Vantar íbúðir fyrir tugi nýrra starfsmanna á Vestfjörðum Kristján Már Unnarsson skrifar 2. október 2014 20:30 Höskuldur Steinarsson, framleiðslustjóri Fjarðalax. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. Skortur á íbúðarhúsnæði veldur vandkvæðum. Fjarðalax hefur leitt hraða uppbyggingu fiskeldis á sunnanverðum Vestfjörðum en aðeins eru fimm ár frá því fyrirtækið tók til starfa. Höskuldur Steinarsson, framleiðslustjóri fyrirtækisins, segir að þeir hafi verið þrír sem byrjuðu en nú séu starfsmennirnir 57 talsins. Fyrstu laxaseiðin voru sett í sjókvíar í Tálknafirði en Fjarðalax er jafnframt með kvíar í Arnarfirði og Patreksfirði og er einn fjarðanna jafnan hvíldur. Fyrir þremur árum hófst vinnsla á laxi á Patreksfirði en þar er fjölmennasta starfsstöðin. Þaðan er laxinn sendur ferskur á markaði.Úr fiskvinnslu Fjarðalax á Patreksfirði. Laxinum pakkað ferskum til útflutnings.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Höskuldur segir að fyrirtækið hafi á undanförnum vikum ráðið fimmtán manns og verið sé að auglýsa eftir fleirum til starfa, eins og skipstjórum, vélstjórum og gæðastjóra. „Þannig að við erum að bæta við fólki með þekkingu og reynslu,” segir Höskuldur og býst við að tíu starfsmenn til viðbótar bætist við á næstu vikum. Framleiðslan í ár stefnir í yfir tvöþúsund tonn, en í fyrra var selt fyrir tólfhundruð milljónir króna. Á þessu ári stefna gjaldeyristekjur Fjarðalax í tvo milljarða króna, sem er ekki svo lítil viðbót í þjóðarbúið frá byggðunum á sunnanverðum Vestfjörðum. En hvernig gengur að fá fólk til að starfa? „Það er svolítið tak að fá Íslendinga til að flytja vestur á firði, ég skal viðurkenna það. En þetta er að breytast. Við finnum það. Það er mikill áhugi að koma núna. Það er ungt fólk, fólk með menntun og reynslu, - og fjölskyldur, - sem hefur beinlínis áhuga á að koma,” svarar Höskuldur.Frá Patreksfirði. Þar heyrast reyndar hamarshögg þessa dagana úr húsinu hægra megin á myndinni sem verið er að endurbyggja og stækka.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En ekki er nóg að hafa atvinnuna. Fjölskyldur þurfa líka að hafa þak yfir höfuðið. „Það er húsnæðisvandamál að myndast á sunnanverðum Vestfjörðum í kringum þessa starfsemi. Það vantar íbúðarhúsnæði. Þannig að það er næsta stóra verkefni, að bæta í hvað varðar innviði samfélagsins.” Tengdar fréttir Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fiskeldisfyrirtækið Fjarðalax er að ráða 25 nýja starfsmenn á sunnanverðum Vestfjörðum um þessar mundir. Skortur á íbúðarhúsnæði veldur vandkvæðum. Fjarðalax hefur leitt hraða uppbyggingu fiskeldis á sunnanverðum Vestfjörðum en aðeins eru fimm ár frá því fyrirtækið tók til starfa. Höskuldur Steinarsson, framleiðslustjóri fyrirtækisins, segir að þeir hafi verið þrír sem byrjuðu en nú séu starfsmennirnir 57 talsins. Fyrstu laxaseiðin voru sett í sjókvíar í Tálknafirði en Fjarðalax er jafnframt með kvíar í Arnarfirði og Patreksfirði og er einn fjarðanna jafnan hvíldur. Fyrir þremur árum hófst vinnsla á laxi á Patreksfirði en þar er fjölmennasta starfsstöðin. Þaðan er laxinn sendur ferskur á markaði.Úr fiskvinnslu Fjarðalax á Patreksfirði. Laxinum pakkað ferskum til útflutnings.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Höskuldur segir að fyrirtækið hafi á undanförnum vikum ráðið fimmtán manns og verið sé að auglýsa eftir fleirum til starfa, eins og skipstjórum, vélstjórum og gæðastjóra. „Þannig að við erum að bæta við fólki með þekkingu og reynslu,” segir Höskuldur og býst við að tíu starfsmenn til viðbótar bætist við á næstu vikum. Framleiðslan í ár stefnir í yfir tvöþúsund tonn, en í fyrra var selt fyrir tólfhundruð milljónir króna. Á þessu ári stefna gjaldeyristekjur Fjarðalax í tvo milljarða króna, sem er ekki svo lítil viðbót í þjóðarbúið frá byggðunum á sunnanverðum Vestfjörðum. En hvernig gengur að fá fólk til að starfa? „Það er svolítið tak að fá Íslendinga til að flytja vestur á firði, ég skal viðurkenna það. En þetta er að breytast. Við finnum það. Það er mikill áhugi að koma núna. Það er ungt fólk, fólk með menntun og reynslu, - og fjölskyldur, - sem hefur beinlínis áhuga á að koma,” svarar Höskuldur.Frá Patreksfirði. Þar heyrast reyndar hamarshögg þessa dagana úr húsinu hægra megin á myndinni sem verið er að endurbyggja og stækka.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.En ekki er nóg að hafa atvinnuna. Fjölskyldur þurfa líka að hafa þak yfir höfuðið. „Það er húsnæðisvandamál að myndast á sunnanverðum Vestfjörðum í kringum þessa starfsemi. Það vantar íbúðarhúsnæði. Þannig að það er næsta stóra verkefni, að bæta í hvað varðar innviði samfélagsins.”
Tengdar fréttir Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45 Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30 Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00 Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30 Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45 Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00 Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Sjá umhverfisvænt fiskeldi sem lyftistöng Vestfjarða Helsta fiskeldisfyrirtæki Vestfjarða, Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal, hefur nú sótt um að hefja eldi regnbogasilungs í Ísafjarðardjúpi eftir margra ára bið eftir leyfi til laxeldis. 9. mars 2014 19:45
Laxabitaverksmiðjunni skipað upp á Bíldudal Flutningaskip er komið til Bíldudals með fiskréttaverksmiðju frá Noregi sem verður meginþáttur 150 nýrra starfa Arnarlax. 26. september 2014 19:30
Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. 24. júní 2014 16:00
Dýrfiskur hleypir fjöri í Flateyri Dýrfiskur er að tífalda eldi regnbogasilungs í Dýrafirði, sem kallar á fleiri störf á Vestfjörðum, mest við fiskvinnslu á Flateyri. Eftir langvarandi erfiðleika í atvinnumálum á Flateyri sjást nú merki um að farið sé að rofa til. 6. mars 2012 20:30
Matthías mættur til að skapa 150 störf á Bíldudal Laxeldi stefnir í að valda byltingu á Vestfjörðum á næstu árum og skapa mörghundruð störf. Matthías Garðarsson, fiskeldisfrömuður í Noregi, kom til landsins fyrir helgi til að byggja upp 150 manna fyrirtæki á Bíldudal. 3. júní 2013 18:45
Sextán nýir íbúar í vikunni Íbuum fjölgaði um níu prósent á Bíldudal í síðustu viku. 14. júlí 2014 09:00
Laxeldi á Vestfjörðum eins og ígildi álvers Uppbygging laxeldis stefnir í að hafa sambærileg og jafnvel meiri áhrif á sunnanverðum Vestfjörðum og stóriðjuframkvæmdirnar höfðu fyrir Austurland, segir bæjarstjóri Vesturbyggðar. 4. júní 2013 19:21