Erlent

Aukin harka í mótmælunum í Hong Kong

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Aukin harka færðist í mótmælin í Hong Kong í dag eftir að æðsti embættismaður Hong Kong, CY Leung, skipaði lögreglu að grípa til nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja að hægt væri að opna opinberar skrifstofur og skóla á mánudag. Tugþúsundir tóku þátt í mótmælunum í dag en þau eru sögð þau fjölmennustu frá upphafi mótmælanna.

Til átaka kom í gær þegar þeir sem krefjast lýðræðislegra umbóta í stjórnkerfinu í Hong Kong lenti saman við almenning sem styður Kínastjórn.  Aftur kom til átaka á tveimur stöðum í borginni í dag þar sem hópunum lenti saman. Lögreglan hafnar ásökunum um að hún hafi staðið aðgerðarlaus hjá á meðan átökin áttu sér stað og benda á að 19 manns hafi verið handteknir.

Íbúarnir krefjast þess að kosningar á þarnæsta ári verði án fyrirhugaðra afskipta kínverska kommúnistaflokksins og hafa stjórnvöld nú handtekið og yfirheyrt tugi manna vegna stuðnings við mótmælin. Þykja handtökurnar sýna að kommúnistaflokkurinn óttist nú að krafan um lýðræðisumbætur breiðist út til borga á meginlandinu en þar sæta fréttir af mótmælunum mikilli ritskoðun.




Tengdar fréttir

Mótmælendur hóta hertum aðgerðum

Leiðtogar mótmælenda í Hong Kong vöruðu við því að ef æðsti yfirmaður Hong Kong segði ekki af sér í gær myndu þeir fjölga mótmælaaðgerðum sínum, þar á meðal leggja undir sig þó nokkrar mikilvægar byggingar stjórnvalda.

Vilja fund með leiðtoga Hong Kong

Mótmælendur í Hong Kong krefjast fundar með Leung Chun-ying leiðtoga borgarinnar. Hann segir Kínverja ekki gefa neitt eftir.

Lýðræðislegar umbætur í limbói

Hong Kong var bresk nýlenda í rúm 150 ár og þekkja íbúar borgarinnar ekki hvað það er að stjórna sér alfarið sjálfir. Þrátt fyrir að Kínverjar leyfi Hong Kong-búum það að mestu eiga þeir samt erfitt með að færa kosningakerfið í lýðræðisátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×