Pólverji reisir stærstu hús í sögu Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 3. október 2014 19:30 Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. Pólskur eigandi er að setja fjóra milljarða króna í uppbyggingu fiskeldis í fjórðungnum. Tálknfirðingar tala um ævintýri. Stöð 2 hefur síðustu daga fjallað um fjárfestingar Arnarlax, mikinn vöxt Fjarðarlax en þriðja fyrirtækið, Dýrfiskur, stendur einnig fyrir verulegri uppbyggingu á sunnanverðum Vestfjörðum. Í botni Tálknafjarðar er hafin smíði seiðaeldisstöðvar sem að grunnfleti verður samtals fimmtán þúsund fermetrar í þremur álmum. Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks í Tálknafirði, var spurður hvort Tálknafjörður hefði séð annað eins:Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks á Tálknafirði: „Þetta er stórt ævintýri."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nei, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Þú þarft örugglega að fara víðar hér um Vestfirði til að sjá nokkuð.., - ég hugsa að það sé hvergi hérna svona stórt hús,” sagði Sigurvin í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Til samanburðar má geta þess að grunnflötur nýju bygginganna í Tálknafirði verður tvöfalt meiri en fermetrafjöldinn í sjúkrahúsinu á Ísafirði.Jerzy Malek, aðaleigandi Dýrfisks. Hann er að fjárfesta fyrir fjóra milljarða króna í fiskeldi á Vestfjörðum.Aðaleigandi Dýrfisks er Pólverjinn Jerzy Malek, stofnandi Morpol, og helsti brautryðjandi laxeldis í Evrópu, en hann er að leggja 25 milljónir evra, eða um fjóra milljarða króna, í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Og það virðist lagður metnaður í verkefnið: „Þessi stöð á að verða sú fullkomnasta í heimi þegar upp verður staðið,” segir Sigurvin. Hann segir að hvert ker í stöðinni verði sjálfstæð eining og með sjálfstæðan hreinsibúnað sem þýði að 85 prósent af vatninu verði endurnýtt. Dýrfiskur elur upp seiði regnbogasilungs í gömlu stöðinni í Norðurbotni en átta mánaða gamall er silungurinn fluttur í sjókvíar í Dýrafirði og Önundarfirði og síðan unninn á Flateyri. Starfsmenn fyrirtækisins eru orðnir yfir fimmtíu talsins og búist við að þeim fjölgi í yfir eitthundrað á næstu árum. „Íbúðaverð er á leiðinni upp hérna, - út af þessu eldi sem er í gangi á öllum stöðunum hérna. Það er að bætast við fólk. Það er allt jákvætt við þetta,” segir Sigurvin. Sjálfur er hann borinn og barnfæddur Tálknfirðingur. -Upplifir þú þetta sem ævintýri? „Þetta er stórt ævintýri. Það er ósköp einfalt. Það er ekkert annað.” Tengdar fréttir Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ákvæði um kynslóðabundið fiskeldi vanta í nýtt lagafrumvarp. Ef eldinu verði ekki skipt upp eftir svæðum sem hvíld verði reglulega muni smit berast á milli og fyrirtækin setja hvert annað á hausinn. 9. maí 2014 07:00 Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30 Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Dýrfiskur hefur hafið smíði stærstu bygginga í sögu Vestfjarða, seiðaeldisstöðvar á Tálknafirði. Pólskur eigandi er að setja fjóra milljarða króna í uppbyggingu fiskeldis í fjórðungnum. Tálknfirðingar tala um ævintýri. Stöð 2 hefur síðustu daga fjallað um fjárfestingar Arnarlax, mikinn vöxt Fjarðarlax en þriðja fyrirtækið, Dýrfiskur, stendur einnig fyrir verulegri uppbyggingu á sunnanverðum Vestfjörðum. Í botni Tálknafjarðar er hafin smíði seiðaeldisstöðvar sem að grunnfleti verður samtals fimmtán þúsund fermetrar í þremur álmum. Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks í Tálknafirði, var spurður hvort Tálknafjörður hefði séð annað eins:Sigurvin Hreiðarsson, stöðvarstjóri Dýrfisks á Tálknafirði: „Þetta er stórt ævintýri."Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Nei, ég held að það sé alveg óhætt að segja það. Þú þarft örugglega að fara víðar hér um Vestfirði til að sjá nokkuð.., - ég hugsa að það sé hvergi hérna svona stórt hús,” sagði Sigurvin í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Til samanburðar má geta þess að grunnflötur nýju bygginganna í Tálknafirði verður tvöfalt meiri en fermetrafjöldinn í sjúkrahúsinu á Ísafirði.Jerzy Malek, aðaleigandi Dýrfisks. Hann er að fjárfesta fyrir fjóra milljarða króna í fiskeldi á Vestfjörðum.Aðaleigandi Dýrfisks er Pólverjinn Jerzy Malek, stofnandi Morpol, og helsti brautryðjandi laxeldis í Evrópu, en hann er að leggja 25 milljónir evra, eða um fjóra milljarða króna, í uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Og það virðist lagður metnaður í verkefnið: „Þessi stöð á að verða sú fullkomnasta í heimi þegar upp verður staðið,” segir Sigurvin. Hann segir að hvert ker í stöðinni verði sjálfstæð eining og með sjálfstæðan hreinsibúnað sem þýði að 85 prósent af vatninu verði endurnýtt. Dýrfiskur elur upp seiði regnbogasilungs í gömlu stöðinni í Norðurbotni en átta mánaða gamall er silungurinn fluttur í sjókvíar í Dýrafirði og Önundarfirði og síðan unninn á Flateyri. Starfsmenn fyrirtækisins eru orðnir yfir fimmtíu talsins og búist við að þeim fjölgi í yfir eitthundrað á næstu árum. „Íbúðaverð er á leiðinni upp hérna, - út af þessu eldi sem er í gangi á öllum stöðunum hérna. Það er að bætast við fólk. Það er allt jákvætt við þetta,” segir Sigurvin. Sjálfur er hann borinn og barnfæddur Tálknfirðingur. -Upplifir þú þetta sem ævintýri? „Þetta er stórt ævintýri. Það er ósköp einfalt. Það er ekkert annað.”
Tengdar fréttir Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45 Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ákvæði um kynslóðabundið fiskeldi vanta í nýtt lagafrumvarp. Ef eldinu verði ekki skipt upp eftir svæðum sem hvíld verði reglulega muni smit berast á milli og fyrirtækin setja hvert annað á hausinn. 9. maí 2014 07:00 Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30 Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00 Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45
Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30
Laxeldi í sjó verði stöðvað Orri Vigfússon, helsti baráttumaður fyrir verndun villtra laxastofna, vill að stjórnvöld stöðvi nú þegar allt laxeldi í sjó. Hann óttast umhverfisslys. Laxeldi í sjókvíum stefnir í að verða umfangsmikil atvinnugrein, eins og fram kom í frétt Stöðvar 2 úr Arnarfirði í fyrradag. Orri Vigfússon vill að stjórnvöld grípi nú þegar í taumana. "Mér finnst að það eigi að stoppa þetta strax, já," segir Orri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. 15. mars 2013 18:45
Vilja ákvæði um kynslóðaskipt laxeldi inn frumvarp um fiskeldi Framkvæmdastjóri Fjarðalax segir ákvæði um kynslóðabundið fiskeldi vanta í nýtt lagafrumvarp. Ef eldinu verði ekki skipt upp eftir svæðum sem hvíld verði reglulega muni smit berast á milli og fyrirtækin setja hvert annað á hausinn. 9. maí 2014 07:00
Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00
Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30
Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00
Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. 2. október 2014 20:30