LÍN fylgir ekki almennum reglum í samfélaginu Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2014 18:53 Ábyrgðarmenn geta borið ábyrgð þrátt fyrir að lántaki hafi dáið mörgum árum áður. Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur ekki farið eftir almennum reglum um ábyrgðarmenn að mati lögmanns sem rekur mál ábyrgðarmanns sem fer fyrir Hæstarétt í vetur. Vinni skjólstæðingur hans málið gætu allar ábyrgðir á námslánum fallið úr gildi. Fjallað var ítarlega um málið í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þeir sem skrifað hafa upp á námslán fyrir ástvini eða ættingja hafa undanfarin misseri sumir vaknað upp við þann vonda draum jafnvel áratugum síðar að námslánið hefur verið gjaldfellt á þá. Þáverandi félagsmála- og viðskiptaráðherra undirrituðu samkomulag árið 1998 fyrir hönd stjórnvalda um notkun sjálfskuldarábyrgða. Með samkomulaginu voru settar meginreglur til verndar ábyrgðarmönnum í þeim tilvikum þegar sjálfsskuldarábyrgð er sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu. Samkomulagið gerir ríkar kröfur um vönduð vinnubrögð lánveitanda þegar tekin er ábyrgð hjá einstakling fyrir skuldum annars einstaklings. „Meginreglan er sú í svona viðskiptum að ábyrgðir sem eru fengnar með þessum hætti, þ.e.a.s. án þess að viðkomandi ábyrgðarmanni séu kynntar þær skuldbindningar sem hann er að taka á sig og án þess að það sé könnuð greiðslugeta skuldarans, eru raunverulega ógildar. Það er að segja, það er ósanngjarnt af þeim sem heldur á þessum ábyrgðum að bera þær fyrir sig,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson lögmaður. En hann rekur mál ábyrgðarmanns námsláns sem koma mun fyrir Hæstarétt í vetur. TCM innheimtufyrirtæki hefur um nokkurra missera skeið fyrir hönd LÍN gengið að ábyrgðarmönnum námslána sem lántaki hefur hætt að greiða af. En lánasjóðurinn telur sig ekki bundinn af samkomulagi ráðherranna frá árið 1998 um upplýsingaskyldu til ábyrgðarmanna. Páll Rúnar segir Hæstarétt áður hafa dæmt í málum ábyrgðarmanna lána í bankakerfinu af sambærilegum lánum og dæmt ábyrgðirnar ólöglegar. „Og það að aðilar geti rétt svona blað á milli sín og haft það ógilt hjá einum en gilt hjá hinum kemur einhvern veginn ekki heim og saman. Af því að þetta eru fyrst og síðast réttindi neytenda,“ segir Páll Rúnar. Skoða verði þessar ábyrgðir í ljósi þess hvernig til þeirra hafi verið stofnað. LÍN sé ekki að fylgja almennum reglum í samfélaginu.Ef dómur fellur þínum skjólstæðingi í hag, hverju myndi það breyta ef það yrði niðurstaðan?„Það myndi hafa víðtæka þýðingu fyrir fjölmennan hóp. Það myndi nokkurn veginn hafa þá þýðingu að þessi mál væru úr sögunni eins og við þekkjum þau. Það væru þá helst mál sem urðu til fyrir þetta samkomulag sem yrði að skoða sérstaklega. En það má búast við því að stjórnvöld gæti ákveðins jafnræðis hvað það varðar og láti alla búa við sama rétt,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson. Tengdar fréttir Ábyrgðarmenn rukkaðir fram yfir gröf og dauða Hætt var að krefjast ábyrgðarmanna á námslán árið 2009 en ábyrgðarmenn eldri lána geta verið eltir til greiðslu allt að dánarbúum þeirra. Frumvarp fyrrverandi menntamálaráðherra til breytinga féll á tíma. 29. september 2014 12:20 Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum "Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN. 18. september 2014 12:13 Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Margir gera sér ekki grein fyrir að þeir erfa bæði eignir og skuldir við andlát skyldmenna og geta þar með erft ábyrgðir af námslánum sem hinn látni skirfaði upp á. 4. október 2014 19:30 Ábyrgðir á námslánum gætu fallið niður með hæstaréttardómi Hæstiréttur mun í vetur taka fyrir mál ábyrgðarmanns á námsláni og ef dómur fellur ábyrgðarmanni í hag gæti það ógilt nær allar ábyrgðir á námslánum. 5. október 2014 13:29 Námslán úr fortíðinni: „Við getum ekki borgað þessa kröfu" 66 ára kona þarf að gangast í ábyrgð fyrir námslán sem faðir hennar, sem lést fyrir 27 árum, var ábyrgðamaður fyrir. „„Við erum bæði eignarlaus, bróðir minn og ég," segir hún. 18. september 2014 15:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Lánasjóður íslenskra námsmanna hefur ekki farið eftir almennum reglum um ábyrgðarmenn að mati lögmanns sem rekur mál ábyrgðarmanns sem fer fyrir Hæstarétt í vetur. Vinni skjólstæðingur hans málið gætu allar ábyrgðir á námslánum fallið úr gildi. Fjallað var ítarlega um málið í fréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Þeir sem skrifað hafa upp á námslán fyrir ástvini eða ættingja hafa undanfarin misseri sumir vaknað upp við þann vonda draum jafnvel áratugum síðar að námslánið hefur verið gjaldfellt á þá. Þáverandi félagsmála- og viðskiptaráðherra undirrituðu samkomulag árið 1998 fyrir hönd stjórnvalda um notkun sjálfskuldarábyrgða. Með samkomulaginu voru settar meginreglur til verndar ábyrgðarmönnum í þeim tilvikum þegar sjálfsskuldarábyrgð er sett til tryggingar fjárhagslegri skuldbindingu. Samkomulagið gerir ríkar kröfur um vönduð vinnubrögð lánveitanda þegar tekin er ábyrgð hjá einstakling fyrir skuldum annars einstaklings. „Meginreglan er sú í svona viðskiptum að ábyrgðir sem eru fengnar með þessum hætti, þ.e.a.s. án þess að viðkomandi ábyrgðarmanni séu kynntar þær skuldbindningar sem hann er að taka á sig og án þess að það sé könnuð greiðslugeta skuldarans, eru raunverulega ógildar. Það er að segja, það er ósanngjarnt af þeim sem heldur á þessum ábyrgðum að bera þær fyrir sig,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson lögmaður. En hann rekur mál ábyrgðarmanns námsláns sem koma mun fyrir Hæstarétt í vetur. TCM innheimtufyrirtæki hefur um nokkurra missera skeið fyrir hönd LÍN gengið að ábyrgðarmönnum námslána sem lántaki hefur hætt að greiða af. En lánasjóðurinn telur sig ekki bundinn af samkomulagi ráðherranna frá árið 1998 um upplýsingaskyldu til ábyrgðarmanna. Páll Rúnar segir Hæstarétt áður hafa dæmt í málum ábyrgðarmanna lána í bankakerfinu af sambærilegum lánum og dæmt ábyrgðirnar ólöglegar. „Og það að aðilar geti rétt svona blað á milli sín og haft það ógilt hjá einum en gilt hjá hinum kemur einhvern veginn ekki heim og saman. Af því að þetta eru fyrst og síðast réttindi neytenda,“ segir Páll Rúnar. Skoða verði þessar ábyrgðir í ljósi þess hvernig til þeirra hafi verið stofnað. LÍN sé ekki að fylgja almennum reglum í samfélaginu.Ef dómur fellur þínum skjólstæðingi í hag, hverju myndi það breyta ef það yrði niðurstaðan?„Það myndi hafa víðtæka þýðingu fyrir fjölmennan hóp. Það myndi nokkurn veginn hafa þá þýðingu að þessi mál væru úr sögunni eins og við þekkjum þau. Það væru þá helst mál sem urðu til fyrir þetta samkomulag sem yrði að skoða sérstaklega. En það má búast við því að stjórnvöld gæti ákveðins jafnræðis hvað það varðar og láti alla búa við sama rétt,“ segir Páll Rúnar Kristjánsson.
Tengdar fréttir Ábyrgðarmenn rukkaðir fram yfir gröf og dauða Hætt var að krefjast ábyrgðarmanna á námslán árið 2009 en ábyrgðarmenn eldri lána geta verið eltir til greiðslu allt að dánarbúum þeirra. Frumvarp fyrrverandi menntamálaráðherra til breytinga féll á tíma. 29. september 2014 12:20 Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum "Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN. 18. september 2014 12:13 Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Margir gera sér ekki grein fyrir að þeir erfa bæði eignir og skuldir við andlát skyldmenna og geta þar með erft ábyrgðir af námslánum sem hinn látni skirfaði upp á. 4. október 2014 19:30 Ábyrgðir á námslánum gætu fallið niður með hæstaréttardómi Hæstiréttur mun í vetur taka fyrir mál ábyrgðarmanns á námsláni og ef dómur fellur ábyrgðarmanni í hag gæti það ógilt nær allar ábyrgðir á námslánum. 5. október 2014 13:29 Námslán úr fortíðinni: „Við getum ekki borgað þessa kröfu" 66 ára kona þarf að gangast í ábyrgð fyrir námslán sem faðir hennar, sem lést fyrir 27 árum, var ábyrgðamaður fyrir. „„Við erum bæði eignarlaus, bróðir minn og ég," segir hún. 18. september 2014 15:25 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ábyrgðarmenn rukkaðir fram yfir gröf og dauða Hætt var að krefjast ábyrgðarmanna á námslán árið 2009 en ábyrgðarmenn eldri lána geta verið eltir til greiðslu allt að dánarbúum þeirra. Frumvarp fyrrverandi menntamálaráðherra til breytinga féll á tíma. 29. september 2014 12:20
Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum "Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri LÍN. 18. september 2014 12:13
Á annað hundrað ábyrgðarmanna greiða af lánum hjá LÍN Margir gera sér ekki grein fyrir að þeir erfa bæði eignir og skuldir við andlát skyldmenna og geta þar með erft ábyrgðir af námslánum sem hinn látni skirfaði upp á. 4. október 2014 19:30
Ábyrgðir á námslánum gætu fallið niður með hæstaréttardómi Hæstiréttur mun í vetur taka fyrir mál ábyrgðarmanns á námsláni og ef dómur fellur ábyrgðarmanni í hag gæti það ógilt nær allar ábyrgðir á námslánum. 5. október 2014 13:29
Námslán úr fortíðinni: „Við getum ekki borgað þessa kröfu" 66 ára kona þarf að gangast í ábyrgð fyrir námslán sem faðir hennar, sem lést fyrir 27 árum, var ábyrgðamaður fyrir. „„Við erum bæði eignarlaus, bróðir minn og ég," segir hún. 18. september 2014 15:25