Innlent

Sex ár frá hruni bankanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Sex ár eru nú liðin frá sjónvarpsávarpi Geirs H. Haarde sem endaði á þeim fleygu orðum: „Guð blessi Ísland.“ Þá ávarpaði forsætisráðherrann þjóðina vegna þeirra erfiðleika sem íslensku bankarnir voru í. Seinna sama dag lagði hann neyðarlögin fram á Alþingi.

Neyðarlögin gerðu stjórnvöldum heimilt að grípa inn í efnahaginn, taka yfir banka, stofna ný fjármálafyrirtæki og fleira. Þá var Íbúðalánasjóði gert kleyft að taka yfir íbúðalán fjármálafyrirtækja.

Hér að ofan má sjá kvöldfréttatíma Stöðvar 2 frá þessum degi fyrir sex árum. Þar að auki má sjá hér að neðan aukafréttatíma vegna ávarpsins. Mikill glundroði skapaðist þennan dag og Íslendingar eru enn að takast á við afleiðingar hrunsins og þar á meðal gjaldeyrishöftin sem sett voru á í nóvember sama ár.

Aukafréttatími Stöðvar 2 vegna ávarpsins og bein útsending: Hér má sjá ávarpið stakt:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×