Vigdís Hauksdóttir vill selja Rás 2 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. október 2014 18:45 Vigdís Hauksdóttir. vísir/pjetur Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. Hún hefur boðað til fundar í fjárlaganefnd vegna skuldastöðu Ríkisútvarpsins sem getur ekki staðið í skilum á lífeyrissjóðskuldbindingum. „Langbest væri ef hægt væri að selja Rás 2 og fá þá kannski eitthvað fé inn í ríkiskassann. Allt opið í því. Nú verðum við bara að skoða sviðið lárétt því að sísti kosturinn í þessu sambandi er að dæla meira ríkisfé inn í RÚV. Ekki það frekar en aðrar stofnanir sem eru komnar fram úr eða eru að biðja um meira fjármagn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og greint hefur verið frá er Ríkisútvarpið yfir skuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Stofnunin átti ekki fyrir skuldabréfi sem var á gjalddaga í gær og var því samið um að fresta greiðslu um þrjá mánuði. „Staðan er grafalvarleg. Ég kalla eftir því hvað stjórnin var raunverulega að hugsa allan tímann. Þetta er ekkert sem kom upp í gær eða fyrradag. Þetta er örugglega búið að vera um langa hríð innan stjórnarinnar. Að sitja í stjórn fylgir ábyrgð,“ sagði Vigdís. „Þetta er agaleysi að mínu mati sem er einkennandi fyrir ríkisreksturinn undanfarna áratugi, í fleirtölu.“ Vigdís segir markmið ríkisstjórnarinnar skýrt: að skila hallalausum fjárlögum og skila afgangi 2015 og ætlar hún ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Þegar forsendur eru settar inn í fjárlög þá liggja fyrir ákveðnar upplýsingar um rekstur hverrar stofnunar. Þannig að þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ sagði Vigdís. Alþingi Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis, vill skoða hvort rétt sé að selja Rás tvö og fá þannig pening í ríkiskassann. Hún hefur boðað til fundar í fjárlaganefnd vegna skuldastöðu Ríkisútvarpsins sem getur ekki staðið í skilum á lífeyrissjóðskuldbindingum. „Langbest væri ef hægt væri að selja Rás 2 og fá þá kannski eitthvað fé inn í ríkiskassann. Allt opið í því. Nú verðum við bara að skoða sviðið lárétt því að sísti kosturinn í þessu sambandi er að dæla meira ríkisfé inn í RÚV. Ekki það frekar en aðrar stofnanir sem eru komnar fram úr eða eru að biðja um meira fjármagn,“ sagði Vigdís Hauksdóttir í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Líkt og greint hefur verið frá er Ríkisútvarpið yfir skuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna, stærstur hluti vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga félagsins. Stofnunin átti ekki fyrir skuldabréfi sem var á gjalddaga í gær og var því samið um að fresta greiðslu um þrjá mánuði. „Staðan er grafalvarleg. Ég kalla eftir því hvað stjórnin var raunverulega að hugsa allan tímann. Þetta er ekkert sem kom upp í gær eða fyrradag. Þetta er örugglega búið að vera um langa hríð innan stjórnarinnar. Að sitja í stjórn fylgir ábyrgð,“ sagði Vigdís. „Þetta er agaleysi að mínu mati sem er einkennandi fyrir ríkisreksturinn undanfarna áratugi, í fleirtölu.“ Vigdís segir markmið ríkisstjórnarinnar skýrt: að skila hallalausum fjárlögum og skila afgangi 2015 og ætlar hún ekki að láta erfiðan rekstur Ríkisútvarpsins koma í veg fyrir að þær áætlanir standist. „Þegar forsendur eru settar inn í fjárlög þá liggja fyrir ákveðnar upplýsingar um rekstur hverrar stofnunar. Þannig að þetta kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti,“ sagði Vigdís.
Alþingi Tengdar fréttir RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30 Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Sjá meira
RÚV yfirskuldsett Ríkisútvarpið átti ekki fyrir greiðslu af skuldabréfi sem var á gjalddaga í dag og hefur því verið samið um að fresta gjalddaga um þrjá mánuði. Félagið er yfirskuldsett og nema skuldir RÚV 5,5 milljörðum króna. 1. október 2014 20:30
Aðeins tveir eftir á íþróttadeild RÚV Yfirmaður íþróttadeildar RÚV sagði upp störfum á dögunum vegna þess ástands sem orðið var. Kraftaverk það sem þó tókst að gera. 2. október 2014 11:06
Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36
Ekki fleiri uppsagnir framundan á RÚV Formaður stjórnar RÚV er bjartsýnn á að RÚV muni geta greitt skuld við lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins eftir fjóra mánuði. 2. október 2014 11:01