Niðurdæling brennisteinsvetnis gengur framar vonum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. október 2014 18:42 Niðurdæling brennisteinsvetnis, sem hreinsað hefur verið úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar, gengur framar vonum. Þriðjungi þess brennisteinsvetnis sem fellur til er nú dælt aftur ofan í berglög en aðstandendur verkefnisins vonast til að árangur sjáist á loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Niðurdælingin hefur nú staðið yfir í fjóra mánuði. Verkefnið fellst í því að fanga brennisteinsvetni sem kemur upp með heitri gufu í Hellisheiðarvirkjun. Hveralyktin sem flestir þekkja stafar af brennisteinsvetni. Þetta er litlaus, eitruð gastegund sem getur verið skaðleg heilsu í miklum styrk. Nær undantekningalaust er styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu langt undir hættumörkum. Á veturna, þegar hitastig er rétt yfir frostmarki og austanátt ríkir, hefur komið skot í styrk brennisteinsvetnis. Núna eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að verkefnið fór á fullt. Nú er þriðjungi af öllu brennisteinsvetni sem til fellur dælt niður aftur. Í vetur skýrist hvort að verkefnið sé að skila árangri þegar niðurstöður úr loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. „Í vetur munum við sjá hver árangurinn. Það er á veturna sem möguleikinn er á að þessi sterku púlsar komi. Við reiknum með að í júlí á næsta ári að þá verði gefið út heilbrigðisvottorð á verkefnið,“ segir Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri tækniþróunar hjá Orku náttúrunnar. Til að tryggja það að styrkur brennisteinsvetnis fari ekki yfir ströngustu viðmið hefur Orkuveita Reykjavíkur nú í hyggju að reisa 20-30 metra gufuháf sem mun dæla efninu í gegnum hitahvörf sem myndast í ákveðnum veðuraðstæðum. „Með þessum háfi þá væri hægt að dæla gufunni upp í efri loftlög og dreifa henni. Sem myndi þá draga úr styrk brennisteinsvetnis í byggð,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. „Við lifum á eldfjallaeyju og getum haft stjórn á þessu en ekki eldgosinu,“ segir Bjarni að lokum. Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira
Niðurdæling brennisteinsvetnis, sem hreinsað hefur verið úr útblæstri Hellisheiðarvirkjunar, gengur framar vonum. Þriðjungi þess brennisteinsvetnis sem fellur til er nú dælt aftur ofan í berglög en aðstandendur verkefnisins vonast til að árangur sjáist á loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu í vetur. Niðurdælingin hefur nú staðið yfir í fjóra mánuði. Verkefnið fellst í því að fanga brennisteinsvetni sem kemur upp með heitri gufu í Hellisheiðarvirkjun. Hveralyktin sem flestir þekkja stafar af brennisteinsvetni. Þetta er litlaus, eitruð gastegund sem getur verið skaðleg heilsu í miklum styrk. Nær undantekningalaust er styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu langt undir hættumörkum. Á veturna, þegar hitastig er rétt yfir frostmarki og austanátt ríkir, hefur komið skot í styrk brennisteinsvetnis. Núna eru nokkrir mánuðir liðnir frá því að verkefnið fór á fullt. Nú er þriðjungi af öllu brennisteinsvetni sem til fellur dælt niður aftur. Í vetur skýrist hvort að verkefnið sé að skila árangri þegar niðurstöður úr loftgæðamælingum á höfuðborgarsvæðinu liggja fyrir. „Í vetur munum við sjá hver árangurinn. Það er á veturna sem möguleikinn er á að þessi sterku púlsar komi. Við reiknum með að í júlí á næsta ári að þá verði gefið út heilbrigðisvottorð á verkefnið,“ segir Bjarni Már Júlíusson, verkefnastjóri tækniþróunar hjá Orku náttúrunnar. Til að tryggja það að styrkur brennisteinsvetnis fari ekki yfir ströngustu viðmið hefur Orkuveita Reykjavíkur nú í hyggju að reisa 20-30 metra gufuháf sem mun dæla efninu í gegnum hitahvörf sem myndast í ákveðnum veðuraðstæðum. „Með þessum háfi þá væri hægt að dæla gufunni upp í efri loftlög og dreifa henni. Sem myndi þá draga úr styrk brennisteinsvetnis í byggð,“ segir Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Umreiknað losar Hellisheiðarvirkjun fjörutíu þúsund tonn af brennisteinsdíoxíð á ári eða það sem Holuraun losar á hálfum sólarhringi. „Við lifum á eldfjallaeyju og getum haft stjórn á þessu en ekki eldgosinu,“ segir Bjarni að lokum.
Bárðarbunga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Sjá meira