Vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Atli Ísleifsson skrifar 3. október 2014 12:59 Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Vísir/Daníel Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála en að starfsfólki Barnaverndarstofu hafi verið boðið að taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er. Því veki furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Barnaverndarstofu. Í yfirlýsingu frá starfsfólki Barnaverndarstofu segja starfsmenn að ummæli ráðherra um staðarval nýrrar stofnunar valdi þeim áhyggjum og bendi til þess að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna. Fréttatilkynning frá velferðarráðuneytinu var send út nú fyrir hádegi þar sem má sjá viðbrögð félags- og húsnæðismálaráðherra um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála vegna yfirlýsingar starfsfólks Barnaverndarstofu. „Barnaverndarstofa bregst hart við í yfirlýsingu í dag þar sem starfsfólk stofnunarinnar virðist gefa sér niðurstöður í umfangsmikilli endurskipulagningu á stjórnsýslu barnaverndarstarfs og félagsþjónustu í landinu sem nú er að hefjast. Markmiðið er að draga skýrari skil milli stjórnsýslu og eftirlits annars vegar og þjónustu hins vegar í samstarfi við sveitarfélögin og samtök þeirra. Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga kunna að verða hluti niðurstöðu þessarar endurskipulagningar þegar þar að kemur. Eftirliti með félagsþjónustu er áfátt og einnig hefur velferðarráðuneytið vegna gagnrýni á það að Barnaverndarstofa annast bæði þjónustuverkefni og eftirlit með barnavernd þurft að taka yfir eftirlit með þessum úrræðum. Félags- og húsnæðismálaráðherra véfengir hvorki fagleg vinnubrögð starfsfólks Barnaverndarstofu né starfsmanna félagsþjónustu sveitarfélaganna. Það er hins vegar alveg ljóst að margt er lýtur að skipulagi þessara mála þarfnast endurskoðunar og breytinga. Nefnd á vegum ráðherra hefur verið skipuð og er henni ætlað að vinna að tillögugerð á þessu sviði. Stefnt er að því að nefndin skili niðurstöðum sínum fyrir páska. Vinna við endurskoðun og endurskipulagningu er því að hefjast. Engar ákvarðanir hafa verið teknar. Barnaverndarstofu hefur verið boðið að taka þátt í þessari vinnu og því vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna. Mikilvægt er að vinna við endurskoðun stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar fari faglega fram í samvinnu við helstu hagsmunaaðila og ítarleg umræða fari fram um málið þegar niðurstöður nefndarinnar liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafa verið teknar um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála en að starfsfólki Barnaverndarstofu hafi verið boðið að taka þátt í þeirri vinnu sem framundan er. Því veki furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna Barnaverndarstofu. Í yfirlýsingu frá starfsfólki Barnaverndarstofu segja starfsmenn að ummæli ráðherra um staðarval nýrrar stofnunar valdi þeim áhyggjum og bendi til þess að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna. Fréttatilkynning frá velferðarráðuneytinu var send út nú fyrir hádegi þar sem má sjá viðbrögð félags- og húsnæðismálaráðherra um skipulag félagsþjónustu og barnaverndarmála vegna yfirlýsingar starfsfólks Barnaverndarstofu. „Barnaverndarstofa bregst hart við í yfirlýsingu í dag þar sem starfsfólk stofnunarinnar virðist gefa sér niðurstöður í umfangsmikilli endurskipulagningu á stjórnsýslu barnaverndarstarfs og félagsþjónustu í landinu sem nú er að hefjast. Markmiðið er að draga skýrari skil milli stjórnsýslu og eftirlits annars vegar og þjónustu hins vegar í samstarfi við sveitarfélögin og samtök þeirra. Flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga kunna að verða hluti niðurstöðu þessarar endurskipulagningar þegar þar að kemur. Eftirliti með félagsþjónustu er áfátt og einnig hefur velferðarráðuneytið vegna gagnrýni á það að Barnaverndarstofa annast bæði þjónustuverkefni og eftirlit með barnavernd þurft að taka yfir eftirlit með þessum úrræðum. Félags- og húsnæðismálaráðherra véfengir hvorki fagleg vinnubrögð starfsfólks Barnaverndarstofu né starfsmanna félagsþjónustu sveitarfélaganna. Það er hins vegar alveg ljóst að margt er lýtur að skipulagi þessara mála þarfnast endurskoðunar og breytinga. Nefnd á vegum ráðherra hefur verið skipuð og er henni ætlað að vinna að tillögugerð á þessu sviði. Stefnt er að því að nefndin skili niðurstöðum sínum fyrir páska. Vinna við endurskoðun og endurskipulagningu er því að hefjast. Engar ákvarðanir hafa verið teknar. Barnaverndarstofu hefur verið boðið að taka þátt í þessari vinnu og því vekur furðu að samráðsleysi sé gagnrýnt í yfirlýsingu starfsmanna. Mikilvægt er að vinna við endurskoðun stjórnsýslu á sviði félagsþjónustu og barnaverndar fari faglega fram í samvinnu við helstu hagsmunaaðila og ítarleg umræða fari fram um málið þegar niðurstöður nefndarinnar liggja fyrir,“ segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01 Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01
Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Starfsmenn Barnaverndarstofu gagnrýna ummæli Eyglóar Harðardóttur og fyrirhugaðar breytingar á barnaverndarkerfinu. 3. október 2014 10:29