bianchi og annað frá Japan hér í Bílskúrnum.Jules BianchiVísir/GettyJules Bianchi Byrjum á manninum sem á hug allra innan Formúluheimsins. Atvik slyssins voru þannig að Adrian Sutil á Sauber hafði farið út af og lent á varnarvegg. Þegar hafist hafði verið handa við að fjarlægja bíl hans með einhverskonar hjólagröfu kom Bianchi aðvífandi stjórnlaust og lenti á gröfunni. Um er að ræða einstakt óhappatilvik. Bianchi liggur í öndunarvél á gjörgæsludeild Mie sjúkrahússins sem hafði hlutverk sjúkrastöðvar fyrir Suzuka brautina. Það vill svo til að sjúkrahúsið er einkar vel útbúið til að fást við höfuðmeiðsl. Einnig er PrófessorGerard Salliant væntanlegur á sjúkrahúsið, hann er einn færasti bæklunarskurðlæknir í heimi. Salliant er sérstaklega vanur að glíma við höfuðmeiðsl í kjölfar íþróttaslysa. Hann stjórnaði meðferð Michael Schumacher á fyrstu stigum hennar eftir skíðaslys í desember í fyrra. Jules Bianchi er því í góðum höndum og nú er bara að vonast eftir góðum fréttum.Massa vildi láta stöðva keppnina rétt fyrir slysið.Vísir/GettyMassa öskraði í talstöðina að það ætti að stöðva keppninaFelipe Massa segist hafa heimtað ítrekað að keppnin yrði stöðvuð þegar rigna fór aftur, rétt áður en keppnin var svo stöðvuð vegna slyss Bianchi. „Í fyrsta lagi verðum við að skilja hvað gerðist hjá Jules. Ég hef miklar áhyggjur vegna þess að hann lenti á gröfunni. Það er mín skoðun að að keppnin hófst of snemma því það var ekki fært á brautinni og henni lauk of seint,“ sagði áhyggjufullur Massa eftir keppnina. „Ég var þegar farinn að öskra í talstöðina fimm hringjum áður að það væri of mikið vatn á brautinni en það tók aðeins of langan tíma að stöðva keppnina og það skapaði hættu,“ sagði Massa. Aðrir ökumenn voru ekki eins vissir að brautin væri óökuhæf. Valtteri Bottas, liðsfélagi Massa hjá Williams var meðal þeirra. „Ég held að við höfum lent í verri brautaraðsæðum en þessum. Þetta er bara erfið braut í bleytu,“ sagði Bottas. „Ég held að þetta hafi bara verið algjörlega einstök óheppni. Auðvitað verðum við að sjá hvort það sé ekki eitthvað sem við getum lært af þessu svo þetta komi ekki fyrir aftur,“ bætti Bottas við.Ayrton Senna í McLaren-Honda bíl sínum árið 1988Vísir/GettyMcLaren og Honda í eina sæng McLaren hefur ákveðið að fresta frumsýningu nýs bíls á næsta ári. Liðið mun ætla sér að hanna þróunarbíl í samstarfi við Honda. Bílin stendur til að nota á fyrstu æfingum fyrir næsta tímabil, þó hugsanlega verði hann notaður fyrr. McLaren mun hefja notkun Hondu véla á næsta tímabili. Núvernadi vélar liðsins eru án efa þær bestu á brautinni. Það er því viss áhætta í því að skipta yfir til Honda. Mclaren og Honda hafa þó átt gott samstarf í gegnum tíðina. Honda skaffaði vélar þegar hinn goðsagnakenndi Ayrton Senna ók fyrir McLaren, hann kom til liðsins 1988 og endurskrifaði metabækurnar. Það má því búast við miklu af McLaren-Honda á næsta ári. Keppnisstjóri liðsins, Eric Boullier segir að hugsanlega verði þróunarbíllinn fyrst notaður í Abú Dabí á æfingum þar eftir síðustu keppni tímabilsins. Samkvæmt Boullier er ætlunin að þróunarbíllinn verði gerður til að prófa allskonar rafmagnstengingar og annað slíkt. Hann vonast til að tæknimenn liðsins fái þar með meiri tíma til að þróa bíl næsta árs á meðan annar hópur innan liðsins leitar lausna á vélavandræðum sem munu líklega koma upp.Vettel og Alonso verða báðir í nýju liði á næst ári.Vísir/GettyGerði Vettel Alonso vopnalausan? Tilkynning kom á laugardagsmorgun frá Christian Horner, keppnisstjóra Red Bull, þess efnis að Sebastian Vettel ætlaði að yfirgefa liðið eftir tímabilið. Horner bætti svo við, hvort sem það var óvart eða ekki. „Hann mun aka fyrir Ferrari.“ Hvaða áhrif hefur þetta á Fernando Alonso? Hann hefur verið sterklega orðaður við McLaren liðið. Samningsstaða hans hefur þó óneitanlega verið veikt til muna með þessu útspili Vettel. Orðrómur þess efnis að Alonso hafi heimtað 30 milljónir evra á ári hefur heyrst. Ron Dennis, stjóri McLaren getur líklega lækkað þá fjárhæð verulega ef þeir hafa ekki þegar samið sín á milli. Alonso hafði hugsanlega allavega sætið hjá Ferrari til að ögra Dennis í samningaviðræðum þeirra. Vettel virðist hafa tekið það af honum. Alonso er að fara frá Ferrari, svo mikið er nánast öruggt, það er eins öruggt og eitthvað getur verið í þessum efnum í Formúlu 1. Alonso hefur gefið vísbendingar um að hann taki hugsanlega eins árs frí frá keppni og einbeit sér að einhverju öðru. Það verður að teljast áhættusamt fyrir Spánverjann, enda er hann orðinn meðal elstu manna. Það þykir því líklegt að hinn 33 ára ökumaður fái hvergi sæti aftur ef hann ætlar að taka pásu. Vettel samdi sjálfur við Ferrari, hann er ekki með umboðsmann, öfugt við aðra ökumenn. Fregnir herma að um risa samning sé að ræða. Upphæðir á borð við 63 milljónir evra á ári hafa verið nefndar. Það eru um 9,7 milljarðar íslenskra króna. Líklega ætlar Vettel að reyna að koma til Ferrari og gera svipað og Schumacher gerði á sínum tíma. Hann reif liðið upp og náði mörgum heimsmeistaratitlum. Vettel er eflaust í sömu hugleiðingum.Smedley segir lítið mál að græja lokaða bíla.Vísir/GettyLokaðir bílar í náinni framtíð? Umræðan um lokaða Formúlubíla kemur alltaf upp annað slagið. Skiptar skoðanir eru á þeirri hugmynd að loka ökumenn inn í bílunum með því að setja yfirbyggingu á þá. Loftflæðis- og öryggisástæður standa að baki hjá þeim sem styðja hugmyndina. Þeir sem eru mótfallnir henni telja að hún minnki sjarmann og töffaraskapinn í Formúlu 1. Andstæðingr hugmyndarinnar telja að lokaðir bílar breyti ímynd íþróttarinnar. Þeir telja að bílarnir munu líta út fyrir að aka sér sjálfir. Umræðan hefur komið aftur upp á yfirborðið vegna slyss Bianchi. Ómögulegt er að fullyrða að yfirbygging hefði komið í veg fyrir meiðsl hans.Rob Smedley, frammistöðustjóri Williams hefur sagt að það væri auðvelt að útfæra yfirbyggða bíla. Nýskipaður framkvæmdastjóri Sambands Formúlu 1 ökumanna, Alex Wurz segir að mikilvægt að lagst verði í vandaða greiningu á því hvað gerðist í slysi Bianchi áður en ráðist verður í stórkostlegar breytingar. „Það vill enginn slys eins og þetta og FIA hefur alltaf sett öryggi ökumanna á oddinn,“ sagði Wurz. Wurz er hluti af ýmsum rannsóknarteymum FIA og segist hafa fulla trú á að allt kapp verði lagt í að tryggja öryggi ökumanna.
Formúla Tengdar fréttir Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 4. október 2014 06:04 Bílskúrinn: Hitinn og hasarinn í Singapúr Þá er komið að því að skoða hvað er annað að frétta frá Singapúr en framúrakstur Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. 24. september 2014 06:00 Formúlukappi lést í mótorhjólaslysi Andrea de Cesaris tók þátt í meira en 200 Formúlu 1-keppnum. 6. október 2014 17:30 Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00 Jules Bianchi er kominn í öndunarvél og líðan hans stöðug Franski ökumaðurinn Jules Bianchi missti stjórn á Marussia bíl sínum undir lok japanaksa kappakstursins í morgun. Hann lenti á vinnutæki sem var að fjarlægja annan bíl sem farið hafði út af á sama stað. 5. október 2014 11:40 Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45 Lewis Hamilton vinnur í Japan Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. 5. október 2014 08:04 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Rosberg á ráspól á Suzuka - Vettel fer frá Red Bull Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams varð þriðji. 4. október 2014 06:04
Bílskúrinn: Hitinn og hasarinn í Singapúr Þá er komið að því að skoða hvað er annað að frétta frá Singapúr en framúrakstur Lewis Hamilton í heimsmeistarakeppni ökumanna. 24. september 2014 06:00
Formúlukappi lést í mótorhjólaslysi Andrea de Cesaris tók þátt í meira en 200 Formúlu 1-keppnum. 6. október 2014 17:30
Mercedes menn fljótastir á föstudegi - Alonso á förum frá Ferrari? Nico Rosberg varð fljótastur á fyrri æfingunni og liðsfélagi hans Lewis Hamilton var fljótastur á þeirri seinni. 3. október 2014 16:00
Jules Bianchi er kominn í öndunarvél og líðan hans stöðug Franski ökumaðurinn Jules Bianchi missti stjórn á Marussia bíl sínum undir lok japanaksa kappakstursins í morgun. Hann lenti á vinnutæki sem var að fjarlægja annan bíl sem farið hafði út af á sama stað. 5. október 2014 11:40
Sebastian Vettel til Ferrari Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1. 4. október 2014 07:45
Lewis Hamilton vinnur í Japan Lewis Hamilton vann Japanskappaksturinn á Suzuka brautinni. Liðsfélagi hans hjá Mercedes Nico Rosberg varð annar og Sebastian Vettel á Red Bull varð þriðji. 5. október 2014 08:04