Lífið

Búist við því að kona sé "að biðja um það“ ef hún er í stuttu pilsi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Gillian Anderson talar um óþolandi kynjamisrétti í Hollywood í viðtali við tímaritið Red. Hún sló fyrst í gegn í sjónvarpsþáttunum X Files en það tók hana þrjú ár að fá jafn mikið borgað og meðleikari hennar David Duchovny.

„Í fyrstu var launamunurinn gríðarlegur. En það gerist oft í Hollywood. Fólk segir: Gerðu þetta fyrir mig og ég redda þér vinnu. Allt það sem skrifað er í dag um fólk í skemmtanabransanum sem misnotar aðstöðu sína...“ segir leikkonan.

Hún bætir við að kynjamisrétti sé eitthvað sem er innbyggt í samfélag okkar og að það sé auðvelt að venjast því.

„Það er sumt sem er óþolandi í heiminum í dag varðandi ímynd konunnar. Það er búist við því að kona sé „að biðja um það“ ef hún er í stuttu pilsi.“

Gillian er nú að kynna nýjustu seríu af spennuþættinum The Fall en þar leikur hún til að mynda á móti Jamie Dornan sem er stjarna kvikmyndarinnar Fifty Shades of Grey, sem frumsýnd verður á Valentínusardaginn á næsta ári.

„Núna vill fólk aldrei tala við mig um X Files. Það vill aðeins spyrja um Jamie Dornan,“ segir Gillian.

Gillian leikur á móti Jamie Dornan í The Fall.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×