Tæplega 20 skjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta hálfa sólarhringinn, þar af um 10 frá miðnætti.
Lítil virkni hefur verið í ganginum og hafa fjórir skjálftar mælst yfir 3 að stærð. Þá hafa mælst nokkrir litlir skjálftar suðvestur af Kópaskeri.
Þá er svipuð virkni í eldgosinu í Holuhrauni og verið hefur undanfarna daga.
