Segja ráðherra útiloka Barnaverndarstofu frá stefnumótun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. október 2014 21:02 Starfsfólk Barnaverndarstofu telur Eygló Harðardóttur velferðarráðherra útiloka það kerfisbundið frá stefnumótunarvinnu í barnaverndarmálum en velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja fimm hundruð milljóna króna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. Háholt er meðferðarúrræði fyrir unglinga á aldrinum fimmtán til átján ára, en það er mat Barnaverndarstofu að fénu sé betur varið í byggingu nýs meðferðarhúsnæðis fyrir unglingana á höfuðborgarsvæðinu. Sem stendur er rými fyrir þrjá unglinga á Háholti en þar starfa alls ellefu starfsmenn auk kennara og sálfræðings í hlutastarfi. Ljóst er að fáir nýta sér úrræðið, en stundum er þar enginn unglingur í vistun svo vikum skiptir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta er ekki eina dæmið um að ráðherra nýti sér ekki sérfræðiþekkingu Barnaverndarstofu, og er það tilfinning starfsfólks þar að það sé kerfisbundið útilokað frá stefnumótunarvinnu. Ekki hefur verið óskað eftir þekkingu þeirra við gerð framkvæmdaráætlunar í barnavernd fyrir næsta ár, þau sitja ekki í nefnd um mótun fjölskyldustefnu og eiga ekki skipaðan fulltrúa í Velferðarvaktinni. Það er eftirtektarvert fyrir þær sakir að samkvæmt sjöundu grein barnaverndarlaga á Barnaverndarstofa að vera félagsmálaráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í málaflokknum. Eygló vísar þessari gagnrýni á bug. „Nú er það þannig að allir sem hafa haft áhuga á því að koma inn í Velferðarvaktina hafa fengið sæti í henni,“ segir Eygló. „Hvað varðar síðan mótun fjölskyldustefnu þá nær það yfir mjög fjölþætt svið og ég hef raunar ekki fengið upplýsingar um það áður að Barnaverndarstofa hafi áhuga á því að koma að þeirri vinnu. Það hefði náttúrulega verið mjög skemmtilegt. Varðandi barnaverndaráætlunina, þá er það að sjálfsögðu þannig að ráðherra fer með yfirstjórn þess máls.“ Tengdar fréttir Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Starfsfólk Barnaverndarstofu telur Eygló Harðardóttur velferðarráðherra útiloka það kerfisbundið frá stefnumótunarvinnu í barnaverndarmálum en velferðarráðuneytið hyggst nú endurnýja fimm hundruð milljóna króna samning við meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði, þrátt fyrir að Barnaverndarstofa hafi ítrekað lagst gegn því. Háholt er meðferðarúrræði fyrir unglinga á aldrinum fimmtán til átján ára, en það er mat Barnaverndarstofu að fénu sé betur varið í byggingu nýs meðferðarhúsnæðis fyrir unglingana á höfuðborgarsvæðinu. Sem stendur er rými fyrir þrjá unglinga á Háholti en þar starfa alls ellefu starfsmenn auk kennara og sálfræðings í hlutastarfi. Ljóst er að fáir nýta sér úrræðið, en stundum er þar enginn unglingur í vistun svo vikum skiptir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta er ekki eina dæmið um að ráðherra nýti sér ekki sérfræðiþekkingu Barnaverndarstofu, og er það tilfinning starfsfólks þar að það sé kerfisbundið útilokað frá stefnumótunarvinnu. Ekki hefur verið óskað eftir þekkingu þeirra við gerð framkvæmdaráætlunar í barnavernd fyrir næsta ár, þau sitja ekki í nefnd um mótun fjölskyldustefnu og eiga ekki skipaðan fulltrúa í Velferðarvaktinni. Það er eftirtektarvert fyrir þær sakir að samkvæmt sjöundu grein barnaverndarlaga á Barnaverndarstofa að vera félagsmálaráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í málaflokknum. Eygló vísar þessari gagnrýni á bug. „Nú er það þannig að allir sem hafa haft áhuga á því að koma inn í Velferðarvaktina hafa fengið sæti í henni,“ segir Eygló. „Hvað varðar síðan mótun fjölskyldustefnu þá nær það yfir mjög fjölþætt svið og ég hef raunar ekki fengið upplýsingar um það áður að Barnaverndarstofa hafi áhuga á því að koma að þeirri vinnu. Það hefði náttúrulega verið mjög skemmtilegt. Varðandi barnaverndaráætlunina, þá er það að sjálfsögðu þannig að ráðherra fer með yfirstjórn þess máls.“
Tengdar fréttir Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Fangageymslur fullar eftir nóttina Innlent Fleiri fréttir Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Sjá meira
Hálfur milljarður í meðferð sem barnaverndaryfirvöld mæla gegn Velferðarráðuneytið hyggst gera tæplega 500 milljóna króna samning til þriggja ára um rekstur meðferðarheimilis Háholts í Skagafirði þrátt fyrir að Barnaverndarstofa sé eindregið á móti endurnýjun slíks samnings. 6. október 2014 07:00