Lífið

"Ég hef vitað síðan ég var mjög ungur að ég veiti samkynhneigðum ánægju“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Gerard opnar sig í nýrri ævisögu.
Gerard opnar sig í nýrri ævisögu. vísir/getty
Franski leikarinn Gerard Depardieu gaf nýverið út sjálfsævisöguna That's the Way it Was en hlutar hennar voru birtir á breska vefnum Daily Mail í gær.

Í bókinni segir leikarinn meðal annars frá unglingsárunum þegar hann stundaði vændi á götum Chateauroux, þar sem hann ólst upp, og síðar á götum Parísar.

„Ég hef vitað síðan ég var mjög ungur að ég veiti samkynhneigðum ánægju,“ segir Gerard. „Ég bað þá um peninga,“ bætir hann við. Þá segist hann einnig hafa rænt nokkra kúnna sína.

„Bófinn í mér vaknaði þegar ég var tvítugur. Ég rændi suma. Ég barði suma menn og stakk af með alla peningana.“

Gerard segir einnig frá því í bókinni að hann hafi eytt tíma í fangelsi fyrir bílaþjófnað og að hann hafi á einum tímapunkti haft í sig og á með því að vera grafarræningi.

Það kemur lítið á óvart að Gerard fjallar ítarlega um áfengisfíkn sína í bókinni en hann hefur látið hafa eftir sér að hann geti drukkið fjórtán vínflöskur á dag.

„Ég er með hávaðann í líkama mínum á heilanum, hjartslátt mínn, gutlið í þörmum mínum, brak í liðamótum mínum. Þetta er orðinn sjúklegur ótti og ef ég er einn á hótelherbergi verð ég að drekka svo ég heyri þetta ekki - annars verð ég brjálaður. Ég get ekki sofnað nema ég sé dauðadrukkinn.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×