Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2014 18:45 Vigdís Hauksdóttir. vísir/pjetur Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. Hún hefur boðað til fundar í fjárlaganefnd vegna skuldastöðu Ríkisútvarpsins sem getur ekki staðið í skilum á lífeyrissjóðskuldbindingum. „Langbest væri ef hægt væri að selja Rás 2 og fá þá kannski eitthvað fé inn í ríkiskassann. Allt opið í því. Nú verðum við bara að skoða sviðið lárétt því að sísti kosturinn í þessu sambandi er að dæla meira ríkisfé inn í RÚV. Ekki það frekar en aðrar stofnanir sem eru komnar fram úr eða eru að biðja um meira fjármagn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og greint hefur verið frá er Ríkisútvarpið yfir skuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Stofnunin átti ekki fyrir skuldabréfi sem var á gjalddaga í gær og var því samið um að fresta greiðslu um þrjá mánuði. „Staðan er grafalvarleg. Ég kalla eftir því hvað stjórnin var raunverulega að hugsa allan tímann. Þetta er ekkert sem kom upp í gær eða fyrradag. Þetta er örugglega búið að vera um langa hríð innan stjórnarinnar. Að sitja í stjórn fylgir ábyrgð,“ sagði Vigdís. „Þetta er agaleysi að mínu mati sem er einkennandi fyrir ríkisreksturinn undanfarna áratugi, í fleirtölu.“ Vigdís segir markmið ríkisstjórnarinnar skýrt: að skila hallalausum fjárlögum og skila afgangi 2015 og ætlar hún ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Þegar forsendur eru settar inn í fjárlög þá liggja fyrir ákveðnar upplýsingar um rekstur hverrar stofnunar. Þannig að þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ sagði Vigdís. Alþingi Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. Hún hefur boðað til fundar í fjárlaganefnd vegna skuldastöðu Ríkisútvarpsins sem getur ekki staðið í skilum á lífeyrissjóðskuldbindingum. „Langbest væri ef hægt væri að selja Rás 2 og fá þá kannski eitthvað fé inn í ríkiskassann. Allt opið í því. Nú verðum við bara að skoða sviðið lárétt því að sísti kosturinn í þessu sambandi er að dæla meira ríkisfé inn í RÚV. Ekki það frekar en aðrar stofnanir sem eru komnar fram úr eða eru að biðja um meira fjármagn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og greint hefur verið frá er Ríkisútvarpið yfir skuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Stofnunin átti ekki fyrir skuldabréfi sem var á gjalddaga í gær og var því samið um að fresta greiðslu um þrjá mánuði. „Staðan er grafalvarleg. Ég kalla eftir því hvað stjórnin var raunverulega að hugsa allan tímann. Þetta er ekkert sem kom upp í gær eða fyrradag. Þetta er örugglega búið að vera um langa hríð innan stjórnarinnar. Að sitja í stjórn fylgir ábyrgð,“ sagði Vigdís. „Þetta er agaleysi að mínu mati sem er einkennandi fyrir ríkisreksturinn undanfarna áratugi, í fleirtölu.“ Vigdís segir markmið ríkisstjórnarinnar skýrt: að skila hallalausum fjárlögum og skila afgangi 2015 og ætlar hún ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Þegar forsendur eru settar inn í fjárlög þá liggja fyrir ákveðnar upplýsingar um rekstur hverrar stofnunar. Þannig að þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ sagði Vigdís.
Alþingi Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30
Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06
Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36
Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01