Vísbendingar um að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. október 2014 10:29 Eygló hefur sagt að engin viðmið séu til um hvað sé góð barnavernd Vísir / GVA Starfsfólk Barnaverndarstofu segir að Eygló Harðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, fari ekki með rétt mál um stöðu barnaverndarmála hér á landi. Starfsfólkið segir að ummæli ráðherra bendi til þess að í undirbúningi séu ákvarðanir um breytingar á barnaverndarkerfinu á röngum forsendum. Þetta segir í yfirlýsingu sem starfsmenn Barnaverndarstofu samþykktu á fundi sínum í dag. Í yfirlýsingunni segja starfsmenn að ummæli ráðherra um staðarval nýrrar stofnunar valdi þeim áhyggjum og bendi til þess að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna. „Á svæðinu sem afmarkast af klukkutíma akstri út frá Reykjavík koma um 85% allra tilkynninga í barnavernd og um 81% barnaverndarmála. Ef einungis er miðað við höfuðborgarsvæðið er um að ræða 69% tilkynninga og 62% barnaverndarmála,“ segir í yfirlýsingunni. Ráðherra hefur sagt að koma verði upp sérstökum gæðastöðlum í barnaverndarkerfinu og að engin viðmið séu til um hvað sé góð barnavernd. „Hið rétta er að á öllum málasviðum barnaverndar liggja fyrir handbækur (t.d. fyrir barnaverndarstarfsmenn í héraði og starfsfólk meðferðarheimila), leiðbeiningar, reglur og gæðastaðlar,“ segja starfsmennirnir. Starfsmennirnir segja að stofnunin gegni mikilvægu hlutverki við að leiðbeina og hafa eftirlit með að reglum um málsmeðferð samkvæmt lögum sé framfylgt. Því sé eðli málsins samkvæmt gæðaeftirlit í gangi. „Á sumum sviðum, t.d. kynferðisbrota gegn börnum, hefur Ísland m.a.s. orðið fyrirmynd annarra Evrópuþjóða.“ Í yfirlýsingunni furða starfsmenn sig einnig á því að þeir hafi nánast eingöngu fengið upplýsingar um málið úr fjölmiðlum. Þá segja þeir að „ráðherra hafi hingað til ekki séð ástæðu til að leita liðsinnis starfsfólksins, sem eðli máls samkvæmt býr yfir sérfræðiþekkingu á málaflokknum“. Alþingi Tengdar fréttir Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Starfsfólk Barnaverndarstofu segir að Eygló Harðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, fari ekki með rétt mál um stöðu barnaverndarmála hér á landi. Starfsfólkið segir að ummæli ráðherra bendi til þess að í undirbúningi séu ákvarðanir um breytingar á barnaverndarkerfinu á röngum forsendum. Þetta segir í yfirlýsingu sem starfsmenn Barnaverndarstofu samþykktu á fundi sínum í dag. Í yfirlýsingunni segja starfsmenn að ummæli ráðherra um staðarval nýrrar stofnunar valdi þeim áhyggjum og bendi til þess að önnur sjónarmið séu talin mikilvægari en velferð barna. „Á svæðinu sem afmarkast af klukkutíma akstri út frá Reykjavík koma um 85% allra tilkynninga í barnavernd og um 81% barnaverndarmála. Ef einungis er miðað við höfuðborgarsvæðið er um að ræða 69% tilkynninga og 62% barnaverndarmála,“ segir í yfirlýsingunni. Ráðherra hefur sagt að koma verði upp sérstökum gæðastöðlum í barnaverndarkerfinu og að engin viðmið séu til um hvað sé góð barnavernd. „Hið rétta er að á öllum málasviðum barnaverndar liggja fyrir handbækur (t.d. fyrir barnaverndarstarfsmenn í héraði og starfsfólk meðferðarheimila), leiðbeiningar, reglur og gæðastaðlar,“ segja starfsmennirnir. Starfsmennirnir segja að stofnunin gegni mikilvægu hlutverki við að leiðbeina og hafa eftirlit með að reglum um málsmeðferð samkvæmt lögum sé framfylgt. Því sé eðli málsins samkvæmt gæðaeftirlit í gangi. „Á sumum sviðum, t.d. kynferðisbrota gegn börnum, hefur Ísland m.a.s. orðið fyrirmynd annarra Evrópuþjóða.“ Í yfirlýsingunni furða starfsmenn sig einnig á því að þeir hafi nánast eingöngu fengið upplýsingar um málið úr fjölmiðlum. Þá segja þeir að „ráðherra hafi hingað til ekki séð ástæðu til að leita liðsinnis starfsfólksins, sem eðli máls samkvæmt býr yfir sérfræðiþekkingu á málaflokknum“.
Alþingi Tengdar fréttir Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Ný ríkisstofnun verður staðsett á landsbyggðinni Ný stofnun sem á að búa til á meðal annars að taka yfir málefni Barnaverndarstofu og fatlaðra. Stofnuninni verður líklega komið fyrir á landsbyggðinni. Ráðherra vill bæta barnavernd og félagsþjónustu á landinu öllu. 1. október 2014 00:01